fimmtudagur, janúar 13, 2005

post cognitivism, skinner og wittgenstein

Eitt af því sem ég las um post-cognitivisma er andúð við representations. (Ég held að þessi klassíski cognitivismi, um reglur og svo framvegis, sé löngu liðin tíð með connectionisma, sem líkist tengslahyggju Humes og atferlishyggju Skinners í vissum skilningi). En hvernig sem fer, þá voru representations eitt af því sem að Skinner gagnrýndi einna mest,( og af útleggingu Kripkes á verkum Wittgensteins, er nokkuð ljóst að reglur geta ekki orsakað þá hegðun sem hún fylgir). Þess vegna skil ég ekki hvað sálfræðingar hafa á móti atferlishyggju Skinners. Hann taldi best að skýra atferli (og þá malhegðun einnig) án þess að vísa í kartískan heim táknana - við teljum okkur hafa skýrt hegðun, þegar ekkert slíkt hefur átt sér stað, heldur er henni lýst (og þeim reglum sem hún fylgir) - og þetta er talin orsök hennar sem náttúrulega stenst ekki.

Ég er ekkert viss hvort það sé til minni eða athygli í heilanum. Áreiti i umhverfinu breyta taugatengingum, og þær tengjast hreyfistöfðum sem leiða til breytinga á tilhneygingum til breytni (atferlis í víðum skilningi) - og líklega einhverskonar lífeðlislegri starfsemi sem tengist upplifunum og geðshræringum. En sálfræði hlýtur að snúa að að skýra atferli ekki lýsa því. Það skýrir ekki neitt að telja orsakir hegðunar stafa af hugrænum táknunum, eða abstract conceptum, sem hljóta að koma af námi - það þarf enn að skýra þær.

En ég er búinn að fá mér koníak og lítið vit í þessu fátækum skrifum mínum (og ég bið guð og menn að fyrigefa stafsetningarvillurnar). Heiða, kíktu á greinina "Why I am not a cognitive psychologist" eftir Skinner sem er líklega til í ritinu Behaviour and Philosophy sem er til á netinu. Það sem þessir post-cognitivistar (eða uppgjafa mentalistar) eru að uppgvöta núna var eitthvað sem Skinner benti á fyrir löngu.

Andri rotta


2 ummæli:

Heiða María sagði...

Já, viskíið segir til sín, ég skildi ekki helminginn, en ég skal tékka á þessari grein við tækifæri. Fann hana samt ekki á netinu í fljótu bragði.

Heiða María sagði...

Eða, jújú, þú meikar svo sem eitthvað sens. Sammála þér með athyglina og minnið, og ég held að grey Chomsky eigi aldrei eftir að finna tungumála-modulið sitt. En Andri, plís farðu að nota andrifannar sem notandanafn. Og þetta með að fyrirgefa stafsetningarvillurnar er að verða pirrandi ;-)