föstudagur, október 13, 2006

Það er kominn föstudagur (p<0,01)

Hjáfræði síða Íslands
Ef ég rakst ekki á mestu hjáfræði síðu landsins, þá veit ég ekki hvað. Þetta er þáttur sem heitir "mannlegi þátturinn". Fyrir utan endalausa þvælu um náttúrulækningar, þá má rekast á GULLKORN líkt og hér: http://www.visir.is/mannlegi. "Lífsleikni eykur sjálfsvitund og samhygð".
Þessi síða er reyndar töluvert gróf í að miðla ágæti óprófaðra aðferða.

Pólitík
Mér skilst að stjórnarandstæðan ætli að ganga bundnar til kosninga, sem gefur fólki þá a.m.k skýran valkost. En mig grunar að sjálfstæðisflokinum eigi eftir að ganga þrusu vel, ekki síst fyrir atbeina Dr. Guðfinnu. Afhverju geta ekki verið svona fallbyssur í framboði fyrir vinstri flokkana?
Var að skoða blogg síðu hjá Róberti Marshall, sem er í framboði fyrir Samfylkinguna. Róbert benti á að Guðjón þingmaður vestmaneyjanga (D) hafi viðurkennt opinberlega að hafa kosið um mál gegn eigin sannfæringu, vegna þess að það hafi verið vilji flokksins (hversu heimskt er að viðurkenna slíkt?) - og spyr hvort að það sé ekki stjórnarskráarbrot. Og þar kommentar einn af málefnalegum blöðrurum landsins (það er viðurstyggilega mikið af fólki sem blaðrar skoðun sína án nokkura raka hér á landi).
"Er það algilt með ykkur vinstri menn að þurfa að draga fram það neikvæða í öllum umræðum og neikvæðar hliðar fólks til að upphefja ykkur sjálfa??"
Ok það er ekki hægt að svara þessu - en það sem kemur á eftir er enn betra: "Ekki meint illa eða sem nein persónuleg árás á þig"
Þannig að Róbert, er það ekki þannig með þig vinstri mannin að þú sért neikvæður og reynir að gera lítið úr öðrum til að upphefja sjálfan þig - en ekki taka þessu persónulega (þó þetta eigi við þig) 0g þetta er ekki illa meint (þó að þú sért ómerkileg manneskja).
Æji, afhverju fær svona fólk kosningarétt? Lágmarkskrafa um IQ=100 til kosningarréttar!

Kvennfræði í Reykjavík 2008
Úr kvennafræðiráðstefnu í Reykjavík:
"Þessi yfirskrift felur í sér þrjú mikilvæg hugtök kvenna- og kynjasögurannsókna. Í fyrsta lagi grundvallarhugtakið kyngervi, sem sífellt er til skoðunar og umræðu, einkum hlutverk kynjasjónarhornsins og kynjasögurannsókna innan sagnfræði. Hugtökin rými og mörk eru alla jafna notuð samhliða og gjarnan tengd öðru hugtakapari, almannasviði og einkasviði. Mikilvægt er að rannsaka og ræða hvernig rými og mörk hafa breyst í tíma og rúmi."
Ég býð þeim á barinn sem getur sagt mér hvað þetta merkir.

Fullt annað merkilegt, til dæmis að sammkepnisstofnun sagði að Osta og Smjörsalan hafi brotið samkeppnislög með því að reyna að bola út Mjólku, sem eru reknir án ríkisstyrkja. Það þurfti e-ð svona til að hrista upp í þessu viðurstyggilega landbúnaðarkerfi.
Svo eru það Frakkar sem settu það í lög að það væri bannað að segja að Tyrkir hafi ekki framið þjóðarmorð á Armenum (sem er mjög furðuleg löggjöf) og Tyrkir eru brjálaðir og hóta Frökkum öllu illu. Fyrir það fyrsta, er ekki asnalegt að setja í lög að það sé bannað að segja e-ð, hvar þyrfti eiginlega að byrja? Krossferðunum, þrælahaldi, nýlendastefnuninni? Og svo er líka asnalegt að Tyrkir séu brjálaðir þar sem þeir vita mætavel að þeir drápu nærri milljón Armena fyrir 70 árum.

Það kom út nýr diskur með Dylan, "Modern Times" fyrir stuttu. Þetta er besti diskurinn sem ég hef heyrt í nokkur ár, og bestu diskur Dylans síðan "Blood on the Tracks" sem var gefinn út 1974. Hann fær fimm stjörnur í öllum helstu blöðum - þannig ég er ekki sá eini sem heldur ekki vatni. Hlustið og þér munuð frelsast.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

fínt að kalla þá neikvæða sem gagnrýna. Góð rök!

Árni Gunnar sagði...

Sjálfsvitund eykur lífsleikni og samhygð. Samhygð eykur sjálfsvitund og lífsleikni. Að vera glaður eykur líkurnar á hamingju um 70% (p<.0001). Þunglyndum líður að jafnaði verr en léttlyndum.

Ég hef aldrei skilið af hverju náttúrulækningar eru kallaðar mannlegri eða mannlegar. Er ekki nóg að segja bara náttúrulegar?

Þessi mannlegi misskilningur hefur sett hugtakið mannlegur á svipaða stað og frelsi. Og þá er bara að bíða spenntur þangað til Frelsis lækningar verða til. 20 nöktum nýaldarfávitum er hleypt út á víðáttumikla akra á sléttum miðvesturríkjanna í BNA. Þar geta þeir hlaupið um frjálsir og verið frelsislæknaðir. Skilið hvað líkaminn er að reyna að segja með veikindunum.

Þessir mannlegu læknarar hafa fengið að valsa um almannarými of lengi og nú eru þeir farnir að sækja að mörkum einkasviðs míns.

Guðmundur D. Haraldsson sagði...

Þetta er hryllingur. Ég ætla að flagga í hálfa stöng á eftir.