miðvikudagur, maí 31, 2006

The Human Marvels

Í framhaldi af síðustu færslu vil ég svo benda á síðuna The Human Marvels, sem fjallar um skeggjaðar konur, dverga, risa og margar aðrar áhugaverðar persónur.

Craniopagus parasiticus

Þetta er nú bara eitt það skrýtnasta og óhuggulegasta sem ég hef lesið. Ástandið heitir craniopagus parasiticus og lýsir því að á höfði annars tvíbura er áfast höfuð hins tvíburans, nema hvað þessi tvíburi nr. 2 hefur engan búk og gæti því ómögulega lifað einn og sér.

Þetta finnst mér sérlega óhugnanleg lýsing:
Doctors said the second head was capable of smiling and blinking

Hér er meira um þetta furðulega fyrirbæri.

mánudagur, maí 29, 2006

Bústaður og rottur

Kallinn verður með bústað frá og með morgundeginum í viku.

Það yrði mjög gaman að fá rottuheimsóknir um helgina, það er pottur og læti þannig að þið getið fengið að sjá mig í hlébarða g-strengnum.

Verið í bandi.

P.s ég var að heyra að framsóknarviðbjóðurinn væri að fara í stjórn með íhaldinu í rvk. Þess vegna ætla ég að flytja út í bústað þangað til að ég finn íbúð í hafnafirði, greinilega eina fólkið með viti.

mánudagur, maí 22, 2006

Alltaf sömu snillingarnir hjá mbl.is

Samkvæmt upplýsingum frá menntaráði Reykjavíkur voru einkenni þunglyndis mun algengari í hópi þeirra sem leið illa en hjá öðrum nemendum.

Nánar hér, ef einhver skyldi hafa áhuga á frétt sem inniheldur svona setningu.

Ertu óviss á hvað skuli kjósa?

Á afstöðu.is er hægt að taka lítið og nett próf sem gæti hjálpað þér að taka ákvörðun í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Samkvæmt prófinu eru skoðanir mínar líkastar skoðunum Samfylkingarinnar, og það er held ég einmitt flokkurinn sem ég enda á að kjósa.

laugardagur, maí 13, 2006

laugardagur, maí 06, 2006

Krepera

Ég er að krepera... krepera krepera krepera. Kreeeepera. Krep krep krep krep, kreeeeeep. Og syngið með mér: Krep krep krep, dúú-wap, krep krep krep, dúú-wap. Og klappa saman höndum! Og stappa! Vúhú!

föstudagur, maí 05, 2006

Holy crap!

Jesús guð og aðrir gaurar. Lina Medina er yngsta móðir í heimi. Hún var aðeins fimm ára þegar hún átti barnið. Sjá nánar hér.

þriðjudagur, maí 02, 2006