mánudagur, janúar 01, 2007

Ruslpóstur

Langaði bara til að deila með ykkur smá fróðleik sem mér var sagður hér um jólin. Í Keflavík ku sorphirðugjöld hafa verið hækkuð sökum þess að sorphirða kostar sveitafélagið meiri pening nú útaf öllum ruslpóstinum sem fólk fær inn um bréfalúfuna sína. Er eitthvað rökrétt við það að keflvíkingar þurfi að borga fyrir dominos bæklinga sem þeir báðu aldrei um?

Annars bara gleðilegt ár allar rottur. Sú fyrsta ykkar til að svíkja nýársheit fær bjór í verðlaun. Nema sigrún sif. Hún fær lífrænt ræktaðan ávöxt ef hún vinnur.

Engin ummæli: