föstudagur, september 15, 2006

Það er kominn föstudagur (p<0,01)

Ég rakst á ljóðabók eftir Þorstein Guðmundsson um daginn, sem hefur (óskiljanlega) selst afar illa. Hún heitir "Barkakýli úr tré".
Ég segi bara loksins, loksins.

Hér kemur eitt ljóð:

"Ari fróði skrifaði á kindur.
Á tölvunni minni er epli.
Svona endurtekur sagan sig."og annað:
"Öskureitt ljóðskáld
pissaði í matinn sinn."


Í næsta ljóði má sjá þegar höfundur notar annan bragarhátt - en heldur tóninun sem einkennist af samfélagslegri firringu sem endurspeglast í tölvuvædda frjálshyggjusamfélagi okkar:

"Að vera frá Íslandi
skiptir máli.
Eins og munurinn
á salati og káli."


Eitt í viðbót:
"Sá sem lét fýlubombuna vaða
á leið 12
árið 1983
ætti að skammast sín"


Þess ber að geta að það veður gleðskapur hjá mér á vífilsgötunni í kvöld. Tilefnið er að frænka mín á afmæli. Andra kokteill í boði.

3 ummæli:

Heiða María sagði...

Þorsteinn Guðmundsson er að mínu mati fyndnasti maður Íslands. Hann er snillingur.

Borgþór sagði...

Hann er sá allra fyndnasti.. mæli með Fréttalygi Þorsteins á þriðjudögum í síðdegisútvarpi rásar tvö!

En takk fyrir mig Andri, þetta var stuð!

afg sagði...

Já og takk fyrir komuna!

Það rættist ekkert smá úr þessu partý. Hef sterkan grun um ástæðuna.