þriðjudagur, janúar 30, 2007

Alltaf stutt i húmorinn

Hvað segiru Heiða mín vantar alveg glens á síðuna?

Óuppgerð mál

Nú eru liðin tvö ár og ég held að Heiða Dóra og Andri Fannar hafi aldrei klárað umræðuefnið hvort fatlaðra-satan sé íbygginn og ef svo er hvort hann sé góður í skák. Og er Andri farinn að lykta eins og Aszit? Ég er líka alltaf að bíða eftir bókinni hans: "I Found Spinoza: Urine and negative emotions.

Good times.

mánudagur, janúar 29, 2007

Fyrir um tveimur árum síðan...

Hér er eldgömul færsla frá Andra Fannari og hún er bara einum of fyndin. Mæli með að allir kíki á.

Andri, ég sakna þín. Hættu að rotna í Glitni og komdu að rottast.

P.S. Við erum hætt að vera fyndin. Hvar er allt fyndna fólkið?!?

Áhrif eiturlyfja á heilann

Fært í teiknimyndabúning hér.

Bestu greinarnar

Vísindamenn kjósa bestu greinarnar á síðunni BioWizard.

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Enn ein spurning til rottanna

Sælt veri fólkið.

Man einhver eftir stúlku sem sagt var frá í því gæðavísindariti Morgunblaðinu um daginn sem var að klára doktorsnám í sálfræði frá Lübeck í Þýskalandi? Hafði örvað heilabylgjur fólks í djúpsvefni sem virtist bæta frammistöðu þeirra á minnisprófum (skv Mogganum allavega). Man einhver eftir þessari stúlku og hvað hún heitir?

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Breyting á saumaklúbb.

Sælar kjallararottur.

Það er smá húsnæðisbreyting. Sökum þess að Heiða er að fara í Ísland í býtið á föstudaginn verður Lordosis + haldið í Rituhólum 9, 111 Reykjavík, en þangað ættu flestir að hafa komið. Sem áður verður saumaklúbburinn haldinn klukkan 20. Þið látið það berast til þeirra sem vilja vita.

Sjáumst þá.

mánudagur, janúar 22, 2007

OK, vá!

Þetta er svo yndislega asnalegt og æðislegt í senn. Neurotree: The Neuroscience Family Tree. Þarna getur maður rakið "ættir" fræðimanna, það er X lærði hjá Y sem lærði hjá Z o.s.frv. Brill.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Lordosis extended útgáfa

Það er alveg kominn tími á saumaklúbbinn okkar, Lordosis. Þar sem við erum voða fáar núna rottustelpurnar langar mig gjarnan að bjóða strákarottum líka. Þetta verður þá heima hjá mér í Miðhúsum 42 á fimmtudaginn kl. 20:00. Látið vita hér hvort þið komist.

Sjáumst!

P.S. Ég er jafnvel að hugsa um að prjóna, megið taka með ykkur alvöru handavinnu ef ykkur sýnist svo.

föstudagur, janúar 19, 2007

Heitar umræður

Ég bendi að gamni á að heitar umræður eru í svörum við færslunni hér fyrir neðan um "almennilega blaðamennsku".

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Boðin skólavist hjá Brown :-)

Með einu skilyrði: Að ég heimsæki prógrammið. Hehe. Ég fer út í lok febrúar, verður örugglega bara skemmtilegt.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Alvöru blaðamennska

Rosalega væri gaman ef það væri almennilegt dagblað á Íslandi eins og Guardian í Bretlandi. Þar birtist þessi færsla í IgnopediA, pistli sem birtist reglulega í G2 (það sem Tímarit Morgunblaðsins er að rembast við að herma eftir):


Postmodernism
Everyone vaguely understands what "postmodernism" is, yet no one actually knows what it means. Close your eyes and toss a shoe across the room and the chances are you'll hit something postmodern, especially if you're a saddo with a house full of po-faced furnishings.

Critics claim the term postmodern is merely a polite substitute for "smart-arsed". Post-modernists simultaneously agree and disagree with this analysis in a morally relativistic, smart-arsed sort of way, before disappearing in a puff of irony and reappearing on the panel of a pointless late-night cultural review show aimed at the sort of simpering dick who chuckles politely in theatres each time one of the characters cracks a joke about King Lear or Nietzsche or the French or criticism or politics or architecture or any of the other subjects playwrights like to crack miserably piss-weak jokes about for an audience of several dozen tittering eggheads.

In summary, the single most important function of post-modernism is to give medium-wave intellectuals a clever-sounding phrase to masturbate with while the rest of us get on with our lives and ignore them.

mánudagur, janúar 15, 2007

Fyrir fundinn

Allir sem vilja eru velkomnir á fundinn á morgun. Ég býst við að hann verði frekar afslappaður. Ég vil þó biðja ykkur um að kynna ykkur aðeins þessi eyðublöð um stofnun félagasamtaka:

Umsókn um skráningu í fyrirtækjaskrá og úthlutun á kennitölu til aðila samkvæmt
4. tl. 2. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá.


Sýnishorn af lögum/samþykktum fyrir félagasamtök.

Sjá nánar á vef Ríkisskattstjóra.

Einnig þurfið þið helst að hafa upphugsað einhvers konar hugmyndir eða drög að reglum félagsins, allavega hugleiða með sjálfum ykkur hvað þið viljið að svona félag geri.

laugardagur, janúar 13, 2007

Fann fjandi góða tónlist

Hraun heitir hljómsveitin og ég rakst á hana á MySpace. Spila kokkteil af Nick Drake, Will Oldham og einhvers konar pönki. Reyndar ekki allt í sama laginu. Mæli með "Clementine".

