föstudagur, apríl 22, 2005

Undarlegt

Það er undarlegt fólk í Odda þessa dagana.
Þetta er í annað skipti sem að einhver sest við hliðina á mér í næstum tómri tölvustofu og byrjar að tauta við sjálfan sig!

Núna er ég farin að velta fyrir mér hvort ég kalli þetta fram í fólki og sé orðin einhvers konar greinireiti fyrir einhverfu-sjálfstals-hegðanIR (í fleirtölu bara fyrir Gabríelu ;) eða hvort þetta sé bara nokkuð algengt.

Maður spyr sig.

3 ummæli:

Heiða María sagði...

Ég held að þetta séu svæsin tilfelli af sjitt-ég-er-ekki-búinn-að-lesa-neitt-fyrir-þessi-helvítis-próf-röskun.

baldur sagði...

Eða þá að einhverfa sé smitsjúkdómur.

ZGS sagði...

Ég held ég velji það núna að hunsa þessa hegðanir-málfarshegðun í Vöku, vil alls ekki styrkja hana óafvitandi og ómeðvitað, hef enga slika þörf, hvorki inn í mér né utan mig og get ekki skynjað hana dulvitað með hugarorkunni, ekki svo ég verði var við, held ég....