mánudagur, febrúar 27, 2006

Bara svo allir sjái

Af því að ég er búin að vera einstaklega dugleg við að skrifa á kjallararottur þá vil ég vekja athygli á færslunni hér nokkru fyrir neðan um hugsanlega stofnun félags sálfræðimenntaðra á Íslandi. Mér, Vöku, Bogga og líklega Andra líst allavega vel á að láta af þessu verða.

Til hamingju með óafmælið öllsömul!

Heyrið óafmælissönginn.

Kemur nú varla á óvart

i am a geek

Takið prófið.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Silvía Nótt Svíþjóðar í undankeppni Eurovision


Hinn sænski Mats Söderlund, betur þekktur sem Günther, tekur ásamt dillibossapíunum The Sunshine Girls þátt í sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Günther, sem er eins konar karlynsútgáfa Silvíu Nætur, er best þekktur fyrir lag sitt Ding Dong Song og þarf ekki mikið hugmyndaflug til að geta upp á hvert meginefni þess lags er.

Ég hvet ykkur til að horfa á myndbandið með laginu hans hér.

Enn eitt smáskrefið í átt að framhaldsnámi

Nú er ég orðin nokkuð ákveðin í því að sækja um skóla í Massachusettes og Californíu. Ríkin eru bæði frekar frjálslynd og þar eru góðir skólar. Þá er líka líklegt að Björn finni einhverja skóla við sitt hæfi.

Hvað er gott að sækja um marga skóla? Eru sex skólar eða svo hæfilega margir?

Svo var ég að lesa þetta á Wikipediu:

California's public educational system is supported by a unique constitutional amendment that requires 40% of state revenues to be spent on education.


VÁÁÁ!

Nú er loksins einhver búinn að svara stóru spurningunni

You scored as Psychology. You should be a Psychology major!

Psychology

100%

Biology

92%

Anthropology

83%

Philosophy

75%

Mathematics

75%

Engineering

75%

Art

75%

Sociology

67%

Chemistry

67%

Theater

67%

English

58%

Journalism

58%

Dance

58%

Linguistics

50%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com

laugardagur, febrúar 25, 2006

Af skopmyndamálinu alræmda

15.000 trúleysingjar mótmæltu í miðbæ London þegar autt blað fannst á skrifborði skopmyndateiknara. Nánar hér.

Æðislegt myndband!

Lærið um heilann á skemmtlegri hátt hér.

Fann þetta upphaflega á blogginu Mind Hacks sem ég ætla að reyna að muna að bæta við í tenglalistann.

Correlation is not causation!



P.S. Gerist pastafarar.

Nýtt félag sálfræðimenntaðra á Íslandi

Það ætti fyrir löngu átt að vera búið að stofna félag sambærilegt hinu bandaríska Association for Psychological Science (áður American Psychological Society). APS:

is a society for scientific psychology, whose mission is to "promote, protect, and advance the interests of scientifically oriented psychology in research, application, teaching, and the improvement of human welfare." To this end, it holds annual meetings and publishes several journals, and works with government agencies to promote scientific psychology.


Ef þið eruð til í það sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við látum verða af stofnun slíks félags.

Heyrst hefur

...að Bob nokkur Dylan sé á leið hingað til lands. Mikið yrðu sumir glaðir ef það reyndist rétt.

föstudagur, febrúar 24, 2006

King Kong (aðeins styttri útgáfa)

Fyrir þá sem nenntu ekki að sitja í 3 klst að horfa á King Kong geta bara kíkt á hana hérna og séð myndina á 30 sek .. og reyndar leikin af kanínum..

Þetta er frábær síða

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Brain and Behavioral Sciences

Ég vil fá Brain and Behavioral Sciences deild í Háskóla Íslands. Það væri kúl. Gæti heitið "atferlisvísindadeild" eða "atferlis- og taugavísindadeild".

Ömurleg lagasetning

South Dakota lawmakers yesterday approved the nation's most far-reaching ban on abortion... The measure, which passed the state Senate 23 to 12, makes it a felony for doctors to perform any abortion, except to save the life of a pregnant woman.
Sjá nánar hér.

Tvö ný CogSci blogg

Ég er búin að bæta þessum tveimur við tenglalistann hér til hliðar:

Cognitive Daily

Mixing Memory

Bestu sérfræðibloggin

Hér eru tilnefningarnar.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Hvernig mynduð þið lýsa mér?

