sunnudagur, október 16, 2005

Útskriftarveisla hjá kjellinum

Rottur allra kjallara, sameinist í útskriftarveislu Andra í skaftarhlíð 10 kl 20:00 á Laugardaginn. Bjór, hvítt, rautt og snyttur í boði (ég er að bjóða vímuefni vitandi það að það er einn stærsti áhættuþáttur geðraskanna, enda er ég mannfjandsamlegur með eindæmum). Þeir sem eru það functional að eiga maka er velkomið að taka hann með.

Komast ekki allir?

20 ummæli:

Sigga sagði...

Ekki panika kæru rottur, veislan er vitanlega í kjallaranum í Skaftahlíð 10 :)

Vaka sagði...

Úúúú kjallari með snyttum -ég læt mig ekki vanta (en Henry verður eftir heima -áfengi fer eitthvað ill í hann) :D

Vaka mús

Sigga sagði...

takk fyrir síðast Vaka mín :) Afhverju held ég að snittur séu ekki það sem laðar þig að, konuna sem finnst humar vondur. Neinei Vaka mín þú veist hvað er besta forspá um hegðún!! ergo við felum vínið fyrir þér svo þú klárir það ekki og Heiðu svo hún sulli því ekki öllu niður ;)

Lilja sagði...

Ég kem, ég kem! Læt mig ekki vanta í snittur (ókeypis matur)!
Vííí

Vaka sagði...

Puuu! :(
...en ef ég lofa að syngja ekki?

Vaka sagði...

Humm... eða að ég hóta að syngja aftur og jafnvel taka dansinn líka ef við Heiða verðum útskúfaðar... Múhahahaha ;)

Andri Fannar sagði...

okei - komast ekki allir (fleiri en vaka og henry)?

Andri Fannar sagði...

já, p.s fanney dóra var að skrifa um ball sem hún fór ekki á. Utan þess hvað það er áhugavert, er hún þess umkomin að skrifa um það ball?

Nafnlaus sagði...

Við hjónin komum. Og ætli ég taki ekki fínan frontal á einhverjum tímapunkti og í tengslum við margvísleg málefni. Gæti jafnvel farið svo illa að ég sýni mína alkunnu danshæfileika, taki orminn osfrv..... skalla þá eflaust gólfið eins og í öll hin skiptin.....rassgat! :/ Gott ef það muni ekki eiga sér stað þegar andri og vaka taka total eclipse of the heart í dúett...hmmm? ;)
Kv. Binni rotta....

Heiða María sagði...

Ég kemst, en Björn kemst því miður líklega ekki.

baldur sagði...

ÉG tel mig þess umkominn að láta sjá mig.

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki einu sinni það functional að ég komist sjálf... hvað þá með maka. En kannski kaupi ég flottan útskriftarhatt í London.

Heiða gleiða (Dóra)

Borgþór sagði...

Ég er maður.. ef það er samþykkt Templara!! :p

Nafnlaus sagði...

finnst þér þú vera þess umkominn að mæta án þess að drekka?

Nafnlaus sagði...

Andri Fannar sagði...

Heimspekileg spurning: hvort ætli fleiri drekki rautt eða hvítt?

Heiða María sagði...

Held að ég sé meira í hvítu núna.

Sigga sagði...

einhver sérstök ástæða fyrir því Heiða?? :)

Heiða María sagði...

Puh! Ertu að gefa í skyn að það sé skárra að sulla hvítvíninu? ÉG SULLA ALDREI! Þetta er allt missýn og ofskynjanir hjá ykkur sökum of mikillar drykkju...

Guðfinna sagði...

Ég mæti :P Drekk bæði rautt og hvítt ;)