sunnudagur, janúar 30, 2005

hættur að drekka

heyrið rottur - ég held ég sé orðinn alki. Án djóks ég var fullur á fimmtudaginn, föstudaginn og í gær af engri góðri ástæðu. Ég ætti að vera að læra, svo ég skíti ekki á mig aðra önn í röð. Þarf maður þá ekki að fara að ganga í bleiju?

Ég held ég hafi bara ekki nógu mikið self efficacy! Þess vegna drekk ég. Því mér líður svo illa INN í mér....

Er ekki annars vísindaferð næsta föstudag eða?

andri rotta

Rotating snakes

Þessi mynd er EKKI á hreyfingu (it's all in your head).

föstudagur, janúar 28, 2005

fimmtudagur, janúar 27, 2005

hvað er þetta fólk að tala um?

Fann fleiri pómó texta (á khí, en ekki hvar, leiðinlegt að rökleysa og almenn vitleysa þurfi að bitna á grunnskólabörnum!)
og þessi snillingur er ekki að grínast!


Hlutverk kennara
Samstarfsmaður (e. collaborator). Sérfræðingur sem vinnur með nemendum og leiðir þá inn í vinnubrögð og menningu fagsins.

Þekkingarfræðilegur grunnur
Þekking er byggð upp í félagslegum athöfnum og er dreifð meðal fólks í samfélaginu og þar á meðal nemenda í skóla.

Námskenning og forsendur fyrir námi
Félagsleg hugsmíð. Vitsmunir eru afstæðir og skilningur er háður samhengi, tilgangi, verkfærum og athöfnum. Þekking er samkomulag sérfræðinga á viðkomandi fagsviði um merkingu. Nemendur koma sér saman um þekkingu í gegnum samvinnunám.

Hlutverk nemenda
Lærlingur: Nemendur ganga inn í heim sérfræðinga og læra að aðlagast menningarheimum þeirra. Til þess þurfa þeir að breytast og skapa ný skemu eða hugsanaferla.

Tilgangur kennsluathafna
Kennarar taka þátt í að byggja upp þekkingu með nemendum með því að: Kalla fram, aðlagast og átta sig á (for)hugmyndum nemenda.
Virkja nemendur og vinna með þeim að athugunum þar sem útkoman er ekki þekkt fyrirfram.
Leitast við að viðfangsefni og vinnuferli námsins séu sem líkust raunveruleikanum.
Við hönnun námskeiðs er gengið út frá nemandanum.

Mér finnst þetta síðasta best, að það sé hlutverk vinnuferli námsins að vera líkastur raunveruleikanum, þar sem þessi snillingur sagði ofar á blaðinu að þekking væri afstæð félagsleg hugsmíð (og samkomulag!) - heiða eigum við að vera sammála um að tunglið sé ostur (samkomulag) og fá svo að kenna það í grunnskóla. Það upfyllir skilyrðin um þekkingu!!!!

Pómó orðabókin

Fanna þessa orðabók á netinu (á síðu sem heitir fashionable nonsense) Þetta er orðabók pómóa, sálgreinara og pómó femínista:

E=MC2
Probably a sexed equation, the product of a male obssession with speed. 'Is e=mc2 a sexed equation?...Perhaps it is. Let us make the hypothesis that it is insofar as it privileges the speed of light over other speeds that are vitally necessary to us. What seems to me to indicate the possible sexed nature of the equation is not directly its uses by nuclear weapons, rather it is having privileged what goes the fastest...' [Luce Irigaray, Le sujet de la science est-il sexue?]

Empiricism
Absurd notion that observation and measurement are useful in getting to know about things (see positivism).

Evidence1.
Something that can be tailored to the requirements of my arguments.2. A tiresome thing that may conflict with something that I believe.

Fanatic
Someone who strongly believes something I don't believe.

Knowledge
A human convention subject to fashion, so likely to become out of date quickly, like clothes and shoes and hair styles.

Logic
Pestiferous male invention. Probably something to do with imperialism, too.

Measurement
Tedious, pedantic activity engaged in by scientists because they have nothing better to do. They need to get a life.

Narrative
It's all narrative. Get real, of course it is. All that stuff about evidence and logic is just window dressing, we all know that. Just a way for scientists to puff up their pathetic little egos. They're just spinning a tale like everyone else.

Newton
Like Bacon, an advocate of raping Nature. Also a pitiful has-been. Inventor of a pathetic outdated unhip linear kind of mathematics and astronomy-type thing that worked okay for a couple of centuries but has now been completely left behind because during the time that everyone was so fed-up after the 1914-1918 War, the Zeitgeist came up with quantum mechanics, and after that poor old Newton looked very very obsolete indeed. Shows you can never be too careful about keeping up.