Stal þessari hugmynd af síðunni hennar Guðfinnu. Fylgið þessari slóð og merkið við sex lýsingarorð sem eiga best við mig. Athugið síðan hvernig ég og aðrir lýsa mér. Narcissistic, ekki satt? ;)

Hossabossar og aftaníossar

Baggalútsmenn gagnrýna kvikmyndina Bakeymslaheiði (Crouchback Mountain) hér.

Þarna birtast á tjaldinu tveir bráðhuggulegir kúrekar. Gott og vel. Til í tuskið. Þess albúnir að lumbra á indíánum og þeysa yfir gresjurnar. En neinei. Þá eru þetta bara einhverjir hommar! Ójá. Bossahossandi, flennihýrir og öfugyggðir - og kindasmalar í ofanálag!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

TOEFL í höfn

Var að fá TOEFL-einkunnir og er afar ánægð. Ég fékk að því er mér sýnist bara eina villu á aðalprófinu og er með fullt hús stiga fyrir ritgerðarskrif. Svo er bara að vona að GRE gangi vel :-O Fer að verða stressuð fyrir það any time now...

mánudagur, febrúar 20, 2006

Hérarnir þrír

Ég rakst fyrir tilviljun á nokkuð áhugaverða síðu um sögu eldgamals tákns með þremur hérum sem sést hér á myndinni.

föstudagur, febrúar 10, 2006

Leiðist ykkur í vinnunni eða við lærdóminn

Það er sko hægt að tapa sér í þessum leik!!!! Alveg snilld ef maður er að mygla yfir bókum eða tölvu :)
hmmmm ekki segja Binna að það sé þetta sem ég er að gera þegar ég segist vera að vinna í verkefninu ;)

http://members.iinet.net.au/~pontipak/redsquare.html

Vona að linkurinn komi, ég er víst ekki tölvu sjeníið í rottuhópnum.
Hlakka til að sjá ykkur öll "sæt og fín" í kvöld :D

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Sáuð þið Law&Order:SVU í gær?

Þáttaframleiðendurnir hafa tekið söguna um John/Joan í heild sinni upp úr Gleitman og búið til sakamál úr því. Ég ætla ekki að eyðileggja plottið í þættinum, en fyrir þau sem muna ekki eftir John/Joan þá var það drengur sem missti getnaðarlim sinn í brunaslysi með þeim afleiðingum að foreldrarnir ákváðu að ala hann upp sem stúlku. Þegar sannleikurinn kom svo í ljós ákvað Joan að fara aftur í kynskiptaaðgerð.
Ég mæli með þessum þætti sem heitir Identity (fyrir þá óþolinmóðu sem kíkja á þættina fyrirfram á netinu) fyrir þá sálfræðinema sem fannst John/Joan málið athyglisvert. Þátturinn verður endursýndur á Skjá einum eftir miðnætti í kvöld og eftir miðnætti á laugardaginn.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Af Wikipediu um þarfa(þarma?)pýramída Maslows

Can you name a single completely unscientific wild assed guess (which is exactly what you have freely admitted Maslow's hierarchy is) over 50 years old that is still taught to students of physics, engineering, mathematics, or any other credible academic discipline? Do you see the notion of a static universe still taught to physics students? What about phlogiston and the luminiferous ether? Do you see these things? No, you do not. And do you know why? It's because most disciplines are populated by scientists concerned with the credibility of their field and so they don't pass on unscientific bullshit to students more than 50 years after some crank came up with it.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Hugmyndamyndir



Ljótufatapartý!!!!

Sælar allar rottur
Nú er loks komið að því... Ljótufatapartýið margumtalaða verður haldið heima hjá mér næstkomandi föstudagskvöld:) það er þá 10. feb. Er ekki fínt að byrja um 21?

Þetta partý gengur út á það að vera eins hallærislegur og maður mögulega getur. Það verða meira að segja veitt verðlaun fyrir hallærislegustu múnderinguna svo endilega kafið djúpt í fataskápana. Heyrst hefur að Heiða sé nú þegar búin að velja sér galla og að Guðfinna sé að hugsa um að mæta í Cheerios bolnum...
Ef þið vitið ekki hvar ég á heima þá annað hvort spyrjið næstu rottu eða hringið í mig í síma 8226608:)
Hlakka til að sjá ykkur...!
Helga

fimmtudagur, febrúar 02, 2006