mánudagur, desember 05, 2005

Nýju fötin keisarans hvað?

Já ef maður ætlar að vera alvöru kapitalisti þá er best að fara bara alla leið með það er það ekki????
Græða bara nógu mikið á því hversu vel er búið að markaðssetja sjálfstraustið..höldum áfram að selja sjálfstraustið það virðist óþrjótandi lind. Bókaform er snjallt og svo mætti gefa út nokkra hljóðdiska líka og í framhaldi af því útvarpsþætti og nokkur viðtöl í, Kastljósi, Sirrý og þess háttar. Kýlum á það. Vöntun á sjálfstrausti er auðvitað undirrót alls þess sem miður fer hjá manni. Ekki víst að fólk sem er orðið örvæntingarfullt eftir því sem það telur sig vanta..nefnilega sjálfstraust..myndi sjá í gegnum það þó það væri selt í kössum, í vökvaformi eða í lofttæmdum umbúðum.
En bíðum við, er það ekki einmitt þannig? Er ekki prótínsjeik, lífrænar ólífur og eðal lambasteik, Calvin Klein, og ný klipping allt til þess fallið að fólki finnist eitthvað um sjálft sig. Að það sé svolítið betra, svolítið merkilegra, svolítið heilsusamlegra eða hvað sem verða vill í meira magni. Þegar einn kallinn enn var komin á jeppa sagði mamma heitin: "æi vesalingurinn er hann nú að framlengja sjálfstraustinu eina ferðina !". Er ekki stanslaust verið að selja okkur sjálfstraust?
Er það ekki líka svolítið vafasamur munaður að halda að bara vegna þess að maður hefur áttað sig á nokkrum hugtökum alþýðusálfræðinnar að maður sé svolítið betri, svolítið meiri, klárari og gáfaðri en þeir sem kaupa sjálfstraust án málalenginga eða í formi sjálfshjálparbóka? Þið vitið hjá sumum eflist sjálfstraustið heilmikið við að elda fiskibollur í dós með bleikri sósu. Það kostaði, mig að minnsta kosti, töluvert meira að stunda nám í sálfræði til fjögurra ára en því sem fiskibollur í dós kosta. Er ég þá með meira sjálfstraust en sá sem eldaði fiskibollurnar? Ef við vitum svo vel hvað sjálfstraust er hvað er þá annars falskt sjálfstraust? Heldur maður þá bara að maður hafi trú á sjálfum sér eða telja aðrir manni trú um að maður hafi það? Ef það liggur svona ljóst fyrir hvað sjálfstraust er af hverju erum við þá alltaf að reyna að kaupa það ? Af hverju er svona auðvelt að nota það til að manipulera og græða? Það sem ég er að reyna að segja er sennilega að til er það fólk sem hefur mikla trú á sjálfu sér án þess að hafa hugmynd um að það sé haldið því sem menn kalla "sjálfstraust" og líka þeir sem vita allt um hvað það merkir en eiga sáralítið af því. Að sjálfsögðu gengur fólki betur sem hefur trú á sjálfu sér og er jákvætt. Það er fáránlegt að halda öðru fram.
Það sem er ekki í lagi er að sjálfstraust sé meðhöndlað sem söluvarningur og að ágóði hljótist þar af. Hvað eru annars þessar sjálfstraustsrannsóknir? Hvað fær menn til að gera rannsóknir á áhrifum sjáfstrausts á líðan fólks og árangur í lífinu? Heimska bara? Haldiði það virkilega? Hvað með ENINGA MENINGA ALLA VANTAR PENINGA; MONEY MAKES THE WORLD GO AROUND; MONEY MONEY MONEY...er þetta ekki bara hönd Mídasar konungs? Komið með gullið? Gemmér nokkrar tilvitnanir í sjálfan mig og ég skrifa hvað sem er! Rannsókn til sölu kostar eina tölu! Neeeiii think again.
Gróðahyggjan er allsráðandi vitið til. Og ekki koma með eitthvað survial of the fittest, Hobbískt kjaftæði. Við vitum það ef við erum á annað borð að hugsa eitthvað, að það er ekki frumhvati mannsins óháð öllu öðru að bjarga eigin skinni. Hvar værum við í alvöru, mannkynið ef svo hefði verið. Hreint út sagt þá erum við ekki með nógu beittar tennur til þess að það eitt hafi tryggt afkomu okkar að vilja bara bjarga eigin rassi. Við komumst af vegna þess að við höfum (höfðum????) samkennd. Já þið heyrðuð rétt og ég nennekki að hlusta á neitt hugtakakjaftæði um það. Það þýðir að sá mekkanismi hefur valist úr. Við erum greindar verur (með higher cognition if you like). Hæfileiki okkar til að komast af er hæfileiki okkar til að lifa í hóp og finna til samkenndar með öðrum. Hvað haldiði annars að hafi skeð hjá honum Hitler? Var samkenndarstöðin í honum í lagi? Voru spegilfrumurnar hans að virka? Það er eitthvað að þeim sem ekki hafa hæfileika til að hugsa um neitt nema sjálfan sig. Til eru ýmis nöfn yfir það, einhverfa, narsissíska, sósíópati eða sykkópati, ruddi, egoisti eða eins og gengur og gerist (kapitalisk m.s. pigs) fólk með sjálfhverfu í eins miklu mæli og það kemst upp með án þess að hinir fatti það. Hobbes og Freud höfðu rangt fyrir sér um eðli mannsins. Hann Freud kallinn má samt eiga það (ásamt öðrum) að lýsingin hans á (eigin) super-ego er mjög góð. Í daglegu tali er það kallað einfaldlega eigingirni, sjálfselska, sjálfhverfa, sérhlífni, sjálfumgleði, hroki og sitthvað fleira. Út úr henni kemur síðan græðgin, óheiðarleiki, lygin og allt það sem kemur sér illa fyrir aðra en vel fyrir mann sjálfan, í það minnsta í skamman tíma. Var samkenndinni til að skipta hjá Freud eða var hann súperegó kókaínhaus með brenglaðar hugmyndir um eigið ágæti? Var heilinn í honum að funkera eðlilega? Í gróðahyggjunni eiga þessar hræringar líka heima. Vandinn er ekki að við skiljum ekki hvað sjálfstraust þýðir heldur að allir eru að reyna að kaupa það og selja það. Reynið ekki að segja mér að umhyggja fyrir fólki samrýmist gróða- og markaðshyggju í neinum skilningi. Ef P ber umhyggju fyrir X þýðir það að P vill X vel og sjá honum farnast vel en ekki eiga alla peningana hans óháð því hvað verður um X. Það er ekkert til sem heitir umhyggja kapitalistans fyrir öðrum.

