föstudagur, september 30, 2005

Klukk og aftur klukk

Þar sem að ég hef alltof mikið að gera er best að láta frestunaráráttuna blóstra og svara loksins klukkinu.

1. Þegar ég var lítil þá fóru foreldrar mínir með mig til Hollands. Mamma mín sagði mér að ég mætti taka með mér eina tösku og setja í hana það sem mér þætti fallegast. Og hvað fannst mér nú fallegast? –Jú auðvitað íslenskt grjót! Þegar móðir mín komst að þessu reyndi hún að útakýra fyrir mér að það væri ekki hægt að flytja grjótið aftur heim og að kannski þætti einhverjum hollenskum krökkum það fallegt (á efri árum dreg ég þetta í efa, held í mesta lagi sé einhvert hollenskt jarðfræðigrey sé á miklum villigötum). Það varð úr að móðir mín losaði fjölskyldun við grjóthlassið en til þess að mótmæla þessum aðgerðum strauk ég út um gluggan og hjólaði í burtu á alltof litla hjólinu mínu.

2. Þrátt fyrir háan aldur og gráðu í sálfræði hlæ ég ennþá að kúkabröndurum.

3. Ég hef lært eftirfarandi um fólk frá öðrum löndum:
a. Ekki kalla 2 metra þýskan dyravörð nasista.
b. Ekki halda skandinavíska kvennréttindaræðu yfir vopnuðum Tyrkja.
c. Ekki reyna að kenna Ítala á farsíman sinn.

4. Ég man ennþá hvað strákurinn sem henti sandi í mig á leikskólanum Kópahvoli heiti fullu nafni. Hann heitir Einar Jónsson.

5. Ég er með einhverskonar neglect syndrom og brýt stundum vinstri helminginn á mér. Ég hef sem sagt brotið vinstri litla putta, vinstri ökklinn á mér er víraður saman eftir Animu-djamm, vinstiri framtönnin mín er einhvers staðar í holræsakerfi Reykjavíkur (nema hún sé komin lengra –hef ekki talað við miðilinn minn nýlega) og yfir vinstri hluta höfðuð kúpunar liggur samangróin sprunga (einhver staðar hjá málstöðvunum...).

Þar hafiði það. Ég klukka Jón Grétar, Binna, Garðar Örn, Ástí og Magga Blö.

6 ummæli:

Heiða María sagði...

Hehe ;)

Andri Fannar sagði...

má maður efast um greind 2 metra dyraverða?

Ýmir sagði...

Vegna þess að þeir eru svo hávaxnir, meinarðu?

Vaka sagði...

Já auðvitað, taugboð fara ekkert hraðar þótt vegalengdin sé meiri he he... ;)

Vaka sagði...

...sko sjáðu bara ég litla manneskjan var svo spítí að tölvan náði ekki einu sinni að skrifa taugaboð bara taugboð ;þ

Ýmir sagði...

Við gerum þá ráð fyrir að dyravörðurinn væri sneggri (og þar með greindari, væntanlega) ef hann væri:
a) Einn og fimmtíu
b) Með míkrósefalus

Góðar stundir.