Freud
Though he did have some unfortunate ideas about women, he discovered the Unconscious, despite the many people who had pointed out its existence before, so we have to keep paying homage to him.

Reason
Bad, toxic entity, that foolish people use when they ought to use their inner voice, or angels, or intuition, or a gut feeling, or their hearts, or the I Ching.

Scientist1.
Wicked, elitist, narrow-minded member of tiny unelected aristocracy which does not share the beliefs of the great majority of people. "How can metaphysical life [New Age] theories and explanations taken seriously by millions be ignored or excluded by a small group of powerful people called 'scientists'?" [Andrew Ross, Strange Weather]2. A bourgeois, legitimator of capitalist exploitation. "Science is the ultimate legitimator of bourgeois ideology." [Lewontin, Kamin and Rose, Not in our Genes] See Starbucks.3. A dull, plodding, unimaginative person who only knows how to count things; a bore; a geek, a nerd, a swot, a grind.

Self-esteem
What children go to school to learn. The curriculum.


skemmtilegasti tíminn í sálfræði

heyrið rottur, einkum kartista dissociative snjalli mongólíti, ég var í tíma í sérefninu í dag og ég held að þetta hafi verið skemmtilegasti tíminn sem ég hef farið í. Við vorum fjögur og það þurfti að reka okkur út því við höfðum farið 30 mín umfram leyfilegan tíma (hversu oft gerist það???). Rifrildi af bestu gerð þar sem við máttum reflectera og endurspegla okkar skynjanir um einstaklinga og afstæða raunveruleikann sem fylgir sjálfsýmindinni í breytilegu kúltúrsamfélagi póst módernismans.
Þið eruð að missa af miklu pómóarnir ykkar, ég vil nú meina það.

andri

Drafnir

Hinar ágætu Drafnir hafa bæst á tengiliði kjallararottnanna. Þar má meðal annars lesa hinn mjög svo skemmtilega leirburðartexta sem Heiða Dóra bjó til í síðustu vísindaferð:

Freud er oj oj.
Skinner er winner.
Watson er perri.
Marks er verri.
Nei, ég trúi því ekki, vísaðu í rannsóknir.
Nei, ég trúi því ekki fyrr en ég fæ sannanir.

Fyrir þig, Vaka

Hahaha, ég veit ekki með ykkur, en ég hló eins og vitleysingur að þessu. Hafið hljóðið á tölvunni, samt.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Ég er ekki viss um að Calvin gengi vel hjá Magnúsi í Perranum...


Hafið þetta í huga, pervertarnir ykkar!

Næturvökur

Enn á ný sit ég hér alein um nótt að reyna að læra, en er ekki að gera það heldur að blogga, lesa blogg, fara í kapla eða sprengjuleit (minesweeper). Af hverju ég er vakandi veit ég ekki, nema bara það að alltaf þegar ég hef minnsta tækifæri til þess sný ég sólarhringnum við. Þetta leiddi meðal annars til þess að ég svaf yfir mig í tíma sem byrjaði kl. 14:40. :-Þ Þetta get ég, því ég er... dadadada... þnnnnjalli mongólídinn!!!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Andri...

Farðu nú að skrifa eitthvað, þetta blogg var þín hugmynd. Og þið hin líka, ég nenni þessu ekki alein.

Buhu :'-(

Mig langar í MIT í Cognitive Neuroscience, en það kostar bara svo mikið, og það sækja svo margir um. Buhu... Hér er annars hægt að lesa um prógrammið.

mánudagur, janúar 24, 2005

Tölva lærir að leika sér

Í New Scientist segir meðal annars: "CogVis, developed by scientists at the University of Leeds in Yorkshire, UK, teaches itself how to play the children's game by searching for patterns in video and audio of human players and then building its own "hypotheses" about the game's rules." Hægt er að lesa meira hér.

Rakst á þessa síðu

Skammist ykkar, stelpur, að hafa ekki auglýst þessa síðu ;-)

Þetta er bara nokkuð gott


I am 42% loser. What about you? Click here to find out!

laugardagur, janúar 22, 2005

Ég er ekki nörd?!?


I am nerdier than 38% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Við höfum fengið áskorun í nördisma!

Hún Hrefna sáli skorar á kjallararotturnar til að taka nördapróf og athuga hvort þær sprengi ekki skalann. Tékkið á þessu með því að ýta á titil þessa pósts. ;-D

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Durex-könnunin um kynlífshegðun

Hér má meðal annars lesa að Íslendingar byrja yngstir allra þjóða að stunda kynlíf, og titraraeign er mest hjá íslenskum konum.