3 ummæli:

Heiða María sagði...

Góður pistill Sigrún Sif, og vert að vekja athygli á að samkennd og umhyggja fyrir öðrum er deyjandi hugsjón.

baldur sagði...

Ég dreg í efa að samkennd og umhyggja hafi nokkurntímann verið meira lifandi en núna. Ekki svo að skilja að hún sé meiri nú en áður. Ég á frekar við að maðurinn hefur held ég ekkert breytst. Einingarnar hafa hins vegar stækkað og þá gengur kapítalisminn illa upp. Hann virkaði (eða hefði getað virkað) þar sem samfélög voru lítil og tengsl manna á milli voru meiri. Auðvitað gengur kapítalismi ekki upp í hnattvæðingar samfélagi. Við grenjum yfir sjónvarpinu yfir öllu því hræðilega sem er að gerast úti í hinum stóra heimi, en gefum við pening? Þetta var ekki vandamál þar sem einingarnar voru kannski ekki nema svona 200 manns.

Punkturinn er sá að það er ekki manneskjan (eðlið ef þið viljið kalla það það) sem hefur breyst. Samfélög hafa stækkað og manneskjan hefur aldrei haft pláss fyrir samkennd fyrir fólki sem henni kemur ekki við beinlínis persónulega. Það þýðir ekki að fara að breyta fólki. Það hefur engum tekist.

Ssif sagði...

Já Baldur það er svona þegar maður hefur ómældan tíma til að tala um eðli mannsins en síður til að botna í afkastahermi Lenth's sem ég hélt um tíma að héti Lentl af því það var svo erfitt að læra á hann...