mánudagur, maí 22, 2006

Ertu óviss á hvað skuli kjósa?

Á afstöðu.is er hægt að taka lítið og nett próf sem gæti hjálpað þér að taka ákvörðun í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Samkvæmt prófinu eru skoðanir mínar líkastar skoðunum Samfylkingarinnar, og það er held ég einmitt flokkurinn sem ég enda á að kjósa.

2 ummæli:

Andri Fannar sagði...

Flott hjá þér Heiða - en mér finnst málið ekki bara snúa um stefnumál, heldur reyndar fyrst og fremst trúverðugleika - hver trúir því að gamall kerfiskall - sem er búinn að vera í þessu í 30 ár, sé allt í einu orðin félagshyggjusinni? Í þeim sveitarstjórnafélögum sem íhaldið stjórnar eru iðulega dýrast á leikskóla (og skattur reyndar). Auk þess voru þeir á móti því þegar samfylkingin hækkaði laun þeirra lægstu, og þeir sátu hjá þegar samþykkt var að lækka leikskólagjöld (þeir voru þó sammála alfreði að gafa fram auka 25 milljónir út af engu)

Mér finnst voða furðulegt að fólk trúi íhaldinu - að nú þegar þeir sjá að skuldavælið þeirra gangi ekki, þykist þeir allt í einu ætla að verða velferðaflokkur....

Asdis sagði...

Það vantar svona fyrir Kópavog... annars kom ég út jafnt skipt á milli allra flokkanna fyrir Reykjavík.