mánudagur, apríl 04, 2005

Allt er ágætt

Eftir að ég sá síðasta Euro-reiknig er komið að því: Ég er að reyna að hætta að reykja. Þar sem að þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn tók ég þá ákvörðun að prófa Zyban. Fyrir þá sem ekki vita þá er það unnið upp úr Wellbutrini sem er þunglyndislyf og hefur þar af leiðandi áhrif á skapið í manni. Einn gallinn er að maður er alltaf eirðarlaus sem ég túlka cognitivt inni í mér sem löngun í sígarettu eða með öðrum orðum þá er þetta greinireiti fyrir reykhegðun. Málið er bara að eirðarleysið fer ekkert þó svo að maður reyki.
Vissulega virkar þetta samt þ.e. að mann langar ekkert sérstaklega í sígarettu, en ég hafði ekki alveg gert ráð fyrir því að mann langaði ekki sérstaklega í neitt. Mig langar ekki einu sinni í áfengi!!! Já langanir, ætlanir og allt það er farið... gott ef að þetta er ekki bara lyf við íbyggni. Það er allt svona einhvern vegin ágætt, mér finnst jafnvel ágætt að fara í líkamsrækt!!! Ég er orðin ein af þessu fólki sem að vaknar á morgnanna (ekki upp úr hádegi lítandi út eins og nýgotinn rottuungi), borðar morgunmat, fer í líkamsrækt og bölvar ekki yfir því að þurfa að skafa bílinn. Núna vantar bara að ég fari að ganga með plastblóm í hárinu og finnast áhugavert að tala um hægðir ungbarna. Mér leiðist ég! ...en það er bara ágætt.

5 ummæli:

Heiða María sagði...

LOL! :D Já, Vaka mín, fyrr held ég að ég detti dauð niður en að þú látir sjá þig með plastblóm í hárinu og allt það. Maður veit þó aldrei, það yrði örugglega ágætt.

Heiða María sagði...

LOL! :D Já, Vaka mín, fyrr held ég að ég detti dauð niður en að þú látir sjá þig með plastblóm í hárinu og allt það. Maður veit þó aldrei, það yrði örugglega ágætt.

ZGS sagði...

Hm, ég varð sorgmædd inn í mér við að lesa þessa lýsingu en þar sem maðurinn minn er að reyna að hætta að reykja...nei! ég fékk hann ekki til þess....lofa....þá las ég þetta upp fyrir hann og hann sagði: "hún er sem sagt ánægð með lyfið", og já, hann sagði lyfið ekki lífið.

Vaka sagði...

He he já þú ættir að fá hann til að(ekki að ég haldi að þú hafir fengið hann til eins eða neins...) prófa þetta þá yrði hann viljalaust verkfæri ágætisins -það hlýtur að vera hentugt ;)
-ekkert sérstaklega leiðinlegt að vaska upp, fara út í búð, skipta um ljósaperur, gera við vaskinn eða hvað sem er, það er allt ágætt.

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar eins og sannkallað undralíf (og lyf). Ég hugsi nú að ég fari að taka Zyban þó ég reyki ekki. Maður er nefnilega alltaf eins og nýgotinn selur milli svefntarna... svo ekki sé minnst á námstruflandi langanir.

Vaka, ég er ekkert smá ánægð með þig að vera búin að leysa íbyggni vandann, þar að auki tel ég að þú værir bara reglulega sæt með plastblóm í hárinu. ;)

Heiða Dóra