mánudagur, júlí 30, 2007

Landflótti

Sælar dúllurnar mínar,

fyrst það brostinn landflótti í liðið fannst okkur Siggu tilvalið að reyna nú að hittast aðeins áður en Rotturnar halda á brott. Því ætlum við að stinga upp á því að halda sameinaðan Lordosis/Pelvic Thrusting fund á Café Victor fimmtudaginn 2. ágúst. Endilega látið vita ef þið komist þann dag og látið fagnaðarerindið berast til þeirra sem ættu að heyra um það.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Mögnuð mynd

Ég ráðlegg öllum sem kíkja á þessa síðu að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Þá komið þið að fyrsta hluta heimildamyndar um það sem er að gerast í múslímaveldinu (hlutarnir eru átta).

Ég er nýbúin að horfa á alla hlutana og er orðlaus. Einnig getið þið smellt hér.