sunnudagur, september 18, 2005

Plebbi!!!

Ég var núna að koma úr skírnarveislu hjá Vöku litlu sem ég mætti OF SEINT í!!! Ég sem sagt misti af skírninni sjálfri! Og af hverju? -af því að ég var að gimpast niðri í kjallara Odda og gleymdi mér. Er hægt að vera meiri fáviti?!

Ég skammast mín alveg niður í rassgat fyrir þetta klúður!!!
-en er jafnframt að springa úr monti yfir því að eitt best heppnaða barn í þessum heimi skuli heita Vaka :D

Hvernig bætir maður fyrir svona?
Kaupir eitthvað dýrt?
Gengur í þjóðkirkjuna?
Gefur út barnapössunar ávísun með óútfylltum gildistíma?

Einhverjar hugmyndir?

6 ummæli:

Heiða María sagði...

Barnapössun hljómar vel. Er hún Vaka annars dóttir systur þinnar?

Vaka sagði...

Nei mín heiðingja-ætt skírir ekki. Hún er dóttir Jöru (sem var í sálfræði) og Garðars.

Ýmir sagði...

Það er nokkuð sama hvað þú hefur gert af þér, það að ganga í ríkiskirkjuna myndi bara bæta gráu ofan á svart.

Annars hef ég ekkert uppbyggilegt til málanna að leggja.

Vaka sagði...

Það var nú kannski heldur ekki líklegasti kosturinn (bara svona sett með til að sýna yðrun). Annar ættir þú að þekkja þessi plebbaköst þar sem að það er nú ekki langt síðan ég skráði börnin þín sem inf en ekki chd í tölvukerfi FÍ :o/

Vaka ofur-plebbi

andri sagði...

Vaka hefur enn sannað sig sem fremsti meðlimur spessials peobles club. Þú ættir tvímælalaust að ganga í sértrúarsöfnuð og skrifa bréf í morgunblaðið um kynvillinga, um illa vísindamenn og að konur ættu að sýna mönnum undirgefni (og drulla sér heim að ala upp börnin)....Mér þykir það refsing við hæfi, en ykkur?

Ýmir sagði...

Æ, ég veit ekki, ég er hrifnari af uppbyggilegum refsiaðgerðum - ekki t.d. að fjölga hræsnurum í ríkiskirkjunni.