Ég fékk ábendingu um að kíkja á þessa síðu.
Athyglisverðar setningar á síðunni eru t.d.:
"HIV er skaðlaus farþegavírus!" (ætli alnæmissjúklingar séu sammála?)
"Kvef, flensa, hiti eru afleiðing af skyndilegri eitrun úr umhverfinu þar sem hvítur sykur er algengasti sökudólgurinn." (Já, þess vegna geymi ég sykurkarið í skápnum með varúðarmerkingunni "Varúð, gæti valdið veikindum!")
Ég ráðlegg öllum sem hafa snefil af skynsemi og skopskyni að kíkja á þetta og endilega koma aftur hingað og ræða málið. Við höfum ekki haft almennilegar umræður hérna á síðunni í lengri tíma.
4 ummæli:
Ó mæ, er hún ekki að grínast?!? BakteríuKENNINGIN um sjúkdóma... á móti bólusetningum... GARG!
Og ennfremur, þá er það varla bakteríukenningin um sjúkdóma sem fjallar um kvef, enda ekki bakteríusjúkdómur. Ég veit a.m.k. ekki um neinn sem heldur því fram.
Annars er þetta argasti vitalismi: Vírus getur ekki FRAMKVÆMT neitt, hann er klumpur af prótíni, hvað sem öll fræðirit kunna að segja um málið! Bara lifandi fruma getur FRAMKVÆMT eitthvað. Framkvæmd þarfnast lífs og greindar. Greind er geta lífveru til að bregðast við umhverfinu á þann hátt að það verði henni sjálfri til hagnaðar.
Þessi læknir er augljóslega ekki mikill aðdáandi efnafræði, og trúir sennilega ekki á orku, aðdráttarafl, vetnistengi o.fl. í þeim dúr.
...og við höldum áfram:
löngu úreltri bakteríukenningu sem hefur verið haldið á lofti af glæpsamlegum öflum sem eru við lýði í öllum samfélögum allra tíma.
Vitalisti með samsæriskenningar og það er meira. Eftir að hafa drullað yfir heimskuleg vísindi og misskilning á orsakasamböndum er hann tilbúinn að halda fram eftirfarandi um orsakir:
Sjúklingar hafa náð bata eftir ráðleggingum frá mér um að nota dropa af eplasafaediki í eyrun við „eyrnakláða.“ Kláðinn er af völdum kalkskorts, sem er af völdum skorts á sýrum í maga, sem er af völdum of mikillar sterkju í mataræðinu, sem er af völdum skorts á fitu í blóðrásinni o.s.f.v.
Náði ekki meiru í bili, en þetta er rosalega skemmtilegur náungi.
Fleiri gullmolar:
"Fita er ekki bara fita." Jú, hún er nákvæmlega það.
"[Blómadropar] eru tíðni hlaðið vatn af ferskum villtum jurtum, sem þýðir að þeir geyma í sér lífsorku jurtanna og hefur hver jurt sinn sérstaka kraft, sitt ákveðna hlutverk og sína ákveðnu tíðni." Veit þetta fólk hvað tíðni er?
"Að borða sífellt mat hitaðan í örbylgjuofni veldur langtíma- varanlegum heilaskemmdum vegna áhrifa á rafstrauma í heilanum (umpólun eða afseglun á vefjum heilans)." o.O
"Það er hægt að hjálpa meirihluta [ofvirkra] barna með því að breyta mataræði þeirra og sjá til þess að þau fái fullkomna næringu." Af Vísindavefnum: "Önnur kenning, vinsæl á sínum tíma, var á þá leið að AMO mætti rekja til sykurneyslu og aukaefna í matvælum. Foreldrar voru hvattir til að láta börn sín hætta að borða mat sem innihélt sykur, litarefni og rotvarnarefni. Eftir fjöldann allan af rannsóknum komust vísindamenn að því að slíkir matarkúrar drógu einungis úr einkennum hjá um 5% barna og stærsti hópur þessara barna var með einhvers konar fæðuofnæmi."
"Remedíur eru svo hættulausar að þó að barn nái í heilt glas og gleypi það allt í einu skiptir það engu máli." Af því að þær gera ekkert...
"Óhrekjanlegar staðreyndir, sem hafa lifað í 75 ár, er nú verið að draga fram í dagsljósið og færa sönnur á; að langlífi og hreysti eru byggð á einu atriði: eiturefnum í blóði." Já, þetta er náttúrulega algjörlega óhrekjanlegt.
"f þú hefur heilsuvandamál hvort sem þau eru andlegs eða líkamlegs eðlis ertu velkomin/n að senda fyrirspurn á ljosavik@simnet.is Ég get veitt ráðleggingar eftir bestu vitund og mun reyna að svara öllum fyrirspurnum svo fremi sem tími minn leyfir." Því miður er hennar besta vitund ekki vitund góð.
Æji....
Skrifa ummæli