miðvikudagur, ágúst 31, 2005

mánudagur, ágúst 29, 2005

Ógeðslega, ógeðslega sniðugt

Last.fm er bara vá! svo ég verði nú dálítið gelgjuleg. Maður halar niður viðbót við tónlistarforritið sitt og það sendir upplýsingar um hvað maður hlustar á. Þessi vefsíða heldur utan um allar þessar upplýsingar, kemur með uppástungur að nýjum lögum sem maður gæti fílað og býður upp á sérsmíðað útvarp sem hannað er eftir smekki manns.

föstudagur, ágúst 26, 2005

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ein fyrir Andra

Ég held reyndar að Andri hafi fundið þetta á undan mér, en hér kemur þetta aftur: Fashionable Dictionary, pólitískt rétthugsað orðasafn fyrir húmanista og pómóa :D Þar má meðal annars lesa:

Bacon
Horrible man, obsessed with raping Nature. Control freak.

Catastrophism
A theory describing what occurs when we're asked to explain our ideas clearly.

Close Encounters of the Third Kind
1977 documentary about intergalactic tourism, narrated by Richard Dreyfuss. [Bwahahahahah]

E=MC2
Probably a sexed equation, the product of a male obssession with speed. 'Is e=mc2 a sexed equation?...Perhaps it is. Let us make the hypothesis that it is insofar as it privileges the speed of light over other speeds that are vitally necessary to us. What seems to me to indicate the possible sexed nature of the equation is not directly its uses by nuclear weapons, rather it is having privileged what goes the fastest...' [Luce Irigaray, Le sujet de la science est-il sexue?]


Education

Brutal, violent intrusion of arbitrary material into the clean innocent heads of children, which should be left empty.

Empiricism
Absurd notion that observation and measurement are useful in getting to know about things (see positivism).

Freud
Though he did have some unfortunate ideas about women, he discovered the Unconscious, despite the many people who had pointed out its existence before, so we have to keep paying homage to him.

Genes
Do very little. Can be ignored. Not selfish, kind.

Human Gnome Project
Most likely something to do with genetic engineering. Probably the idea is to create a new race of tiny human beings. [Ég öskraði af hlátri yfir þessu]

Human nature

Fantasy. Fictitious entity, like Santa Claus or the tooth fairy or the free lunch. Humans have no nature, only culture; we can learn to fly, or live in the ocean, or echolocate, or pick things up with our trunks, if we will only concentrate.

Perspective
Everybody has one, therefore nothing that anyone says is true. Or false. Except of course what I just said - that is true, but it is the only thing that is true. Or is there maybe one other thing...no, no, that's the only one.

Rousseau
So much nicer than that awful Bacon, even though he did hand all his children over to an orphanage because he couldn't be bothered. At least he didn't want to rape Nature.

Schizophrenia
A different way of seeing the world. Invented by Thomas Szasz.

Soul
Well, not exactly sure, sort of an outdated idea really, but it's kind of unspiritual to say so, and anyway it refers to something, though I don't exactly know what. Kind of the part of us that positivists and scientists and reductionists and people like that leave out, the part that can't be measured and is a little mysterious.

Thus
A useful word to insert between two arbitrary assertions, thus making both appear to be vaguely justified. 'Orientalism responded more to the culture that produced it than to its putative object, which was also produced by the West. Thus the history of Orientalism has both an internal consistency and a highly articulated set of relationships to the dominant culture surrounding it.' Edward Said, Orientalism

mánudagur, ágúst 22, 2005

Nokkurskonar Turing Próf

Ég ákvað að gerast dómari í þessu prófi þar sem tölva hafði samið nokkur ljóð en mennsk skáld samið hin. Ég átti að greina á milli þeirra sem tölvan samdi og hinna sem skáldin sömdu.

Ég var með 8 villur og 20 rétta dóma.

3 fals pos og 5 fals neg.

Það sem mig langar að vita núna er: hvert er viðmiðið? Hvenær telst tölvan hafa staðist prófið?

föstudagur, ágúst 19, 2005

Dýrasta sítróna allra tíma!

Var á Óliver í gær með Siggu, Lilju og einhverjum. Ákvæð svona rétt undir lokun að fá mer tvöfaldan gin í tonik og fór á barinn. Tvöfaldur Tanquerei í tonic kostaði 1200 kall á þessum bar, sem er allt að því eðlilegt. En ekki var hægt að fá sítrónu með þessu. Ég sagðist vera til í að borga 1000 kall fyrir það þar sem sítrónuna vantaði en mér kurteislega sagt að hoppa upp í rassgatið á mér.

Ég fór á næsta bar í húsinu þar sem sítróna var til og bað um tvöfaldan gin í tonic. Dar var Tanquerei ekki til þannig að ég bað um það næst besta, Bombey.
Tvöfaldur Bombey í tonik með sítrónu kostaði þarna 2000 kall!

Ég borgaði 800 kall fyrir eina sneið af sítrónu. Geri aðrir betur.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Howl's Moving Castle

Úúú, ný mynd eftir Hayao Miyazaki sem gerði Spirited Away og Princess Mononoke. Þeir sem hafa ekki séð þær, skamm skamm! Beint út á leigu með ykkur. Spirited Away er bara ein allra besta mynd sem ég hef séð. Ekki láta fæla ykkur frá að myndirnar séu teiknaðar, þær eru sko alls engar barnamyndir.

Bætti við nokkrum sálfræðibloggurum

Sissú, Kári og Helgi Þór Harðar komin inn á blogglista kjallararottna. Ef þið vitið um fleiri megið þið láta mig vita og ég bæti þeim við.

Kjallararottan, taka tvö

Rottan kom aftur í heimsókn til okkar í dag. Kom að henni þar sem hún var að japla á brauði. Ég æpti náttúrulega upp yfir mig, eins og sönnum kvenmanni sæmir, og rottan skokkaði aftur út um gluggann.

Ég er ekki par ánægð með að rottur, pöddur og annað ógeð ætli að gera sig heimankomin í mínum húsum. Ég er alvarlega farin að hugsa um að kalla á meindýraeyði.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Ánægð með SUS

Nú er ég til tilbreytingar ánægt með Samband ungra sjálfstæðismanna, en það hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að samkynhneigðir skuli njóta sama réttar og gagnkynhneigðir í hvívetna, svo sem að mega fara í tæknifrjóvgun og ættleiða börn.

Konur, karlar og vefurinn

Konur og karlar hafa ekki sama smekk á vefsíðum. Þetta kemur fáum á óvart. Það sem er e.t.v. leiðinlegra er að vefsíður langflestra háskóla eru með karlmannasniði. Virðist samt ekki fæla konur frá háskólunum hér :) Um þetta má lesa meira hér.

Getur nefsprey læknað Alsheimers?

Sjá hér.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Grein eftir mig á Doktor.is

Mér brá dálítið þegar ég var að skoða Doktor.is og sá allt í einu grein eftir sjálfa mig á forsíðunni, hahaha. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Doktor.is og Vísindavefurinn eru með tvíhliða samning sem leyfir einum að nota efni frá hinum. Greinin er annars um drómasýki og má finna hana hér.

Heiða mælir með...

Nick Drake - Pink Moon. Er í raun enn að uppgötva þessa plötu. Platan var aftur á móti gerð fyrir nær 25 árum síðan, en eftir að Drake gerði hana dó hann úr of stórum skammti af þunglyndislyfjum. Mjög tragískt, mjög góð plata.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Heiða kennari

Þá er það ákveðið. Ég mun kenna einum hópi í sálfræði 103 í MH núna í haust. Kennslan hefst mánudaginn 22. ágúst.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Sceptic's Annotated Bible

Mjög skemmtileg síða sem sýnir allar vitleysurnar í Biblíunni.

Bush vill intelligent design inn í skóla

Jæja, ekki verður þetta nú til að auka álit heimsbyggðarinnar á Bandaríkjamönnum. Af mbl.is:

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, vill að auk þróunarkenningar Charles Darwins verði kennt í skólum að þróunin hafi öll átt sér stað undir handleiðslu guðs.

Sjá meira...

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Arabic Chillout

Nýjasta tónlistin sem ég var að uppgötva. Held samt að það sé erfitt að finna hann, en hægt er að skoða hann á Amazon.com hér.