Asískur

Svartur

Manga

Api

Kvenlegur

Gamall

Ungur

Baldur venjulegur

Face transformer

Þetta er stórskemmtilegt! Ef þið viljið prófa, ýtið þá á titil þessa pósts. Munið bara að andlitið á fólki verður að snúa beint fram til þess að þetta virki.

sunnudagur, janúar 16, 2005

Rottur fljúga flugvélum

Kjallararotturnar eru ekki einu snjöllu rottur heimsins. Nú hefur tekist af búa til tauganet úr lifandi taugavef (úr rottum) og að kenna netinu að fljúga flugvélum. Magnað.

Skoðið tengilinn í titli póstsins.

Skrýtið gærkvöld

Gærkvöldið var frekar skrýtið, allir eitthvað hálfpirraðir, líklega vegna þess að enginn vissi almennilega hvort þetta kvöld yrði notað í afslöppun eða djamm. Maturinn var aftur á móti prýðilegur, og ég er eiginlega ennþá södd. ;-) Allir kokkar fá hrós fyrir það, og Sigga, mundu eftir að gefa mér uppskriftina af súkkulaðimússinu þínu. Svo sjáumst við öll, vonandi aðeins hressari, á þriðjudaginn. Þangað til, adios!

laugardagur, janúar 15, 2005

kominn á svæðið!

Jæja þé er ég loksins kominn í blogg gírinn. Heiða hleypi mér loksins inná og nú verður ekki aftur snúið. Hér mun ég trylla lýðinn með Cartískri tvíhyggju. Vísa í tíma ,og þá aðallega ótíma, í Guð, engla og helga siði í tengslum við vísindin þegar þeir koma vísindunum ekkert við...... heiða þú verður þá ekki lengur bara trúleysingi heldur líka brjáluð út í mig! (og þá ekki svo góð manneskja? ;p hehe). Næ í rannsóknir úr félagslegu sem benda til jaðarmarktektar á sambandi einhvers sem skiptir engu máli, bendi á réttmæti og áreiðanleika frávarpsprófa og kem með pælingar sem eru svona..... innímér. Því ég er sálfræðinemi sem er svo næmur á svona hluti! Svo þegar allt er komið í óefni tekur binni heimski við og veit ekkert af hveru þið eruð svona brjáluð út í mig því hann lá bara í dvala á meðan binni klári (veit ekki hvort hann verði svo klár lengur) ,,eipaði"( á góðri útlensku frá vestmannaeyjum)!......frábær önn framundan

Og þegar enginn getur stillt sig yfir vitleysunni í mér nota ég bara Sneddann á þetta og segi ,, hvað eru þið að gagnrýna mig eiginlega þegar ég veit ekki sjálfur hvað ég er að segja!" þegiði bara..... ;)
Sjáumst í kvöld ;)

Hér er ein fyrir þig, Andri

Skinner með The Origins of Cognitive Thought.

Boð og bönn fyrir matarboðið

Well, krakkar, nú er kominn tími til að leggja ykkur reglurnar fyrir matarboðið, eða "knytkalaset", eins og það hljómar á sænsku. Vantar eiginlega rétt orð fyrir þetta á íslensku, samskotsboð gæti þetta hugsanlega heitið.

1) Til þess að forðast það að það verði of mikill eða of lítill matur er best að miða við að hver einstaklingur eða par komi með jafnmikinn mat og hann/það getur borðað sjálfur/sjálft.

2) Hver einstaklingur/par kemur með það að drekka sem hentar réttinum sínum. Þeir sem ætla ekki að drekka áfengi koma bara með gos eða eitthvað annað sniðugt.

3) Allir stjóta svo saman, allir éta, drekka og gleðjast.

4) Það er ekkert gaman að fara alltaf í bæinn, ég segi heimapartý í þetta skiptið.

Eitthvað fleira?

föstudagur, janúar 14, 2005

Jæja litlu rottur

Ætlið þið ekki að fara að bæta við einhverjum skemmtilegum tenglum? Ég er orðin þreytt á að skoða bara mína eigin. Leiðbeiningar eru í öðrum pósti hér fyrir neðan.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

post cognitivism, skinner og wittgenstein

Eitt af því sem ég las um post-cognitivisma er andúð við representations. (Ég held að þessi klassíski cognitivismi, um reglur og svo framvegis, sé löngu liðin tíð með connectionisma, sem líkist tengslahyggju Humes og atferlishyggju Skinners í vissum skilningi). En hvernig sem fer, þá voru representations eitt af því sem að Skinner gagnrýndi einna mest,( og af útleggingu Kripkes á verkum Wittgensteins, er nokkuð ljóst að reglur geta ekki orsakað þá hegðun sem hún fylgir). Þess vegna skil ég ekki hvað sálfræðingar hafa á móti atferlishyggju Skinners. Hann taldi best að skýra atferli (og þá malhegðun einnig) án þess að vísa í kartískan heim táknana - við teljum okkur hafa skýrt hegðun, þegar ekkert slíkt hefur átt sér stað, heldur er henni lýst (og þeim reglum sem hún fylgir) - og þetta er talin orsök hennar sem náttúrulega stenst ekki.

