föstudagur, mars 23, 2007

Enn og aftur um fréttaflutning Moggans

Á mbl.is í dag má sjá þessa frétt um áhrif kaffineyslu á blóðþrýsting:
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1260560
Þarna segir að ný rannsókn bendi til að koffínneysla auki ekki blóðþrýsting hjá hraustu fólki. Þar sem prófessor deildarinnar hér er mikill kaffirannsóknarmaður vakti þetta áhuga minn og ég fann abstraktinn af þessari grein í The American Journal of Clinical Nutrition hér:
http://www.ajcn.org/cgi/content/abstract/85/3/718

Áður en ég fer að röfla vill ég benda á að fréttamaður Moggans segir að rannsóknin „bendi til" og forðast staðhæfingar um algild sannindi sem er gott og virðist vera breyting frá því sem áður var. Einnig segir að höfundar rannsóknarinnar hafi tekið fram að „áhrifin hafi verið lítil". Veit ekki hvað er átt við þessu, hvort þetta sé yfir höfuð lítil áhrif eða hvort að þetta sé tölfræðilega marklaust. Þetta gæti verið einhver villa úr norskri þýðingu.

Endilega leiðréttið mig ef ég tók vitlaust eftir, en mér sýnist sem þessi rannsókn sé algerlega bandspólandihandónýt ef litið er til aðferðafræðinnar rétt eins og flestar kaffi/koffín greinar og rannsóknir sem við sjáum. Þeir taka grunnlínu sem er gott og gilt en venja fólk aldrei af kaffinu áður en þeir mæla :„Nú er mál að mæla".
Þetta er álíka aðferðafræði eins og að vera með hóp af kókaínfíklum, mæla líðan þeirra, taka svo af þeim kókaínið og sjá hvað þeim líður illa, láta þá aftur fá kókaín og segja: „Vá, kókaín er hollt!!" En þetta er víst viðvarandi vandi í koffínrannsóknum, flestar eru fjármagnaðar af Nestlé eða álíka koffínrisum og þá vill stundum rétt aðferðafræði gleymast.

Kannski hefði ég átt að setja þetta inn á res extensa, en ég man ekki lykilorðið mitt og get ekki sett þetta þar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta væri gott á vef resextensa :)

þú verður líklega að hafa samband við vefstjóra eða annan admin sem getur séð leyniorðið þitt og sagt þér það.

Heiða María sagði...

Já, sendu póst á Guðmund vefstjóra, gdh1[hjá]hi.is