þriðjudagur, maí 10, 2005

AAAAAAAAAAAAAARRRRRRGH!

Úff er að fara í próf á morgun og *snapp* og sympatíska-kerfið á fullu.

Hvaða djöfulsins gloría var það annars að hætta að reykja þremur vikum fyrir próftörn?!!! *snapp* Þetta er ekki til að bæta stressið og nú er ég enn fixaðri á oral-stiginu en nokkru sinni fyrr. Já að vera stressaður oral-karakter er ekkert grín, þetta er svolítið eins og að búa með illa öldum hundi –það eru hár út um allt og búið að naga flesta hluti.

Svo loksins þegar maður sofnar og ætti að fá smá frið frá sjálfum sér –þá hvað? Auðvitað dreymir mig reykingar! Kannski hafði Freud bara rétt fyrir sér *snapp* og maður festist á ákveðnum stigum og dreymir duldar þrár. Hver veit?

Humm... og þó miðað við hvernig hann túlkaði langa sívala hluti eins og sígarettur... vil nú ekki kannast við að vera svo mikill pervert. Nei, Freud getur ekki hafa haft rétt fyrir sér. Ætli kvíðaraskanir *snapp* skýri þetta ekki betur enda er OCDið að blómstra þessa dagana, athuga hvort bíllinn sé örugglega læstur, stroka út undirstrikanir í glósum þangað til að maður nær alveg beinni línu o.s.frv.


Jæja ætla að fara aftur að læra áður *snapp* en ég verð komin með Dreifusar-heilkenni (sjá Selles, P.). Það væri líka verra að falla hjá Urði, sérstaklega þar sem hún er með okkar flottari sálfræðingum. Ekki eins og ónefndur maður sagði um ákveðin áfanga:
„Það ber vott um rökhugsun að falla í ...fræði“ ;)
–ykkur er auðvita frjálst að nota þessa eyðu að vild en ég get víst ekki borið þetta fyrir mig þó ég falli á morgun :(

Ekki einu sinni jaðarmarktekt þrátt fyrir ólínulega aðhvarfsgreiningu!

Vökurottan


...því mitt er fallið, þjáningin og sumarprófið.
Að eilífu operant.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja, ég verð nú bara að segja að ég deili þessari þjáningu með þér... Er að skrifa skýrslu og læra fyrir próf allt á síðustu stundu eins og mér einni er lagið:) reyndar er mér ekki einni lagið í þeim efnum þar sem yfirleitt virðast flestir vera í sama skítnum þegar kemur að prófatörn... Það er sama hversu mikið maður lofar sjálfum sér að næsta prófatörn verði nú betri þar sem maður muni vera búin að lesa yfir allt námsefnið að minnsta kosti þrisvar og glósa allan anskotann jafnt og þétt yfir önnina, alltaf er maður í sama skítnum...Það er nákvæmlega eins og hefur svo oft verið sagt áður " besta forspá um hegðun er fyrri hegðun"
Kv Helga, upp að olnbogum í skít

Andri Fannar sagði...

fáðu þér plástur eða tyggjó og hættu þessu væli - þú varst alveg jafn mikið OCD og frestunarsnillingur áður en þú hættir að reykja.

samúðarkveðjur
andri

Vaka sagði...

...ekki alveg jafn.

Enda er þetta Skinner og félögum að kenna með frestunina. Manni er sagt að líkur á hegðun aukist ef hún leiðir til jákvæðra afleiðinga. Ergo skítamix í prófi hlýtur að vera jákvætt.

ZGS sagði...

PMS, definately PMS. Mæli með aniz-te. Og það skiptir engu máli hvað Skinner sagði um samspil hegðunar og umhverfis þegar kemur að PMS, mundu það. Góðu fréttirnar eru: þetta líður hjá.

Vaka sagði...

Bwhahahahahahaha!!! Á dauða mínum átti ég von en ekki þessari skýringu frá þér :)

ZGS sagði...

Nú? af hverju? Þekkt er að í tilraunastofum í atferlisgreiningu þá vinnur maður með MALE albino rats því þannig forðast maður svipað ástand FEMALE albino rats sem ekki læra neitt á vissum hluta tíðahringsins, þær BARA hlaupa á hlaupahjólinu, dag og nótt, óháð styrkingarskilmálum. OG...það er alvitað og dokumenterað að allskyns líkamlegt ástand sem er mælanlegt og skilgreinanlegt með lífeðlislegum og líffræðilegum mælingum, og líka oft með beinu áhorfi, getur þvælst fyrir lífverum og komið í veg fyrir eða seinkað nám. Vaka, þú verður að kenna grei og mó næst...þú slappst núna. En varðandi PMS, þótt svo allt um það sé afar controversial, þá er ástandið sem þú lýsir alveg óneitanlega greinireiti fyrir að segja: PMS!!!!! hehe