Ég minni að lokum á fundinn á þriðjudag.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Fundarboð

Boðað er til fundar kl. 20 á Café Victor, þriðjudaginn 16. janúar. Markmiðið með fundinum er að ganga frá stofnun nýs félags um hug, heila og hátterni. Ræðið endilega í athugasemdum við þessa færslu.

Loksins! Vei!

Á næstu fimm árum munu framlög ríkisins til rannsókna í Háskóla Íslands þrefaldast. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum samningi HÍ og menntamálaráðuneytisins sem undirritaður var í dag. Sjá nánar í vísindafréttum á Vísindavefnum.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Tilvitnun dagsins

"Aristotle taught that the brain exists merely to cool the blood and is not involved in the process of thinking. This is true only of certain persons."

~ Will Cuppy, The Decline and Fall of Practically Everybody, 1950

Gunga


Jæja, ég ætla að reyna að hætta þessum veimiltítustælum og hætta að vera hrædd við stóru, ljótu háskólana. Nenni því ekki, er of orkufrekt. Ætla þó að áskilja mér rétt til þess að kvarta undan óþolandi flóknu, dýru og tímafreku umsóknarferli.

Tjú tjú litla lest! I-think-I-can-I-think-I can-I-think-I can...

sunnudagur, janúar 07, 2007

Og Brown

Brown University vill líka fá mig í viðtal :-) Gott mál. Vilja líka fá mig í símaviðtal eða einhvern fjandann á næstu dögum. Andskotinn. Stundum langar mig bara að leggjast undir sæng og fara ekkert þaðan aftur. É'hrædd :-(

laugardagur, janúar 06, 2007

Hittingur heima

Hellúú, allir

Jú, maður á víst afmæli á sunnudaginn og í tilefni af því verður smá hittingur heima hjá mér á laugardagskvöldið 6. janúar. Ekkert fansí, bara kjallararotturnar í kósífíling heima hjá mér. Ég býð upp á osta og eitthvað fleira sem ég finn í ísskápnum, kannski líka bollu ef ég finn hráefnin í hana. Annars er ykkur velkomið að koma með ykkar eigin drykki.

Það er þá um níu-leytið, laugardagskvöldið 6. janúar að Rituhólum 9 í Breiðholti. Mér þætti vænt um að fá einhverjar upplýsingar um hverjir ætla að mæta, en það er ekki skylda.

Afsakið hvað ég er sein að láta vita, ég er bara nýkomin heim frá Lúxemborg og var varla tengd við netið alla vikuna.

Ég hlakka til að sjá ykkur.
Lilja

föstudagur, janúar 05, 2007

Jæja, smá góðar fréttir

Columbia (Neurobiology & Behavior) vill fá mig í viðtal. Yfir 300 sóttu um en aðeins 30 eru boðaðir í viðtal, svo þetta er áfangi út af fyrir sig. Lítur því út fyrir að ekki sé allt of langt í aðra ferð mína til Bandaríkjanna.

Já, er það?

Jóna Björg Sætran, M.Ed. segir:
Maður einbeitir sér á ákveðinn hátt áður en ferlið hefst. Að því loknu tekur við slökun og efnið myndlesið án þess að horfa skýrt á það og augunum er beitt á ákveðinn hátt. Undirmeðvitundin er þannig notuð á meðvitaðan hátt.

Krakkar, þið þurfið bara að fara að verða meðvituð um undirmeðvitundina. Kannski ættu giftir piparsveinar að gera slíkt hið sama, sömuleiðis sofandi uppvakningar...
Undirmeðvitundin notuð á meðvitaðan hátt til lesturs í Fréttablaðinu.

Finndu fimm villur!

Þegar ég var lítil fannst mér rosa gaman að leysa svona þrautir þar sem maður átti að finna villurnar. Nú er komin önnur útgáfa af þessu sívinsæla viðfangsefni. Taktu bara einhverja frétt íslenskra fjölmiðla um vísindi og reyndu að finna fimm villur. Og vittu til, þú munt að öllum líkindum finna þær ef þú leggur þig fram!

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Lag dagsins

Fyrir þá sem ekki vita var Róisín Murphy söngkona Moloko en sú hljómsveit er því miður liðin undir lok. Við tók sólóferill Róisínar og lag hennar Ramalama er allt í senn furðulegt, frumstætt og kynþokkafullt. Hlustið og njótið.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Úr Hávamálum

Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á.
Hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?

mánudagur, janúar 01, 2007

Ruslpóstur

Langaði bara til að deila með ykkur smá fróðleik sem mér var sagður hér um jólin. Í Keflavík ku sorphirðugjöld hafa verið hækkuð sökum þess að sorphirða kostar sveitafélagið meiri pening nú útaf öllum ruslpóstinum sem fólk fær inn um bréfalúfuna sína. Er eitthvað rökrétt við það að keflvíkingar þurfi að borga fyrir dominos bæklinga sem þeir báðu aldrei um?

Annars bara gleðilegt ár allar rottur. Sú fyrsta ykkar til að svíkja nýársheit fær bjór í verðlaun. Nema sigrún sif. Hún fær lífrænt ræktaðan ávöxt ef hún vinnur.

Hið árlega LOTR maraþon

Verið öll velkomin til okkar Björns í hið árlega Lord of the Rings maraþon í dag, 1. janúar 2007. Horft verður á allar myndirnar í lengdri útgáfu og verður því sýningin í gangi í allan dag. Fólk getur komið og farið eins og því sýnist. Gott getur verið að taka eitthvað með til að maula og súpa.

Sjáumst vonandi, og gleðilegt ár :-)