fimmtudagur, janúar 27, 2005

hvað er þetta fólk að tala um?

Fann fleiri pómó texta (á khí, en ekki hvar, leiðinlegt að rökleysa og almenn vitleysa þurfi að bitna á grunnskólabörnum!)
og þessi snillingur er ekki að grínast!


Hlutverk kennara
Samstarfsmaður (e. collaborator). Sérfræðingur sem vinnur með nemendum og leiðir þá inn í vinnubrögð og menningu fagsins.

Þekkingarfræðilegur grunnur
Þekking er byggð upp í félagslegum athöfnum og er dreifð meðal fólks í samfélaginu og þar á meðal nemenda í skóla.

Námskenning og forsendur fyrir námi
Félagsleg hugsmíð. Vitsmunir eru afstæðir og skilningur er háður samhengi, tilgangi, verkfærum og athöfnum. Þekking er samkomulag sérfræðinga á viðkomandi fagsviði um merkingu. Nemendur koma sér saman um þekkingu í gegnum samvinnunám.

Hlutverk nemenda
Lærlingur: Nemendur ganga inn í heim sérfræðinga og læra að aðlagast menningarheimum þeirra. Til þess þurfa þeir að breytast og skapa ný skemu eða hugsanaferla.

Tilgangur kennsluathafna
Kennarar taka þátt í að byggja upp þekkingu með nemendum með því að: Kalla fram, aðlagast og átta sig á (for)hugmyndum nemenda.
Virkja nemendur og vinna með þeim að athugunum þar sem útkoman er ekki þekkt fyrirfram.
Leitast við að viðfangsefni og vinnuferli námsins séu sem líkust raunveruleikanum.
Við hönnun námskeiðs er gengið út frá nemandanum.

Mér finnst þetta síðasta best, að það sé hlutverk vinnuferli námsins að vera líkastur raunveruleikanum, þar sem þessi snillingur sagði ofar á blaðinu að þekking væri afstæð félagsleg hugsmíð (og samkomulag!) - heiða eigum við að vera sammála um að tunglið sé ostur (samkomulag) og fá svo að kenna það í grunnskóla. Það upfyllir skilyrðin um þekkingu!!!!

1 ummæli:

Heiða María sagði...

Ég skal alveg viðurkenna að þetta er soldið mikið ble ble...