þriðjudagur, september 06, 2005

Ættu rottur að fara e-t saman?

Ég var að spá hvort kjallararottur og sálrottuvinir þeirra ættu að kíkja saman, t.d. í sumarbústað á næstunni.

Hvað finnst ykkur um það?

10 ummæli:

Heiða María sagði...

Jemm jemm, hljómar alveg vel. Annars er ég að jafna mig á djammi síðustu helgar og langar að taka næstu helgi í afslappelsi.

Vaka, skulda ég þér ekki fyrir farinu heim?

Nafnlaus sagði...

ég vildi ekki meina næstu helgi, a.m.k inn í mér. ég vildi meina einhver af næstu helgum, inn í mér.

Borgþór sagði...

Ekki tala undir rós Andri.. Hvað vildiru meina svona í alvöru??

Vaka sagði...

Ég veit ekki með heila helgi, önnin er rétt byrjuð og ég er upp að olbogum í eigin skít :(

Annars er þetta svo sem ekki dagurinn til að spyrja mig um djamm...

Heiða mín þú mátt eiga farið heim :)

andri sagði...

þú með þinn olnboga og skít, sem skýrist af tilgangslausum fylleríum á þriðjudögum - það þarf ekki að vera heil helgi og botnlaust fyllerí - heldur að stór hópur af rottum hittist, sem við gerum mjög sjaldan - í stað þess að fara tvö eða þrjú saman á hvatvíst fyllerí og monga, sem gerist oft.

Jaðarmarktekt....

Guðfinna sagði...

Myndi ég flokkast sem sálrotta? Eða er ég kannski ekki komin á þann virðingarstall hjá kjallararottunum???
kv.
Guðfinna sem þráir ekkert heitara en að fá að vera sálrotta !!!!!!!

Heiða María sagði...

Þú ert sálrotta! Á ég annars að bæta þér á blogglista kjallararottnanna, það hefur allavega enginn mótmælt því enn...

baldur sagði...

Heiða, ekki bíða eftir samþykki allra. Sumir af rottunum skrifa aldrei hérna lengur þannig að það er spurning hvor er meiri rotta í raun, guðfinna eða þeir sem aldrei skrifa (spurning hvort þeir lesi þetta einu sinni). Enginn hefur mótmælt neinu af þeim nöfnum sem þú tilgreindir hérna fyrir löngu. Þau eru öll velkomin.

Varðandi fyrirhugaða ferð, þá mæli ég frekar með því að við hittumst eitthvert kvöldið og borða saman eða e-ð. Næturskuldbinding verður frekar til slakrar mætingar. Það væri jafn vel bara sniðugt að hafa það í miðri viku eða á sunnudegi, e-n tímann þegar ég og Vaka eigum að mæta í tíma kl. 8 daginn eftir.

Er ekki bara sanngjarnt að láta heiminn snúast í kringum okkur tvö?

andri sagði...

Jú, ég ætti að setja þig í samband við einmanna sólipsistann sem Russell ritaði um. Mér skilst einnig að kona á Hornströndum tali einkatungumál, þannig þið getið verið í matarboði þar á virkum degi.

Lilja sagði...

Úff, ég er til í djamm eða sumarbústaðaferð, EFTIR BA. Miðað við kvíðaköstin sem ég er farin að fá (já, ég fæ þau líka stundum) þá hef ég ekki gott af því að fara úr bænum, eins mikið og mig langar til að detta í það :'(