föstudagur, október 14, 2005

Hámark sjálfumgleðinnar?(-þetta er spurningarmerki!!!)

Um grein Sigursteins Mássonar í Mogganum í dag.
Svo er að sjá að þetta sé hið ágætasta mál. Sigursteini má að sjálfsögðu alveg finnast að minnsta kosti ég, leiðinleg og ekki þess umkomin að svara fyrir mig. (Mér finnst til dæmis doktor Phil ekkert sérstaklega skemmtilegur og ekki þess umkominn að segja allt sem hann leyfir sér að segja. En það háir honum varla mjög ).
Sem sagt af tvennu illu er það skömminni skárra að einhverjum þyki ég og vinir mínir ekki skemmtileg (það er ekkert tiltökumál og ef til vill daglegt brauð)en að skorin okkar í heild og með henni okkar annars ágætu kennarar séu dregnir opinberlega í svaðið á fullkomlega óréttmætan hátt. Nú heldur hann því ekki sérstaklega fram lengur að þeir séu hin verstu varmenni. ÞAÐ ER GOTT.
Það er þó mín persónuleg skoðun svo ég komi henni að, að Sigursteinn sé alls ekki umkominn þess að vera einhver "allsherjar" talsmaður fyrir reynslu allra háskólanema sem þjáðst hafa eða þjást af geðröskunum. Þar hef ég, án þess að nánar sé út í það farið, nokkuð til míns máls. Gott er auðvitað gott og ef vel er gert við fólk þá er það hið besta mál.
Það sem mér finnst skjóta skökku við hér er hvernig maðurinn talar um það sem almennt þykir sjálfsagt eins og það sé í einhverjum skilningi ósjálfsagt fyrir öðrum en honum sjálfum (og hans útnefndum) . Sigursteinn hefur augljóslega engan einkarétt (og aftur,hans útnefndir), hvorki sem geðfatlaður eða fyrrum nemandi eða hvað sem er, á því að vilja vera góður við þá sem á því þurfa að halda. Hann er hvorki að finna það upp í fyrsta skipti eða uppgötva það í neinum skilningi að gott er að koma vel fram við aðra. Sérstaklega þá sem minna mega sín. Samt talar hann þannig. Hámark sjálfumgleðinnar það.
Mér leikur forvitni á að vita hvaða kennarar það eru sem vilja halda óbreyttu ástandi ef það kynni að kosta nemendur þeirra geðheilsuna? Enginn myndi ég álíta. Nóg um það.
Á umræddum stofnfundi Maníu voru einróma samþykkt markmið félagsins um að stuðla að bættum hag fólks með geðraskanir innan hálskólans. Það má taka það fram að ég (og vinir mínir líka) var stödd þar. Flest sem þar kom fram var hið prýðilegasta. En í vissum skilningi var það nú meinið. Það sem mig langar að heyra betur og mér fannst ekki hafa komið nógu skýrt fram fundinum er: a) Hvernig verður unnið að slíkum markmiðum? hvernig bætum við hag geðfatlaðra héðan í frá í Háskólanum? Þurfum við fleiri námsráðgjafa eða sálfræðinga eða hvorutveggja?, skemmtilegri kennara? skemmtilegri samnemendur? minni námskröfur? betri nemendafélög? ítarlegra eftirlit með líðan nemenda? Allt þetta? Fleira? Hvernig verður því komið við?
b)Hvert er mitt hlutverk í þessu öllu sem nemanda og áhugamanns um bætta líðan og aðgang geðfatlaðra að námi? Hvernig get ég sem manneskja stuðlað að bættum hag í þessum efnum nákvæmlega? (Ég geri mér ljóst að það dugar skammt ef þá nokkuð að ég reyni að vera skemmtilegri).
Það er án efa margt hægt að gera. En ég leyfi mér að efast um að hægt sé að hjálpa fólki sérstaklega án þess að vita hvaða fólk það er sem þarf að hjálpa. Það hlýtur því að vera frumskilyrði að fólk sem þarf á sérstakri hjálp að halda geri vart við sig við þá sem eru í stöðu til að styðja við bakið á þeim. Það skiptir ekki máli hversu viljugt fólk er almennt til að hjálpa ef það veit ekki hverjum á að hjálpa. Mér fannst þetta atriði svolítið gleymast í umræðunni á fundinum. Ekki svo að skilja að ég viti ekki að það er oft erfitt af mörgum ástæðum fyrir fólk sem líður mjög illa að leita eftir hjálp. Það þýðir þó ekki það að aðrir vilji ekki að viðkomandi líði betur, bara aðeins ef þeir vissu það.
Það er mín persónulega reynsla enn og aftur að bæði samnemendur mínir og kennarar eru hið vænsta fólk sem hefur verið boðið og búið að styðja við bakið á mér (bókstaflega fyrir þá sem skilja :)) þegar þeir hafa getað. Það er mín trú að þegar upp er staðið þá muni umrætt málefni og markmið vega þyngra en tilfallandi persónulegar og stundum órökstuddar skoðanir. Ég er hjartanlega sammála Sigursteini um að áfram skuli haldið og umræðan sé þörf á málefnalegum grundvelli. Málefni og markmið ofar eigin hag myndu einhverjir segja. Ég er sammála því.
Amen.

