mánudagur, september 26, 2005

HÓPEFLI!!

Jæja rottur, ég hef fundið gott námskeið fyrir okkur:

Starfsmenn fyrirtækisins er þeirra verðmætasti auður. Samvinna, samstarf og góð og heilbrigð samskipti starfsmanna einkenna góðan starfsanda sem er jafnframt ávísun á gott gengi og styrkleika fyrirtækja. Hópefling spilar lykilatriði í að innri þroska fyrirtækisins og jafnframt nauðsynlegur þáttur í að viðhalda góðum starfsanda. Hópefli Eskimos byggir á áhrifaríkasta þættinum í hópefli, en það að yfirgefa hið daglega vinnusvæði (hugarumhverfi) og gera eitthvað skemmtilegt og eftirminnanlegt (upplifun og tilfinningar) saman í öðru umhverfi. Slík upplifun skilur eftir sig góðar minningar sem starfsmenn nærast á í langan tíma.Eskimos býður uppá margskonar hópefli og sérhannar lausnir sem endurspegla þörf og markmiðum viðskiptavinarins hverju sinni. Við bjóðum uppá skemmtilega leiki og þrautir ásamt margskonar afþreyingu í bland við fræðilegan fyrirlestur sé þess óskað. • Liðsandauppbygging •
Lausn þrauta sem liðsheild • Uppbygging trausts • Ákvarðanataka • Samskiptahæfileikar • Ættbálkaleikar, “Surrivor” leikir, fjársjóðaleikir, slagurinn um fánann, Bændaleikar, “mistery” leikar og mfl. • Afþreying; fjórhjólaferð, hellaskoðun, jöklaferð, snjósleði, jet ski, paintball, kajak, hestaferð, ísklifur og mfl.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Editorial: Journalism morphing
'THIS space defunct' could be an epitaph for editorials like this. The days may be numbered for media as the dominant force in setting the public agenda and steering the will of the populace and leadership.
Hi, I was just blog surfing and found you! You might find mine of interest, go see my work from home related site. It isnt anything special but you may still find something of interest.

Nafnlaus sagði...

"en það að yfirgefa hið daglega vinnusvæði (hugarumhverfi) og gera eitthvað skemmtilegt og eftirminnanlegt"

ok, er daglega vinnuumhverfi hugarheimur og hvaða fyrirtæki myndi vilja senda starfsmenn sína í burtu til að gera e-ð skemmtilegt og eftirminnanlegt, er fólk ekki að játa að vinnan sé þá grútleiðinleg?

Heiða María sagði...

Alveg sama hvað þér finnst þetta asnalegt, Andri, þá er miklu skemmtilegra að vinna á vinnustöðum þar sem eitthvað svona er gert með starfsfólkinu (bara til þess að hrista hópinn aðeins saman).

Nafnlaus sagði...

það kallast skemmtun: óvissuferð, koktail-party, eða hvað sem er. Hæpið, Jargið og aukarukkun fyrir innri þarfa endurspeglun hópeflis fyrirtækja er óþarfi.

Andri Fannar sagði...

Það sem fer í taugarnar á mér við svona hluti er að menn eru að gera sjálfsagða hluti að einhverskonar hjáfræðum og rukka fyrir þá.

Auðvitað eiga starfsmenn að koma vel fram við hvern annan, auðvitað á fólk að skemmta sér saman, auðvitað eiga yfirmenn að vera kurteisir við starfsfólk - en það er óþarfi að búa til námskeið, sem er aragrúi af - og rukka hundraðþúsund kalla fyrir að segja fólki þetta. Það er því sem ég mótmæli

Ýmir sagði...

Einhvern veginn er ég hrifnari af því að fá hærri laun en að einhver hjáfræðingur (gott orð, annars) þiggi greiðslur fyrir það að skipuleggja fyrirtækjafyllirí og stubbaknús úti í náttúrunni.

Bara svo maður láti eitthvað fara í taugarnar á sér.

Vaka sagði...

Það er ekki endilega skemmtilegra að vinna á vinnustöðum þar sem þess er krafist að maður fari á leikjanámskeið fyrir fullorðna! Mér finnst ekkert gaman að segja banani með tunguna út úr mér eða grípa yfirmenn mína í tíhíhí-fliss-kasti yfir hvað þetta sé nú allt sniðugt, en þegar það er skipulagt á vinnutíma þá Á maður að taka þátt.
Hins vegar hef ég mjög gaman að skipulögðum ferðum utan vinnutíma ;) Misti mig meira að segja svo mikið í keppnisandanum einu sinni að ég át ánamaðk :p Svoleiðis ferðir eru yfirleitt skipulagðar af starfsmannafélgi sem maður ræður hvort maður borgar í og getur valið hverju maður tekur þátt í þ.e. voluntary stubbaknús.

Heiða María sagði...

"Það sem fer í taugarnar á mér við svona hluti er að menn eru að gera sjálfsagða hluti að einhverskonar hjáfræðum og rukka fyrir þá."

OK, sammála þessu.

Guðfinna Alda sagði...

Djöfull eruð þið neikvæð maður!
Finnst bara ekkert að því þó vinnustaðir geri e-d svona með starfsfólki sínu.. Og er þetta e-d verri viðskiptabransi en hver annar?? Ekki segja mér það að þið mynduð frekar vera í vinnunni heldur en fara í snjósleðaferð með vinnufélögunum.. Þið eruð bara orðin of einræn eftir þessa veru ykkar í kjallara Odda !!

Andri Fannar sagði...

Guðfinna, þú skilur þetta ekki. Ég sagði að það væri gott mál að hrista hópinn saman, en wankið og hjáfræðin í kringum það (sem kostar fullt af peningum) er alger óþarfi - það gerir lítið úr vel gefnu fólki sem fattar hversu mikil vitleysa það er.