sunnudagur, janúar 09, 2005

Breytingar á síðunni

Eins og þið sjáið er ég búin að íslenska megnið af síðunni. Hef samt ekki fundið leið til þess að breyta þessum "contributors". Það verður bara að standa eins og það er.

Ég er líka búin að bæta inn nokkrum tenglum. Allir pennar geta bætt inn tenglum. Þið loggið ykkur inn á kjallararottubloggið og veljið síðan flipann sem á stendur "Template". Þar leitið þið að svona merki <...!--Hér byrjar tenglasvæðið-->. Eftir þetta merki megið þið setja inn tengla (en plís hafið þá í stafrófsröð). Hermið bara eftir uppsetningunni hjá mér, en basically er þetta:

<...li><...a href="http://www.veffang.is">Nafn á síðu<.../a><.../li>

ATH: Punktarnir (...) eiga ekki að vera með, ég verð bara að hafa þá núna svo að þetta birtist ekki sem alvöru tengill á síðunni.

Þegar þið eruð búin að breyta kóðanum þarf að vista hann (hnappur fyrir neðan skrifsvæðið) og endurútgefa bloggið (republish blog, hnappur birtist þegar búið er að vista).

OK?

Engin ummæli: