sunnudagur, október 09, 2005

Andra Læri og kartöflur

Vegna mikillar eftirspurnar (Binni) og vegna þess að við ræðum alltaf um hið sama, hefi ég ákveðið að setja eina gerð af andra læri á vefinn til að glæða líf ykkar merkingu.

Andra Læri
1 Ferskt ókryddað læri

Þekjið lærið með örlitílli ólífolíu.
Setjið salt á lærið (Maldon), pipar (svartur, ekki malað drasl) væri fínn líka, en farið sparlega með það.
Setjið Lamb Islandia (pottagaldrar) yfir allt lærið - hálf krukka er fín
Setjið þurrktað (eða ferskt) rósmarín með, það má vel setja 1/4 úr krukku eða 1/2 - 3/4 af pakka sem er ferskur. (það má líka bæta við Oreganó, það skemmir ekki, ef það er ferskt setjið það á þegar 1/2 tími er eftir á lærinu þegar það er eldað)
Sneiðið hvítlauk í örsmáar sneiðar, setjið yfir lærið (svona 2 geira).

Best er að setja lærið í álpappír og inn í ísskáp í 2-3 daga.

Setjið lærið í steikingarpott. Setjið smá vatn (1/2 glas) líka.
Hafið lærið á 180-200 í svona 15-25 mín (fínt að setja ekki lokið á steikingarpottinn á þessum tíma)
hafið það á 120-140 í 65-90 mín (þið sjáið hvernig það lítur út, sumir vilja rautt, aðrir ekki).
Verið dugleg að setja vatn í pottinn.
Þetta ætti að mynda snilldarsoð sem þið getið notað í sósuna.

Plebbasósa:
fyirr 3-5 2pk Knorr raudvinssauce
Bræðið smjör, og hrærið saman við pakkanum.
Setið soðið út í (frá lærinu, minnislausu hálvitar). Dugleg að hræra, já.
Setjið matreiðslurjóma (svona 1/2 - 3/4 af fernunni)
Setjið rauðvín út í (1 rauðvínsglas)
Setjið kirseberjasauce 1 teskeið
Smakkið: Ef að sósan er of sæt: Meira rauðvín, pínu kraft ef þið eigið ekki sof
Ef að sósan er of sölt: Setjið eina teskeið í viðbót af kirsjeb...
Ef að sósan er of bragðmikil: Setjið meiri rjóma, pínu vatn kannski.

Andra Kartöflur(fyrir 3-5):
6-8 bökunarkartöflur. Taka hýðið af. Skera í helming. Skera í helmingana, eins og þið væruð að skera skífur, en ekki alveg í gegn.
Bræðið 1 lítinn smjör. Hella smjörinu yfir kartöflunar, passið ykkur að eiga smá eftir.
Sneiði ferskan hvítlauk og setjið yfir kartöflunar (setjið slatta). Setjið líka Maldon Salt.
Þurrkað oregano (pottagaldrar, það á varla að sjást í kartöflunar!). Passið ykkur að krydda þær vel.
Setja inn í ofn á 160-180 í svona 60-90 mín.
Þegar 20-30 mín eru liðnar, hellið smjöri yfir aftur.

Þegar þið eruð orðin jafn feit og ég, þá kunnið að elda þetta.

6 ummæli:

Andri Fannar sagði...

Eitt sem ég gleymdi með að krydda lærið - það á ekki að sjást í það fyrir kryddjurtum - þannig ef það sést vel í það, þá setjið meira.

Edilon táfýla sagði...

Ef þetta væri vísindagrein í rýndu riti fengi hún ekki háa einkunn hjá mér!

Læri:
1. Aðferð. Það er ekki tekið fram hvaða tegund af læri skuli nota eða af hvaða stærð. Það er, á að nota lamb eða svín eða skiptir það engu máli? Eru 90 mínútur við 120 gráður nóg fyrir 5 kílóa svínslæri?

2. Skilgreiningavandi. Svartur pipar er ennþá svartur þótt búið sé að mala hann. Hann er ekki heill lengur eftir þá meðferð en mjög svartur.

3. Siðferði. Skýrt er tekið fram að nota skuli ákveðna tegund af salti (Maldon). Getur verið að höfundur hafi hagsmuna að gæta? Allt salt er sama efnið og engu máli ætti að skipta hver framleiðandinn er. Ef salt inniheldur eitthvað annað en NaCl er það ekki salt.

Kartöflur:
1. Ritstuldur. Þessi uppskrift heitir Hasselback kartöflur og er upprunnin frá Svíþjóð. Hér gleymist að geta heimilda þótt afbrigðið sé ef til vill sér uppfinning höfundar.

Heiða María sagði...

Mmmm, Andrakartöflur...

andri sagði...

Tjörvi minn.
Rotturnar vita að þetta er lambalæri. Þau eru yfirleitt svipað stór. Svo hef ég ekki tímasett nákvæmlega eftir kg, fjölda - en þú getur gert það fyrir allar tegundur, skráð á línurit og reiknað marktektarstuðla. Ég vissi ekki að þessar kartöflur væru e-a annara, þar sem ég hef aldrei séð slíka. En þú getur tekið þessar athugasemdir, ásamt stuðlunum, skrifað það á blað og faxað það....til mín.

Vaka sagði...

Takk Andri minn en fyrir þá sem eru ekki jafn færir í þessum málum ætla ég að deila minni vitneskju um eldamennsku:

Pylsur: þegar ein springur þá eru hinar tilbúnar.
Egg: það sama.

Já mér er sagt að maður læri víst betur með umbun en refsingu t.d. í formi háværs reykskynjara (handahófskennt dæmi auðvitað).

P.S. Smá viðbót: Setja inn í ofn á 160-180 í svona 60-90 mín OG stillið klukku... ;)

Edilon táfýla sagði...

Iss, kjáni ... Það er ekki hægt að reikna marktekt á lambalæri! T-prófs steikin kemur úr nauti.