fimmtudagur, september 22, 2005

Ég var klukkaður

Ok, Heiða hér kemur það

1. Ég kunni gleðibankann utan að þegar ég var 8 ára.
2. Ég fór einu sinni heim með 40 konu, þegar ég var svona 18-19, ég fór heim þegar ég áttaði mig á alvöru málsins og hún gaf mér kettling, sem ég fór heim með. Móðir mín varð miður sín yfir heldur misheppnuðum syni og sagði að ég kynni ekki muninn á "kellingu og kettlingi".
3. Ég æfði mark í mörg ár og var mikill frumkvöðull að því sviði, þar sem ég gat bara fleygt mér í hægra hornið.
4. Ég geymdi kíkvaðrat glósur á klósettinu í ár (kom alltaf blúps þegar ég kom að marktektarkaflanum)
5. Ég var einu sinni trúaður, fannst tilfinningagreind æði og þótti heilmikið vit í pýramída Maslows.

Ég klukka Vöku, Baldur, SigrúnuSif, Bogga og Lilju

4 ummæli:

Heiða María sagði...

Hehe. En það þýðir ekkert að klukka Bogga, hann er búinn. Eða má maður klukka aftur?

Nafnlaus sagði...

Þegar maður veit ekki um hvað þessi leikur snýst..heldur maður að einhver reglulega flámæltur eða lesblindur sé að reyna að segja manni að hann/hún hafi verið "klikkaður" en sé það þá væntanlega ekki lengur. Þetta er mega sensí á netinu. Ég er hætt í sensí...Svo gleymi ég alltaf passwordinu mínu oh...Kv. Ssif

Vaka sagði...

Andri: Mahahaha :) Ég trúi ekki að þú hafir sagt frá kíkvaðrat-glósunum á veraldarvefnum!!!

Sirúnsif: Það tók Andra fleiri mánuði að muna passwordið sitt og það er engin afsökun. Koddí sensí með okkur það er svo holt fyrir sálina.

Andri Fannar sagði...

Sigrún, þetta er klukk, ekki klikk. Leikurinn snýr að því að segja fimm tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig (real self en ekki ideal self, t.d væri ideal self með non-linear regression á klósettinu en real self ræður ekki við meira en kíkvaðrat). Hættu svo þessu voli og farðu eftir reglunum, þú varst klukkuð...