miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Skýringar á hegðun?

Eftir Almennu tíma um daginn var ég spurð eftirfarandi spurningar:

Hvernig mundi sálfræðin skýra það að Árni Johnsen var kosinn aftur á þing?

Getum við skýrt það? Er það ekki einmitt sálfræðinnar að skýra frávikin? Er þetta frávik? Mátti kannski alveg búast við þessu? Er þetta merki um samfélagslega hnignun? Af hverju er hún þá tilkomin og í hverju felst hún? bleeee...

Einhverjar hugmyndir?

10 ummæli:

Lilja sagði...

Ja, hvernig skýrir maður það þegar fólk sækist í refsingu? Má ekki bara segja að fólk virðist vera masókistar í stórum stíl?

afg sagði...

Spurningunni yrði best svarað að stjórnmálafræðingi eða félagsfræðingi.

Ég get ekki séð að þetta tengist refsingu eða hnignun samfélagsins. Mig grunar að hann hafi fengið atkvæði nánast allra eyjamanna sem eru tryggir sínum, enda gerði hann víst allt fyrir þá - svona gamla góða kjördæmispólitíkin.

Borgþór sagði...

Erfitt að vita hvað vakir fyrir honum, nema eins og þú sagðir helst Andri best svarað af stjórnmálafræðingum eru þeir einmitt ekki þess vegna í námi að skilja slíkar ákvarðanir?
tja eða honum sjálfum

p.s leiðrétting
það kusu rétt ræplega 6000 manns í lokuðu prófkjöri Sjallana í suður, þar af komu um 1100 atkvæði sem myndu skila Árna í c.a 11 sæti þótt allir Eyjamenn hefðu kosið hann í 1.sætið!! ATH það að það voru 3 eyjamenn að bjóða sig fram þarna en aðeins Árni komst áfram!

Þetta snýst aðeins meira um en beinlínis þessa blessuðu kjördæmispólitík.

Meira hef ég ekki um málið að segja nema það að fólk ætti að eibeita sér að sínum kjördæmum!

Jón Grétar sagði...

Það er í raun fátt skynsamlegra af fólki í þessu kjördæmi en að kjósa Árna á þing vegna þess að hann er mikill kjördæmapotari og er tilbúinn að eyða peningum ríkisins í þessa landspildu sem er hans kjördæmi. Hvort það sé svo siðlegt eða ekki er svo allt annað mál. Það er líka ljóst að þegar fólk er að kjósa mann eins og Árna er það ekki út af málefnum eins og heilbrigðisþjónustu, menntamálum eða utanríkisþjónustu. Hann er sjálfstæðismaður af gamla skólanum sem varla er hægt að kalla hægrimann. Það eina sem hægt er að kalla hann er pólitíkus í verstu merkingu þess orðs

baldur sagði...

ég verð nú eiginlega að segja að allar ykkar tillögur til skýringa á þessu eru frekar sálfræðilegar. Ég held þetta sé sálfræðileg spurning sem snýst meðal annars um fortölur, hugsanlega eitthvað um minni og loks hagsmuni (sem má kannski þýða sem styrkingar og refsingar). Það er nefnilega málið. Ef árni hefur náð að fara einhverja jaðarleið (varla getur það hafa verið kjarnaleið) að því að selja sveitungum sínum að þjófnaðurinn hafi verið tæknileg mistök eða hvernig sem hann orðaði það, en ekki siðblinda, og ef hann getur þjónað hagsmunum kjördæmisins, þá er það frekar rational að reyna að fá hann inn á þing. Það er engin mystería í þessu frá mínum bæjardyrum séð.

Lilja sagði...

Ja, þetta er vissulega jaðarleið hjá Árna þar sem ég hef ekki heyrt hann setja fram eina einustu vitrænu ræðu (enda ekki leitað mikið eftir því vegna áhugaleysis á manninum). Það er hins vegar spurning hvort þessi jaðarleið er að virka yfirleitt, þar sem flestir sem ég hef heyrt tala um hann hafa ekki verið hrifnir. Það er meira að segja talið að ef hann nær inn á þing þá verði hann hunsaður af öllum. Það er hins vegar bara komið frá fólki sem ég hef talað við. En eitthvað segir mér að mikill fjöldi Íslendinga sé ekki sáttur við valið og mun eiga erfitt með að trúa því að þjófnaður geti verið tæknileg mistök. Maður þyrfti a.m.k. að hafa greindarvísitölu undir meðaltali til þess að kaupa það einhvern tímann.

E.s. Ég hef líka heyrt að maðurinn hafi tekið eitthvað orgel úr dánarbúi og datt ekki í hug að láta erfingjana vita að hann hefði það. Þetta er auðvitað óstaðfest, en ef maður trúir þessu þá má trúa því líka að rétta eðli Árna kemur í ljós fyrr en síðar þegar hann fer inn á þing. Við skulum bara vona að það detti engum í hug að gera hann að fjármálaráðherra eða dómsmálaráðherra.

Ýmir sagði...

"...að rétta eðli Árna kemur í ljós fyrr en síðar þegar hann fer inn á þing"

Hið rétta eðli Árna Johnsen er löngu komið í ljós - og það breyttist ekki á Kvíabryggju.

Lilja sagði...

Nei, það er vissilega rétt, Ýmir. Ég átti við að það kemur líklegast enn betur í ljós hvort að maðurinn sé klikkaður, siðblindur eða bæði þegar hann verður kominn inn á þing.

Árni Gunnar sagði...

Ég er hræddur um að Árni taki við stöðu Péturs Blöndal og Kristins H.G., þ.e. verði valdalítið peð í valdamiklum flokki.

Það er augljóst að hvorki sjálfstæðismenn hafa takmarkað traust til mannsins. Því eigum við kannski lítið eftir að sjá af siðblindunni.

Árni Gunnar sagði...

vinsamlegast lítið framhjá orðinu ,,hvorki" hér að ofan...?