föstudagur, apríl 29, 2005

Spurt og svarað

Í umræðum um pistil Lilju komu fram ýmsar vangaveltur um ástæður einhleypni minnar. Ég hef því ákveðið að skýra málið nánar fyrir ykkur. Hér eftir fer því stutt lýsing á því hvernig stefnumótafælni (date phobia) skilyrðist. Í þessu samhengi ætla ég að nýta mér lífseigar kennsluaðferðir kristninnar; taka mér ekki minni fyrirmynd en Jesú og skýra málið með dæmisögum:

Topp fimm date senur:
- handahófskennd röðun

1) Laukhringurinn.
Ef þið prófið að festa stóran laukhring milli framtannana gætuð þið komast að því að það er mjög erfitt að ná honum pent burt með lokaðan munn. Það sem verra er, er að það er erfitt að ná honum burt með puttunum, nöglunu, gafflinum, hnífnum og tannstönglum.
Þetta var svo sem ekki svo hræðilegt þar sem ég taldi mig vera úti að borða með samkynhneigðum vini mínum... það reyndist ekki vera sami skilningur og hann hafði lagt í þetta matarboð. Sam-, gagn-, tví- hvað? ...bara kynhneigður.

2) Blóðþrýstingur.
Það vill stundum fylgja þeim sem hafa heldur lágan blóðþrýsting að það getur liðið yfir þá að litlu tilefni. Þegar þetta gerist á miðjum veitingarstað fara örlög manns eftir því hvernig viðstaddir túlka og bregðast við aðstæðum. Í mínu tilfelli var þetta eftirfarandi.
a) Túlkun viðstaddra: manneskjan er drukkin.
b) Viðbrögð viðstaddra: bera hana út.
c) Afleiðnig: ranka við sér á gangstéttinni.

3) XX litningaparið: kostir og gallar.
Oft er talað um þann rómaða hæfileika kvenna að geta gert margt í einu. Þetta virðist hins vegar ekki vera óbrigðult náttúrulögmál. Til er fólk sem hefur XX litningapar en er gjörsamlega ófært um þetta, og ég er lifandi dæmi þess. Þegar ég horfi á video eða fer í bíó er fátt annað til en ég og myndin. Af þeim orsökum er ég sérstaklega ólíklega til að veita öðrum umhverfisáreitum nógu mikla athygli til þess að horfa í átt að þeim og vita hvað ég er að gera. Þegar að maðurinn sem fjármagnaði bíóferðina bauð mér sopa af gosinu sínu gerðist því eftirfarandi: Tók sopa, rétti honum flöskuna og slengdi hendinn niður á það sem að ég hélt að væri bríkin mill sætanna. Ég lenti hins vegar á svæði sem veitti töluvert minna viðnám.
Hvað get ég sagt ég hef þó þann eigileika kvenna að hafa lakari rúmskynjun.

4) Hópefli.
Það er undarleg tilfinning að finnast heill veitingarstaður vera að horfa á sig. Í fyrstu reynir maður að rifja upp hvenar á æfinn er algengast að konur byrji að sýna einkenni paranoid scizophreniu. Svo getur maður ekki annað en deilt þessari áhorfsupplifun með hinum aðilanum: „Mér finnst eins og allir séu að horfa á mig.“ Svar: „Já ég veit, þetta eru vinir mínir. Ég vann einu sinni hérna.“

5) Rödd að ofan.
Þegar valinn er matur á deiti þarf að huga að hlutum eins og er þetta gott, er hægt að borða þetta sæmilega snyrtilega, mun ég hella þessu niður o.fl. Við þessar aðstæður grúir maður sig ofan í matseðilinn til þess að finna bestu lausnina. Þar af leiðandi tekur maður ekki endileg eftir því þegar að þjónninn labbar að borðinu, tekur í raun ekkert eftir honum fyrr en hann stendur yfir manni og ávarpar mann (minni á lið 3). Merkilega kunnugleg rödd barst að ofan. Humm... hljómar eins og fyrrverandi, reyndar alveg nákvæmlega eins...

Þetta ætti að auka skilning á þeirri skelfingu sem getur átt sér stað þegar ég fer út.

...og hver er besta forspá um hegðun?

Vökurottan

7 ummæli:

Heiða sagði...

Þetta er það fyndnasta sem ég hef lesið síðan... þetta er það fyndnasta sem ég hef lesið. Það kom tár ;)

Heiða Dóra, sem lærði af vicarious experience og mun aldrei aftur fara á deit.

Guðfinna Alda sagði...

hahahaha... Mun hugsa til þín á næsta misheppnaða deiti sem ég fer á ...
kv.
Guðfinna

Heiða María sagði...

Æi stelpur, maður á ekki að hlæja að óförum annarra. Eða jú annars. Múhahahahahahaha! ;-D

Nafnlaus sagði...

Kannski var ég á næsta borði, að fikta í hárinu á mér að tala um intentionality og afleiðingarlögmálið við lögfræðinema (ég er ekki frá því að ég hafi púllað nettan krúsa líka, með andlitið undir höndunum og talað um frænda Melanie Klein, sem var skyldur Quine, og hitti einmitt Skinner í Harvard á sama tíma og Putnam og Fodor hafi sett fram hugmyndir sínar um verkhyggju, sem er einmitt fyndið því Fodor hafði nýverið gagnrýnt Wittgenstein, en Skinner las einmitt Tractacus áður en hann skrifaði Verbal Behavior, sem Chomsky misskildi og hrundi af stað Coooognitve byltingunni, sem var svo ekkert cognitive, heldur mental, og það var einmitt fyndið því miller hafi verið talmeinafræðingur og hafi kallað þetta cognitive en ekki mental því þá hefði það verið sálsálarfræði)

Henni fannst ég ekki marktekt, þannig hún hlýtur að vera lesbía (djöfull er búið að aukast að lesbíum, alltaf að hitta á slíkar)
Kannski eru hún og samkynhneigða deitið þitt í samtökunum.
Hver veit?

Þetta líf er svo fríkað!
Þetta sannar að það eru engar tilviljanir!!!

(var þessi lykt að mér??? úps, smá bónus)

Lilja sagði...

Bwahahahaha! Með það á hættu að hljóma eins og gelgja.... OH MY GOD! Þú ert svoleiðis komin á stall hjá mér að það hálfa væri nóg. Héðan af verður þú alltaf viðmið hjá mér, ALLTAF! Ég þarf greinilega ekki að hafa áhyggjur af því að standa mig illa á deiti, svo lengi sem mér verður ekki hent út vegna drykkju sem var bara yfirlið. Ég brosi ábyggilega að þessu fram yfir prófið á morgun.

Vaka sagði...

Heiða
Ætlaði ekki að skemma þig líka með því að miðla þessari reynslu, en fyrst svo fór getum við náttúrulega lært af vicarious experience úr liði 4 og mætt bara saman næst! ;) Já og jafnvel tekið Álfinn með okkur (það er ef hann girðir upp um sig)

Lilja
Takk esskan og vertu hjartanlega velkomin í atferlismótun til mín hvenar sem.
Æ eim tú plís.

binni-dissociative sagði...

vá, ég held bara að ég hafi aldrei heyrt eins fyndin pistil og þessi langloka hjá honum Andra.......brilliant ;)