fimmtudagur, september 08, 2005

þar fór það

Þessi dularfulli póstur frá Heiðu Maríu olli því ekki að var pottur brotinn heldur eitt prinsipp....aldrei blogg...hvur svosem veit af hverju var ríghaldið í það prinsipp þá er það að minnsta kosti farið nú. Í einhverri mynd. En ég hef samt aldrei farið í Perluna þó ég muni kannski ekki glögglega af hverju ég er á móti því.
Takk fyrir heimboðið á síðuna Heiða.

11 ummæli:

Heiða María sagði...

Velkomin Sigrún Sif :)

Vaka sagði...

Sæl esskan og velkomin :)
Að vísu fattaði ég þetta ekki strax, skildi ekki af hverju Sigga Soffía hefði skipt um log-in -plebbi :o/

Heiða María sagði...

Ég man annars ekki tölvupóstfangið hjá Jóni Grétari, hvert er það?

andri sagði...

Velkomin Sigrún og takk fyrir skemmtilega tíma í leshópnum. Þar sem þú ert kominn á síðuna og blússandi mentalistarnir heiða maría og Baldur eru nú þegar, geri ég ráð fyrir skemmtilegum umræðum...

Heiða María sagði...

OK, hvernig er ég blússandi mentalisti, Andri klandri?

baldur sagði...

Velkomin SigrúnSif.

Heiða, það sjá það allir sem vilja sjá það. Ég var að lesa í bók að við sjáum það sem við viljum sjá vegna þess að við veitum því aðeins athygli sem við viljum heyra. Þú ert mentalisti en heldur annað vegna þess að þú villt halda það.

Vaka sagði...

Netföngin hans Jóns eru:

jon_gretar@hotmail.com

og

jonsi@hi.is

En hann er örugglega ekki í sínu besta ástandi í dag he he...

andri sagði...

Þetta var nú mentalistalegt hjá þér baldur - alltaf eins með þig, dulbúinn dúalisti (úlfur í sauðsgæru).

Varst ÞÚ ekki vinkona Russells?

baldur sagði...

Andri. Þú ert búinn að segja að ég sé mentalisti og ég neitaði því ekki. Veit ekki hvað það er sem þú villt meina inn í þér með þessum ummælum, því það fylgdi heldur ekki sögunni af vinkonu Russels að hún væri mentalisti. Hún var solipsisti. Þetta tvent fellur ekki undir sömu skilgreiningu, eins og þú veist.

andri sagði...

Það er stigsmunur á ykkur ekki eðlismunur. Mentalistar eins og þú eru uppgjafa kartistar, og þið virkilega eru solipsistar, en þið haldið eitthvað annað vegna þess að þið viljið halda það og þið takið bara eftir því sem þið haldið að þið viljið taka eftir ef þið héldu að þið vilduð taka eftir einhverju upp á annað borð sem þið vildu meina að þið héldu (ég var nefnilega líka að lesa bók um þetta)

baldur sagði...

Ég held ekki.