miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Myndir

Ég legg til að þið farið á síðuna hans Bogga og skoðið myndir frá föstudeginum -ef þið eruð ekki búin að því. Heiða og Baldur eiga þar alveg sérstaklega góðar syrpur ;)

Annars er svo sem ekkert að frétta hjá mér frekar en vanalega. Ég varð reyndar vitni að stór merkilegum hlut núna um daginn þegar vini mínum tókst að æla á bakið á sér. Þetta hef ég aldrei séð nokkurn mann gera og skil þetta varla ennþá þó ég hafi horft á þetta. Það ætti í raun að gera meira úr svona sjaldgæfum hæfileikum... "U wana C my talent?"

Vökurottan

3 ummæli:

Borgþór sagði...

Getur ælt og hlaupið í hring.. hlýtur að enda á bakinu haha

baldur sagði...

Maður þyrfti þá að hlaupa hringinn afturábak. (Takið eftir tvíræðni síðasta orðsins í síðustu setningu.)

Annars er ég búinn að sjá þessar myndir og ég held ég hafi aldrei séð annað eins samansafn af hræðilegum myndum af mér.
Það mætti draga þá ályktum af nánast öllum að ég sé verulega fatlaður (Gerð fötlunar er mismunandi eftir myndum).

Heiða María sagði...

Vá, ég hló svo mikið að þessum myndum að mig verkjaði í magann.