föstudagur, janúar 20, 2006

Hvað á að læra?

Ég er eiginlega orðin sammála henni Heiðu 3bestuvínkonuminni um það að ég hef ekki hugmynd um hvert ég vil fara í framhaldsnám. Ég hef gaman af tölfræði og forspárlíkönum, ég hef gaman af frammistöðustjórnun, sumri klassískri sálfræði, hugarheimspeki, sumri félagssálfræði eins og Gilovich eða Kahneman og Tversky. Svona án djóks - afhverju getur ekki verið til eitthvað prógram í flottum skóla með því flottasta úr pm og svo einhverskonar tölfræði og stærðfræði og einhverskonar grunni í frjármálum.

Kannski er það þá bara MA í póstmódernískum kynjafræðum, með hagnýta sálfgreiningu sem "minor"....

Vitið þið eitthvað hvað rotta án cognitive map á að gera?

6 ummæli:

Heiða María sagði...

Hmm, mér líkar betur við titilinn góðvinkona en þriðjabestavinkona ;) En við þurfum allavega að fara að hittast, Andri minn, og ræða málin :) Hvað segirðu um kaffibolla eftir vinnu í næstu viku? Svo hittumst við nú örugglega hjá Guðfinnu á morgun.

Andri Fannar sagði...

kaffibolli hljómar vel, enn bjór nær þér í fyrsta sætið

Heiða María sagði...

Bjór á morgun :D

Nafnlaus sagði...

þið eruð samt ekkert að hjálpa mér. Pakk.

baldur sagði...

Ég get bara ráðlagt þér það sem ég ráðlagði heiðu á sínum tíma. Taktu Strong prófið! Það segir þér eitt og annað um sjálfan þig sem þú vissir sko ekki fyrir.

Andri Fannar sagði...

Takk fyrir þetta baldur. Mér finnst svona djúp próf svo roslaega spennnandi. þau endurspegla ómeðvitaða löngun mína.

Bara ef ég hefði fattað þetta fyrr.

Framskein.