föstudagur, febrúar 16, 2007

Lag dagsins

Reyndar var ég eiginlega búin að velja lag dagsins, en hér er annað sem ég vissi hreinlega ekki að væri með Jefferson Airplane. Frábært lag engu að síður. Stundum vildi ég óska þess að ég hefði verið uppi á þessum tíma, hefði örugglega misst mig í tónlist.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klassalag!

Heiða María sagði...

Ég er farin að halda að þetta séu ekkert Jefferson Airplane eftir allt saman. Buffalo Spingfield sýnist mér þetta vera á öllu.

Árni Gunnar sagði...

Já, það heitir For what it's worth og er með Buffalo Springfield (eftir Stephen Stills)

Heiða María sagði...

Já, einmitt, þetta var eitthvað skrýtið, hljómaði ekkert eins og Jefferson Airplane.

Heiða María sagði...

P.S. Myndin af þér hér virðist tekin kringum 1970. :)

baldur sagði...

Stephen Stills? erum við að tala um þann í Crosby, Stills and Nash? Lagið er allavega pínu þesslegt.

Árni Gunnar sagði...

Sá er maðurinn.
Svo má ekki gleyma bara Stills, Nash og Young.

baldur sagði...

Mér hefur nú samt alltaf fundist Young betri án þeirra hinna samt.