þriðjudagur, mars 14, 2006

Svar við svörum

Afsakið málæðið. Sýnist ég þurfa að fara að opna eigin bloggsíðu eftir alltsaman.
Ég er viss um að þér hefur bara gengið vel Heiða og ég er líka viss um að þér líður betur núna.
Fyrirgefðu Vaka ég gleymdi séð og heyrt..ég er ekki viss um að svoleiðis skeinipappír virki í þessari hugartilraun. Sérstaklega ekki af því að ásetningurinn með því að birta það efni sem í svoleiðs blaði er hlýtur að vera fyrst og fremst að hlakka yfir óförum annarra, gera úlfalda úr mýflugu og allt sem hægt er að gera til að annað fólk geti kjamsað á því sem úrskeiðis fer hjá náunganum. Prófaðu eitthvað virt tímarit. Annars er líka bara hægt að fara út að hlaupa. Hvernig líður manni þegar maður er nýbúinn með klakhljóðum að næra sig á ógæfu náungans??? Líðum manni vel? Ekki lengi? Meira segja sykkópata er alveg sama um ófarir annarra.
Það var einmitt ekki þetta sem ég átti við með því að hugsa um aðra sem líður illa. Ekki hlakka yfir þeim eða fíla sig flottan á kostnað þeirra. Þegar ég hugsa um það gæti mér dottið í hug að verða sár að Jóni Grétari skildi hafa dottið í hug að ég meinti það. Nei nei nei Jón Grétar ég meinti það alls ekki. Séð og heyrt aðfeðin við að láta sér líða vel er "dysfunctional, kannski líka harmful til lengri tíma litið! (Ætti þetta ekki að vera í DSM með hinum persónuleikaröskununum?) Pælingin er ekki að láta sér líða vel af því öðrum líði ver eða hafi það meira skítt. Heldur ef það er svo að maður láti sér annt um aðra HEFUR MAÐUR EKKI TÍMA eða ATHYGLI til velta sér upp úr því að manni líði illa. Meginpunkturinn hér er að gott er að gefa sér eins lítinn tíma og hægt er til að láta sér líða illa. "Frétta gedanken tilraunin" gagnast manni stundum til að festast ekki í augnabliki angistar og algildrar hugsunar um eitthvað sem manni þó þykir skelfilegt. Ég kalla ekki allt ömmu mína hér í hversdagslegum angistarköstum sjálfsagt gera fæst okkar það. Hugurinn er takmarkað fyrirbæri þó hann sé snilldarlega HANNAÐUR (ekki orð um þetta orðalag takk!!!). Athygli okkar á einum tíma á einum stað er takmörkuð. Að gefa sig heilshugar að öðrum gerir stundum manns eigin þjáningar bærilegri. Að minnsta kosti á meðan það er. Sérstaklega ef þær eru eru í tengslum við atburði sem flestir ganga í gengum. Bara ekki allir á sama tíma. Auk þess sem við mennirnir erum fyrst og fremst félagsverur og þrífumst því betur í samfélagi. Í guðanna bænum ekki sitja heima og reyna að láta þér líða betur með því að hugsa um einhvern sem líður ver en þér, þá fyrst fer manni að líða illa. Farðu og reyndu að gera eitthvað fyrir hann, hringdu í hann eða beindu athyglinni að því hvað þú getur gert fyri þann sem líður illa. Þetta hafa menn gert frá örófi alda. Hvað heitir hún annars..móðir Teresa. Hún hlýtur að hafa verið snillingur. Það er gott að hugsa vel um aðra. Það er ekki gott að velta sér upp úr eigin vandamálum einn með sjálfum sér. Það veit alþýðan. Maður gerir hluti aftur ef maður mögulega getur ef manni þykir gott það sem hlýst af þeim. (líka drekka brennivín). Það sem er gott í að láta sér annt um aðra er meðal annars þetta að maður þjáist ekki sjálfur á meðan. Avoidance if you will ?? En þau eru líka góð þessi endorfín og boðefni sem seytast úr heilanum þegar maður leggur sig fram við að vera góður við aðra. Svona erum við gerð af því að það hentaði og hentar þá væntanlega enn afkomu okkar vel að við stöndum bak í bak. Eins og ég hef sagt hér á þessum síðum áður þá erum við hvorki með beittar tennur né getum hlaupið mjög hratt. Samkenndin er það sem skiptir máli. Hann var enginn vitleysingur hann Jesús hann var bara afar skynsamur. Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig [ef þú vilt komast af í mannanna heimi]. Tökum það alla leið bara og virkjum spegilfrumurnar. Það sem skiptir þá máli er að reyna sitt besta til að vera góður við aðra. Svo er auðvitað líka til misskilin góðmennska sem er efni í heilt bloggverk. En það liggur í hlutarins eðli að misskilin góðmennska er ekki góðmennska og ekki það sem ég er að tala um hér. Spegilfrumurnar fyrir þá sem það vilja:).

Engin ummæli: