þriðjudagur, mars 14, 2006

Sálfræðistjörnuspeki

Nei ég er ekki að leika mér að orðum.. þetta er víst komið á klakann! sálfræðistjörnuspeki!! ég á ekki til neitt einasta orð yfir svona löguðu.. vísa því frekar í grein í kjaftæðisvaktinni sem var skrifuð á vantru.is!!

Og eitt svona til hugleiðingar..
Eru ekki til viðurlög við því að kalla sig sálfræðing hér á landi en vera það ekki.. eða er nóg að bæta við bulli fyrir framan eða aftan "sálfræðing" til að komast hjá viðurlögum? Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál og enn og aftur er verið að draga okkar ágætis nám niður í skít fáfræðinnar..

Að lokum smá tilvitnun í greinina:
"Bjarndís telur þá kosti sem sálfræðistjörnuspekingar hafa, umfram hefðbundna sálfræðinga, að með því að geta kannað stjörnukort fólks sé mun auðveldara að komast að meininu og vonast hún innilega til þess að fólk fari að nýta sér þessi fræði í ríkara mæli."


Viðauki..
Ég fór á netið og athugaði með umrædda DV frá s.l laugardegi og las þetta ótrúlega spes viðtal við Bjarndísi.. Skemmtilegast fannst mér þó að lesa það sem hún segir um námið sitt..
"Námið tekur þrjú ár og segir Bjarndís að meðan á því stendur verði nemendur að gangast undir árslanga þerapíu til að þeir geti kynnst sjálfum sér og unnið sem best út úr sínum vandamálum"

15 ummæli:

Guðfinna Alda sagði...

Hún var með þátt í Mogganum fyrir einhverjum vikum..Weirdo!!

baldur sagði...

Skv. þessari Liz Green sem stofnaði skólann í Bretlandi:

"The horoscope describes a person's inner nature ... The more unaware they are of the stuff of which they're made, the more 'fated' they are by their own inner self. ... The more aware (or we might say conscious) they are, the more choices they have. ... This is the meaning of fate in astrology."

Getur einhver sagt mér hvað þetta þýðir?

"Lately, there has been a good deal of public outcry from academia against astrology as well as from the scientific community at large; which has apparently got a little frightened by its popularity. ... but no matter how strenuously it's proclaimed that astrology is really a load of medieval superstitious nonsense, belief in it is spreading."

Er hún í alvöru að færa rök fyrir þessu með því að vísa í trúgirni alþýðunnar?

Heiða María sagði...

Ætla að endurtaka hér það sem ég sagði á Vantrú.is:

Ég vona innilega að sálfræðingafélag Íslands beiti sér í þessu máli (og ég er að hugsa mér að þrýsta á það) því samkvæmt lögum má enginn kalla sig sálfræðing nema hafa til þess sérstök réttindi, og það hefur þessi kona svo sannarlega ekki.

Þetta er stóralvarlegt mál, og bætir sannarlega ekki orðspor sálfræði sem vísindagreinar.

P.S. Þetta væri kjörinn byrjunarpuntkur fyrir nýja félagið okkar.
P.P.S. Ef ekki gætum við öll sent Sálfræðingafélaginu bréf.

Heiða María sagði...

Ætla að endurtaka hér það sem ég sagði á Vantrú.is:

Ég vona innilega að sálfræðingafélag Íslands beiti sér í þessu máli (og ég er að hugsa mér að þrýsta á það) því samkvæmt lögum má enginn kalla sig sálfræðing nema hafa til þess sérstök réttindi, og það hefur þessi kona svo sannarlega ekki.

Þetta er stóralvarlegt mál, og bætir sannarlega ekki orðspor sálfræði sem vísindagreinar.

P.S. Þetta væri kjörinn byrjunarpuntkur fyrir nýja félagið okkar.
P.P.S. Ef ekki gætum við öll sent Sálfræðingafélaginu bréf.

baldur sagði...

Ég vil benda á að hún kallar sig ekki sálfræðing. Hún titlar sig þeirri virðulegu nafnbót sálfræðistjörnuspekingur. Stjörnuspekingur er því í raun aðalatriðið og sálfræði forskeyti en ekki öfugt eins og Boggi virðist segja. Nema náttúrulega að stjörnuspek (hvað svo sem það þýðir) sé innskeyting. Ég er enginn íslenskufræðingur en ég hef aldrei séð innskeytingar í íslensku áður þannig að ég held hún megi alveg kalla sig þetta.

