laugardagur, janúar 08, 2005

djamm í gær

þrjár rottur voru á djamminu saman í gær - og á sneplunum eins og venjulega. Okkur virðist ómögulegt að vera passleg (erum það reyndar á milli 1 til 4 bjórs). Jæja hvernig sem fer, þá sáu rotturnar ljótasta og leiðinlegsta fólk Íslands í bænum í gær. Svona í alvörunni, hvað var málið? Var bæjarkvöld hjá einhverri stofnun?

Já, og rotturnar voru: Andri, Heiða og Vaka (og reyndar systir hennar með, en hún er ekki rotta). Við byrjuðum á vegamótum en enduðu á victor, sem er kannski frekar sorglegt, en við vissum ekki af neinu öðrum stað sem var opinn (nenntum reyndar ekki að labba þetta langt).

Það gerðist ekkert markvert fyrir rotturnar þetta kvöld, Andri og Vaka fór einmanna heim eins og venjulega og Heiða rétt náði að staulast heim til sín (ekki einmanna, því kærastinn beið þar). Andri er drepast í hnéskeljunum eftir misheppnað stökk undir vatnsdraslið hjá Hlölla, og svo eru reyndar nærbuxur hans enn fastar í rassgatinu á honum eftir óteljandi "girða sig mjög mikið" brandara - aðrir hlógu þannig ...

Ætli gerist eitthvað markvert í lífi rotta í kvöld?

Engin ummæli: