fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Að allt öðru: Fimmaurabrandarakönnun

Hér býðst ykkur að mæla á fimm punkta fimmaurabrandarakvarðanum hversu mikill fimmaurabrandarahúmor ykkar raunverulega er vinsamlega takið þátt. 1 Niðurdrepandi, 2 hefði alveg mátt sleppa þessu ,3 alveg sama, 4 fyndið, 5 drephlægilegt. Persónulega ætla ég ekkert að gera með niðustöðuna nema bara sjá hvort þið eruð RAUNVERULEGA fyndin í ykkur eða ekki.

Þetta fékk ég í póstinum mínum í dag:

Það er náttúrlega nauðsynlegt að færa lestrarbækurnar til nútímans svo
börnin finni sig í þeim:
Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var
að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar
Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta
Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Kveðja,
ykkar ókrýnda drottning fimmaurabrandaranna.
Ps. Ég samdi þennan ekki sjálf en þigg öll fjárframlög þó ekki sé borgað í fimmaurum, enda þeir ekki á hverju strái.

3 ummæli:

Heiða María sagði...

Ég hló allavega :)

baldur sagði...

Fyndið, ekki drephlægilegt.

Sigga sagði...

Þessi var bara næstum of háþróaður fyrir mitt brandaraskyn :) Var ekki fyrr en í línu fimm sem ég fattaði brandarann!!! hehehe En fannst hann þó fyndinn, þó ég hafi eiginlega hlegið meira að ljóskuskap mínum...