Þarf ég að taka það fram að ég er bara að nefna formsatriði sem hún gæti lagalega séð haft með sér? Ég er ekki að segja að mér finnist þetta frábært hjá henni.

Persónulega finnst mér að það ætti að banna henni að starfa. Ég hef fært rök fyrir því áður (í sambandi við DNA-heilun) með því að vísa í kvaðir sem eru gerðar á lyfjafyrirtæki um að sýna fram á árangur. Eitt ætti að ganga yfir alla. Sálfræðingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þar sem þeir verða nú þegar við þeirri kröfu hvort eð er, þeir af yngri kynslóðum upp til hópa allavega.

Lilja sagði...

Ég er sammála því að það eigi að þrýsta á Sálfræðingafélagið að beita sér í þessu máli (spurning um að hittast til að semja bréf, einhver??) þar sem þetta hefur óneitanlega áhrif á stöðu sálfræðinnar á Íslandi.
Miðað við baráttuna sem sálfræðin á í fyrir því að fræða almenning um hvað sálfræðin virkilega er, þá bætir ekki málið að einhver komi og segi að það sé hægt að sjá meinið með því að skoða stjörnukortið manns. Er það ekki eins og að segja að stjörnurnar ráði því að manni líði illa, og að þar með hafi maður um ekki neitt að velja en að líða illa?

Heiða María sagði...

Ég er búin að senda póst á sal@sal.is Legg til að þið gerið það líka.

Nafnlaus sagði...

"Námið tekur þrjú ár og segir Bjarndís að meðan á því stendur verði nemendur að gangast undir árslanga þerapíu til að þeir geti kynnst sjálfum sér og unnið sem best út úr sínum vandamálum"

-Ég er ekki frá því að það sé nú jafnvel þörf á þessari árslöngu þerapíu fyrir sálfræðinema í BA-inu hér. Ekki frá því

Heiða Dóra

Heiða María sagði...

"Þessi kella var í Ísland í bítið í morgun og kallaði sig stjörnuspekisálfræðing (en ekki sálfræðistjörnuspeking)." Sjá hér: http://www.vantru.is/2006/03/14/07.00/

baldur sagði...

Þá er þetta ekki spurning. Þá þrýstirðu fast og ég stend með þér af heilum hug. Gefðu mér hlutverk og ég mun standa með þér í verki líka.

Heiða María sagði...

Mér finnst lélegt af sálfræðingafélaginu að þeir hafa ekki séð sóma sinn í að svara tölvupóstinum mínum.

Orri sagði...

Ég talaði við Inga Jón, frkvst. sálfræðingafélagsins í gær um stjörnuspekisálfræðinginn okkar og hann ætla að "bögga hana", eins og hann orðaði það sjálfur.....

Andri Fannar sagði...

ef að sálfræðingafélagið gefur út e-a tilkynningu mun það virka henni í hag - alveg eins gerist með skottulækna, þegar landlæknir segir engin gögn vera fyrir því að svissneskur geitapungssviti lækni alnæmi segja þeir lækna íhaldssama og í vasanum á lyfjarisum bla bla bla eitt stórt samsæri bla bla....Þessi ágæta kona fær bara meiri umfjöllun og verður talsmaður nýrra spennandi leiða á móti íhaldssömum sálfræðingum...

baldur sagði...

Það er allavega hægt að banna henni að titla sig hvernig sem er. Hún verður þá bara að kalla sig stjörnufræðiþerapista í staðinn. Ég held það sé fínt. Því fleiri kuklarar sem kalla sig þerapista þeim mun meira fer orðið að glata merkingu sinni. Kannski óskhyggja, veit það ekki...

Hins vegar stend ég ennþá jafn fast á því sem ég hef sagt áður, andri, Ef hún vill bjóða uppá eitthvað óhefðbundnara en það sem þröngsýnu vísindamennirnir bjóða uppá, þá ætti hún að þurfa að sýna fram á árangur. Mér finnst það ætti að setja lög sem gera þá kröfu til allra sem bjóða uppá heilbrigðisþjónustu.

Andri Fannar sagði...

æji þetta er allt svo afstætt. Hvað er árangur? Getur ekki hver og einn skilgreint árangur samkvæmt sínum viðmiðum - þurfum við íhaldssama, karllæga skilgreiningar lyfjarisana, eða pósitívista? "Bati" er eigindlegt heildrænt hugtak, menningarbundin upplifun hins síbreytilega einstaklings, ekki hlutur - sem er hægt að magnbinda.