miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Kostningar

Engin símtöl í ár –vel sloppið ...eða hvað? Þar sem að kosningaáróður er bannaður á kjörstað hafa nokkrir ónefndir Vökuliðar tekið upp á því að kalla hátt og snjallt á mig við hvert tækifæri, á göngum Odda. Fyrir kjallararottu sem síðustu ár hefur búið innan um klóaksrörin, í næsta herbergi við ruslakompu Odda og þróað með sér félagsfælni með vott af áunnum Asperger, veldur þetta óþagindum. Sérstaklega þegar fleiri en ein manneskja gerir þetta í einu (sem eykur líkurnar á að maður reyni að svara báðum og labba í átt til beggja -sem er mjög erfitt þegar það er veggur á milli þeirra)!
Árlega mun ég því taka upp nýtt nafn vikuna fyrir kostningar! Einhverjar hugmyndir?

4 ummæli:

Heiða María sagði...

Hvað með nafnið Röskva? Eða, neeee...

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú nú hafa sloppið vel í ár Vaka mín miðað við hugmyndir sem voru uppi hjá Vöku-liðum..og þá aðallega hugmyndir Hannesar ;)
heheheheh....
kv.
Guðfinna

Nafnlaus sagði...

Jæja jæja börnin góð. Smá innskot frá manninum. Kosningar, ekki kostningar. Ég ætla að vona að ég þurfi ekki að leiðrétta þetta orð oftar.

Vaka sagði...

Úps... Stavsetnig er eki alveg mín zterkasta hlið :o/