mánudagur, febrúar 21, 2005

Hugsanleg lækning við einhverfu?

Ég var að lesa tvær nýjar rannsóknir úr nature neuroscience og þær eru frekar áhugaverða. Það hefur verið vitað í nokkurn tíma að fólk með tvíhliða skemmd í möndlu (amygdala) er ófært um að dæma geðshræringar út frá andlitsviðbrögðum. Hins vegar (og þetta er í fyrsta skipti sem sýnt hefur verið fram á þetta) ef þessu fólki er sagt að horfa í augun á öðrum, þá getur það borið kennsl á geðshræringar.

Það er því hugsanelgt að ein megin ástæða fyrir því að einhverf börn sjái ekki hvernig öðrum "líður" er vegna þess að þau horfa ekki á rétta staði á andlitinu (augun er best upp á að dæma gleði og ótta) og því hugsanlegt að hægt sé að kenna þeim að horfa á rétta staði á andlitinu á fólki.

Andri rotta

3 ummæli:

Heiða María sagði...

Já, mér fannt þetta einmitt mjög áhugavert.

Nafnlaus sagði...

Já mjög áhugavert..

Nafnlaus sagði...

hehehe.. gleymdi að kvitta..
kv.
Guðfinna