þriðjudagur, janúar 11, 2005

Laugardagur til lukku

Rottur allra landa sameinist, draugur gengur laus um kjallarann, draugur ofáts og alkohólisma. Andri hefur legið í lyfjarússi síðan um áramótin, ég reykti mig nær í hel, fékk lungnabólgu og braut á mér tána meðan Lilja fór í skakka-ferð til Kaupmannahafnar. Nú er mál að linni.

Dettum í það saman eins og í gamla daga (Heiða má alveg kalla það ,,kósí dinner" ef hún er ennþá timbruð síðan um síðustu helgi). Verum full, förum á trúnó, fáum okkur sígó, syngjum og endum á stolnum hjólum.

Þar sem Sigga er gölluð getur hún ekki komið heim til mín (og fyrst hún getur það ekki er hún ekki velkomin), svo það beinast öll spjót að Andra. Tími til kominn að vaska upp 3ja og hálfs mánaða gamlan bunka af leirtaui, þrífa ofninn sem brann í byrjun júlí og gluða sápu í klósettskálina. Íbúðin hækkar í verði um ca 700 þúsund!

Laugardagkvöldið stefnir í eitthvað stórt, fullt og feitt.

Allir elda og koma með eitthvað í púkkið nema Vaka, hún sér um skemmtiatriði.
Látum svo ömmu hans Andra henda okkur út um 4 leytið.
Getur þetta klikkað?

11 ummæli:

Kjallararottur sagði...

Heyrið, það er þá bara ,,kósí" kvöld heima hjá mér. Ég er löngu búinn að þrífa íbúðina síðan í júlí (gerði það í gær!).
Og heiða timbraða, það mæta bara allir í plast galla svo þú getir sullað rauðvíni einsog þú villt án samviskubits. Svo skil ég ekki afhverju mesta sullubyttan sem ég þekki drekkur rauðvín!!!! Drekktu hvítt heiða!

Andri

Heiða María sagði...

Andri, þú reddar plastgöllunum! Frábært. En í guðanna bænum notaðu notandanafnið þitt (þ.e. andrifannar) sem ég hafði svo mikið fyrir að búa til fyrir þig. Ef þú manst ekki lykilorðið, sendu mér þá póst.

Heiða María sagði...

Já, eitt líka, við þurfum að fara að ákveða hver á að elda hvað. Mér er alveg sama hvað ég geri. Er samt ekki best að halda utan um kostnaðinn, og splitta honum svo niður á alla?

Heiða María sagði...

Heyriði, ég á hvítvín frá því um síðustu helgi sem hægt er að nota í einhverja rétti, t.d. sósur, ef á þarf að halda.

Samsinur sagði...

Hahaha ég skal vera sósa :)
Ég er farin að hlakka til að bleyta aðeins í mér með ykkur og dusta rykið af misheppnuðum póstmódernískum bröndurum. Ég skal koma með eftirmat :) fékk sko uppskriftabók með 1000 súkkulaði uppskriftum í jólagjöf og er á fullu að prófa mig áfram. Verðu bráðum eins og rottugreyið í Gleitman :)
Sjáumst

Lilja sagði...

Híhí, hljómar allt mjööööööög vel. Sigga, þú VERÐUR að búa til svona muffins með fljótandi súkkulaði og karamellu, þú veist hvað ég meina, mær!! Ég skal koma með, uuuuuhhhh, eitthvað sem brennur ábyggilega ekki í ofninum. Hvenær eigum við að hittast?? Helst ekki fyrir 7-leytið því ég þarf að komast heim úr vinnunni, elda og þrífa mig (nema ég sé snjöll og elda fyrir fram). Já, þið heyrðuð rétt, ég er komin með hlutavinnu, orðin nauðsynlegur hlekkur í keðju stórfyrirtækis og blablabla. Eina vísbendingin sem ég gef þangað til á laugardaginn er að fyrirtækið skiptir með vörur sem koma vonandi mikið við sögu á laugardaginn. Sjáumst þá!!

Heiða María sagði...

Sigga, ég var búin að segja Vöku að koma með eftirrétt, en mér líst vel á súkkulaði yummy stuff, svo ekki láta það stoppa þig (talaðu líka bara við Vöku, hana langar hvort sem er ekkert að elda).

Kjartan sagði...

Ohh ég ætla að koma með einhvern rammexótískan forrétt sem enginn borðar nema ég...múúhahhahahahaha. Kannski hvítlauksgráðostasniglamauk með gæsalifrarterrínu og seljurótarfrauði eða brauð með osti.
Eigum við að hafa bollu?

Heiða María sagði...

Bollur eru hættulegar... En, jújú, það gæti verið ágætt, ef maður veit bara hvað er í þeim.

Kjallararottur sagði...

Hver er samsinnur? Og ef hann kann póstmóderníska brandar, má hann koma í mat til mín öll kvöld vikunar. Helvítis pómóar!

Andri

Heiða María sagði...

Samsínur = Sigga (og félagar)