laugardagur, september 09, 2006

Hugur Pinkers er "blank slate"

Pinker er talinn með 100 áhrifamestu mönnum af Time. Maðurinn er líklega virtasti sál/tauga/tungumálafræðingur sem til er.

Svo ég kíkti á "Blank Slate" bókina hans. Annað eins samansafn af rangfærslum, einfeldni og yfirborðskenndri umfjöllun hef ég ekki séð (ok, kannski fyrir utan Snyder, pómó og mannfræði örbylgjuofna...)

Bókin snýst s.s um það að sýna að "blank slate" eða "tabula rasa" hugmyndin um mannlegt eðli sé röng (eins og að það sé splunkunýtt) og að allt frá "instinctive drift" að menningu megi skýra með erfðum. Látum það algerlega eiga sig að þessi fullyrðing er í besta falli umdeild.

En hvaðan kom þetta "blank slate"? Jú, það byrjaði á Locke og náði hámarki sínu með Skinner og félögum. Þeir sögðu að umhverfið réði öllu, að það væri engin munur á tegundum og að líffræði/erfðafræði/lífeðlisfræði hefði og myndi aldrei skýra hegðun lífvera. Í þeim bókum sem hann vísaði í eftir Skinner, sagði skinner hið gagnstæða (t.d í behavior of organisms). Allir sem hafa lesið e-ð eftir Skinner, t.d "selection by consequences", vita að fullyrðing Pinkers er kolröng. Annaðhvort hefur Pinker ekki lesið nokkurn skapaðan eftir Skinner (heldur það sem aðrir segja um hann, t.d í inngangsbókum) eða hann er að djóka eða plata. [Hér mætti líka benda á að hann hafi í besta falli lesið inngangsbók í 10.bekk um heimspeki, því "tabula rasa" Lockes átti við um siðferði, ekki alla mannlega breytni...það sem hann segir um Hume er álíka vitrænt]

Þetta var ekki eini galli atferlishyggju: Þeir gátu ekki skýrt neitt að viti. Hér segir pinker, í hæðnistóni, hvernig ætti ég að skýra að e-r svari í símann, að áreiti....bla bla....stimulus control..reinforcement...bla bla bla. Þið kannist við þetta. Besta spáin (og skýringin) er auðvitað, segir Pinker, að hann vilji hringja í hana. Málið dautt - frábær skýring. Þetta er ekkert "question-begging" eða marksækin skýring. Afhverju fattaði Skinner þetta ekki?

Að lokum má benda á að Pinker ræðst á "drauginn í vélinni", þ.e að það sé til kartísk sál (hann virðist þó telja, án allra formerkja, að sálræn fyrirbæri, von, ást - whatever - eigi sér nákvæma samsvörun í heilanum). Það má rökstyðja þessa djörfu staðhæfingu segir Pinker með rannsóknum á "split brain" sjúklingum, 1950+ - en kartismi var víst góður og gildur fyrir þann tíma.
En hér sýnir Pinker enn og aftur hversu illa lesinn hann er í öllu sem heitir hugarheimspeki:
Kvíavillan um drauginn í vélinni er sú að við tölum um hug sem hlut af sömu röklegu gerð og líkamann. Og Pinker, með sína barnalegu blöndu af blússandi mentalisma og "ad hoc" gervi-arwinisma, gerir það.

Svona skrif gera mann víst að prófessor í Harvard og MIT - ekki nema að Pinker hafi fengið stöðuna útaf hárgreiðslunni.

5 ummæli:

baldur sagði...

"The foolishness of that comment is so deep that it can only be ascribed to higher education. You have to have gone to college to say something that stupid" (Einhver útvarpsgæi um ummæli einhvers dýra- eða náttúrverndarsinna).

Prófessorar eiga það til að vera hálfvitar alveg eins og við hin. Skrifaðu ritdóm um bókina og fáðu hana birta. Ég tel það mikilvægt því margt af því sem þú tínir til hérna er svo barnalegt að meðal-BA nemar eiga ekki í nokkrum vandræðum með að hakka þetta í sig.

Heiða María sagði...

En Andri er náttúrulega enginn meðalnemi.

Já, Pinker er með geggjaða hárgreiðslu. Hlýtur að vera það.

Orri sagði...

Góð umfjöllun, meira svona!

Þess má líka geta að Locke sjálfur notaði víst aldrei hugtakið "tabula rasa"....Það sagði Magnús mér allavega...

afg sagði...

Fólk sem talar um "tabula rasa" hjá Locke er sama fólkið og segir "cogito ergo sum" og setur upp íbygginn svip, svona eins og Páll Skúlason þegar hann spyr "hvað er raunveruleg þekking?" í kastljósinu. (Það kom prófes. í líffræði í heimsókn til hans í forspjallsvísindum, og talaði um forsetningar í líffræði. Að loknum fyrirlestri setti dr.Skúlason sig í heimspekilegar stellingar og spurði: "Já, en hvað er lífið")

Mér þykir eiginlega leiðinlegast að 99% af sálfræðingum/cog scientist halda að behaviorisminn hafi verið svona - og snúist um þetta - (og hér segi ég ekki að hann hafi verið heimsfrelsari). Markmið cog scie, með verkhyggju putnams og Fodors að leiðarljósi (og Turing prófið fræga) var að líkamna íbyggni - ekki að telja mentalískar skýringar góðar og gildar per se. Og hér eru þeir sammála Skinner (um að íbyggnar skýringar séu ekki réttnefndar skýringar í sjálfu sér, það ber að skýra þær)

Þetta - að skýra marksækni og tilgang á vélrænan hátt - er stórkostlega áhugavert og það sem málið snýst um. Hvernig er hægt að fást við cog/neur science án þess að hafa hugmynd um hvað málið snýst?

Andri Fannar sagði...

P.s. Meira að segja Fodor, functional- og mentalisti (modularity...munið) af bestu gerð(EN, Fodor kann að skrifa og veit hvað hann er að tala um) telur Pinker vera hræðilega barnalegan og hafa rangt fyrir sér um margt (sjá "The mind does not work that way", frábær ritdómur).