sunnudagur, apríl 10, 2005

Total eclipse of the heart

Ég átti mjög afkastamikla helgi, eins og þið hin (nema maggi, helvítis samviskusemin uppmáluð). Já, og ég ætla að segja að Kjartan var frábær á fimmtudaginn, hann hefði geta sannfært mig um að pómó og Micheal Bolton væru með því besta sem hefur komið fyrir þennan heim.

En hvernig sem fer, þá tók ég þá ákvörðun eftir afmæli Kjartans og Vöku að ég ætlaði ekki að drekka fyrir en eftir próf. Framheilinn minn reyndist geta haldið það út í viku og ég staulaðist heim um 6.

Svo var það náttúrulega fimmtudagurinn. Ég man ekki eftir öðru eins fyllerí! Hvað var málið?? Og ég staulaðist náttúrulega heim á svipuðum tíma eftir ofdrykkju, móðga systur hans Flóka og e-a frekari dramatík.

Og svo var vísindaferð á föstudaginn í IMG gallup (það var ein stelpa sem spurði svo mikið af prins póló spurningum að ég held þau telji okkur vera fávita), en þar drullaði ég yfir 360 gráðu frammistöðumat sem þeir selja, persónuleikapróf sem þeir nota við ráðningu og var í buxum með ónýtun buxnarklauf (sem hefur styrkt málstað min til muna. Ég fór samt í þessar buxur til að fara ekki á fyllerí en mér var freistað og það þarf ekki mikið til). Jæja, eftir það lá leiðin í partý í kópavog (sem var hin mesta skemmtun) og síðar á celtic cross. Þar var ég (með bilaða buxnaklaufinn) að spyrja alla hvort þeir gætu spilað total eclipse of the heart á píanó og reyna að safna saman fólki til að syngja það. Það vildi það enginn þannig ég öskraði "total eclipse of the heart" yfir allan staðin á milli laga (og lét nokkra biðja um það) , en ég fékk ekki helvítis lagið mitt.

Nú gæti einhver haldið að hér hafi hvatvísa dýrið ekki varið tíma sínum vel, sérstaklega í ljósi þess að það hefur svo mikið að gera.

En er þetta ekki svona total eclipse of the heart.

Jaðarmarktekt!

Andri Rotta.

10 ummæli:

ZGS sagði...

Andri, það er gott að þú skemmtir þér...en fyllerí? Gvöð hvað það er plebbalegt, þú verður að hætta því, sjálfsstjórn, sjálfsstjórn!!! Total eclypse of the heart er flott, ég syng það oft...og maggi, samviskan uppmáluð? bíddu, hver segir það? hann sjálfur? hver metur það? og hvern móðgaðirðu segirðu? Tinnu? Hvernig gengur annars með ritgerðina og með önnur skyldustörf? ha?

Heiða María sagði...

Þetta fimmtudagsfyllerí var nú bara eins og þau gerðust best/verst á mínum menntaskólaárum. Úff og púff. Svo SKIIIIIIL ég ekki hvernig þið gátuð hugsað ykkur að innbyrða meira áfengi daginn eftir.

afg sagði...

Sjálfsstjórn? Ég þarf að breyta styrkingarskilmálum. Ég þarf greinireiti sem er S+ fyrir ekki drykkhegðun. Gabí, reddaru því ekki fyrir mig?

Vaka sagði...

Samúð þjáningarbróðir!
Jón er ennþá með mig í time-out síðan að ég stakk af eftir bíó á föstudagskvöldi og fannst um kaffileytið daginn eftir í Mosó, í stað þess að mæta um morguninn til að klára verkefni sem við höfðum tekið að okkur :o/
Við Helga erum hins vegar búnar að búa til umbunakerfi fyrir lærdómshegðun sem virkar þannig að ef önnur klikkar fær hvorug umbun svo að ég ætla að fara að læra núna og hætta að sýna tímaeyðsluhegðun á netinu.

afg sagði...

Já okei

sniðugt

ég ætla að vera með þannig kerfi að ég fæ refsingu ef ég læri ekki, t.d með því að drekka vont viskí og hlusta á bonnie tyler.

Vaka sagði...

Ekki dissa Bonnie frænku ;)

Nafnlaus sagði...

Hvað varstu að gera í mosó, vaka????

Vaka sagði...

Veit ekki, skil ekki og get ekki útskýrt -ég ætlaði bara í leigubílaröðina...

afg sagði...

Ég ætlaði einu sinni í leigubílaröðina, en endaði í kópavogi með kettling sem ég fékk gefins hjá miðaldra konu sem dró mig í leigubílinn (fyrst ég vildi ekki gista hlaut ég að vilja kettling, annað væri category mistake)

Svo endaði ég heima, dauður á sófanum með kettlingin minn og leigubílinn að flauta fyrir utan. Mamma vaknaði við þessi læti og kom inn í stofu, brjáluð í skapinu og mælti hin fleygu orð: "Andri, þú átt að koma heim með kellingu ekki kettling."

Vaka sagði...

Múhahahahaha!!!

Þetta er alltaf jafn góð saga ;)