sunnudagur, janúar 21, 2007

Lordosis extended útgáfa

Það er alveg kominn tími á saumaklúbbinn okkar, Lordosis. Þar sem við erum voða fáar núna rottustelpurnar langar mig gjarnan að bjóða strákarottum líka. Þetta verður þá heima hjá mér í Miðhúsum 42 á fimmtudaginn kl. 20:00. Látið vita hér hvort þið komist.

Sjáumst!

P.S. Ég er jafnvel að hugsa um að prjóna, megið taka með ykkur alvöru handavinnu ef ykkur sýnist svo.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lýst vel á strákahugmyndina en ekki jafn viss með prjónahugmyndina Heiða

baldur sagði...

Ég tek með mig spýtu og hefil. Svona í anda hugmyndarinnar um að við mynduðum smíðaklúbbinn pelvic thrusting.

Árni Gunnar sagði...

Ég á gott topplyklasett sem ég er tilbúinn að lána ef einhver ætlar að lappa upp á skellinöðru eða laga sláttuvél í klúbbnum...

Nafnlaus sagði...

Ég þigg spýtu og hefilinn framyfir prjónaskapinn!

Heiða María sagði...

Árni Gunnar, ætlar þú ekki bara að koma með topplyklasettið sjálfur? Þú ert alveg velkominn þótt þú sért ekki formleg rotta, bara svona kannski meira hamstur eða eitthvað...

Sigga sagði...

Ég stefni á að kíkja við eftir boxið :)