6 ummæli:

baldur sagði...

Svo virðist sem athugasemdir okkar og spurningar séu ekki svaraverðar vegna þess að í raun var aldrei neitt sagt. Aðeins spurt. Það var spurt hvort hroki og mannfjandsem ríki við skólann og hvort andlegri velferð nemenda sé kerfisbundið stefnt í voða. Því var ekki svarað. Ég sé fyrir mér að hann hafi staðið í pontu og spurt og sagt svo: Ég bara spyr. Hvað fynnst ykkur?

Undarlegt samt að tilgreina sérstaklega sálfræðiskor og læknisfræði- og lögfræðideild þegar aðeins er spurt. Mér virðist sem dregið hafi verið í land, þ.e. að í raun hafi verið staðhæft en ekki verið hægt að standa við staðhæfingar. Fullnaðarsigur? Ég bara spyr. Hvað haldið þið?

Nafnlaus sagði...

Það hlýtur að vera. Fyrst að hann sagði ekkert - heldur einungis spurði - og að það hafi verið átak í geðheilsumálum skólans, þá er það hið besta mál. Ég skil samt ekki hvernig forseti læknadeildar og allir sem voru á fundinum gætu verið sammála því sem hann sagði, ef hann sagði í raun ekki neitt. "ER mannfjandsemi í sálfræði?"..."Já ég er sammála"...Sammála hverju? Sammála spurningu? Eða sammála því að það sé mannfjandsemi. Og ef hann er sammála því - þá er hann ekki sammála Sigursteini, sem sagði ekkert heldur spurði, heldur er hann sammála SVARI á spurningunni. Þannig, Sigursteinn hlýtur að vera að ljúga. Og hvernig getur formaður geðhjálpar leyft sér að tala niður til annara og telja þeirra athugasemdir ekki svaraverðar, ef honum er svo annt um geðheilsa stúdenta. Erum við ekki stúdentar? Hefur ekkert okkar átt við geðrænan vanda að stríða? Þetta hefur líka vakið mann til umhugsunar - fanney fjarlægði debatið af netinu þegar fólk svaraði rökum hennar, neyðarástandið í sálfræði ríkti í 2 daga og Sigursteinn sagði í raun ekki neitt - heldur einungis spurði, svona eins og Sókrates (og við erum heimska fólkið sem heldur að hann sé að fullyrða). Þetta er fullnaðarsigur....næsta vígstöð er að útrýma póst-módernískum hjáfræðum og gagnrýnislausri hugsun.

Vaka sagði...

Lært umkomuleysi

Lært umkomuleysi getur skapast þegar viðleitni fólks til að koma inn gagnrýnni hugsun hjá öðrum er endurtekið mætt með hroka eða ummælum um að fólkið sé leiðinlegt.

Þetta má til að mynda gera með því að benda fólki á að það sé ekki umkomið því að gagnrýna þá sem t.d. gagnrýna kennslu við æðstu menntastofnun landsins. Annarri gagnrýni má svo svara með því að fólk sé ekki svaravert. Ekki er verra að fjalla svolítið um eigið ágæti í þessu samhengi.
Ef fólk þráast við er best að segja því bara að umræðurnar séu orðnar útþynntar og leiðinlegar og best er að segja því jafnframt að það og vinir þeirra séu bara leiðinleg.
Með þessu móti má brjóta niður hvaða rök sem er!

Þess skal þó getið að þeir sem reyna að koma inn lærðu umkomuleysi hjá öðrum gera það eingöngu og algerlega í þágu geðheilbrigðis.

baldur sagði...

"If high scorers on Paranoid perceive that anyone is trying to control or influence them, they concider this að personal encroachment on their independence and will attack and humiliate the encroacher. As a result, they frequently induce fear and exasperation in others. Unfortunately, their system of making sense of the world is self-fulfilliing."

"Because therapy tries both to influence clients and to loosen habitual ways of perceiving the world, these people are difficult to work with. As a result, their prognosis is poor."

Ssif sagði...

ERUÐ ÞIÐ SAMMÁLA ÞESSARI SPURNINGU?

Andri Fannar sagði...

Ég skal svara henni: Já.