Ég er ekkert viss hvort það sé til minni eða athygli í heilanum. Áreiti i umhverfinu breyta taugatengingum, og þær tengjast hreyfistöfðum sem leiða til breytinga á tilhneygingum til breytni (atferlis í víðum skilningi) - og líklega einhverskonar lífeðlislegri starfsemi sem tengist upplifunum og geðshræringum. En sálfræði hlýtur að snúa að að skýra atferli ekki lýsa því. Það skýrir ekki neitt að telja orsakir hegðunar stafa af hugrænum táknunum, eða abstract conceptum, sem hljóta að koma af námi - það þarf enn að skýra þær.

En ég er búinn að fá mér koníak og lítið vit í þessu fátækum skrifum mínum (og ég bið guð og menn að fyrigefa stafsetningarvillurnar). Heiða, kíktu á greinina "Why I am not a cognitive psychologist" eftir Skinner sem er líklega til í ritinu Behaviour and Philosophy sem er til á netinu. Það sem þessir post-cognitivistar (eða uppgjafa mentalistar) eru að uppgvöta núna var eitthvað sem Skinner benti á fyrir löngu.

Andri rotta


Post-Cognitivism

Post-Cognitivism á Wikipedia
Nokkuð áhugaverð grein um sama efni

Kristni

Ég er ekki kristin manneskja í þeim skilningi að ég trúi því að Jesús sé sonur Guðs. Ég trúi aftur á móti á þá heimspeki og þá siðfræði sem Jesús boðaði. Þegar ég fermdist valdi ég mér vers úr Biblíunni til þess að fara eftir í lífinu. Ég valdi mér gullnu regluna: "Allt það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." Pabbi minn sagði alltaf eitthvað á þá leið að það skipti ekki mestu máli að vera trúuð manneskja, heldur að vera góð manneskja. Og það vona ég að allir reyni að vera.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Laugardagur til lukku

Rottur allra landa sameinist, draugur gengur laus um kjallarann, draugur ofáts og alkohólisma. Andri hefur legið í lyfjarússi síðan um áramótin, ég reykti mig nær í hel, fékk lungnabólgu og braut á mér tána meðan Lilja fór í skakka-ferð til Kaupmannahafnar. Nú er mál að linni.

Dettum í það saman eins og í gamla daga (Heiða má alveg kalla það ,,kósí dinner" ef hún er ennþá timbruð síðan um síðustu helgi). Verum full, förum á trúnó, fáum okkur sígó, syngjum og endum á stolnum hjólum.

Þar sem Sigga er gölluð getur hún ekki komið heim til mín (og fyrst hún getur það ekki er hún ekki velkomin), svo það beinast öll spjót að Andra. Tími til kominn að vaska upp 3ja og hálfs mánaða gamlan bunka af leirtaui, þrífa ofninn sem brann í byrjun júlí og gluða sápu í klósettskálina. Íbúðin hækkar í verði um ca 700 þúsund!

Laugardagkvöldið stefnir í eitthvað stórt, fullt og feitt.

Allir elda og koma með eitthvað í púkkið nema Vaka, hún sér um skemmtiatriði.
Látum svo ömmu hans Andra henda okkur út um 4 leytið.
Getur þetta klikkað?

POST-COGNITIVIST PSYCHOLOGY CONFERENCE 2005

Þetta virðist vera áhugaverð ráðstefna. Mig langar virkilega að fara. Ætli það sé hægt að fá styrk til þess? Kannski ég tali við Árna?

Þetta er vefur ráðstefnunnar.
Þetta er smá umfjöllun um hana á Usenet-hópunum.

Hversu öruggur er vafrinn þinn?

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Internet Explorer vafrinn hefur ýmsa mjög alvarlega öryggisgalla, svo alvarlega að hver sem er getur fengið aðgang að tölvum þar sem vafrinn er í notkun ef manneskjan kann eitthvað fyrir sér.

Hér geturðu athugað hversu öruggur vafrinn þinn er.

Ýmsir aðrir vafrar en Internet Explorer eru til, þar á meðal Firefox og Opera, sem er hægt að hala niður ókeypis.

Hér geturðu halað niður Firefox.
Hér geturðu halað niður Opera.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Breytingar á síðunni

Eins og þið sjáið er ég búin að íslenska megnið af síðunni. Hef samt ekki fundið leið til þess að breyta þessum "contributors". Það verður bara að standa eins og það er.

Ég er líka búin að bæta inn nokkrum tenglum. Allir pennar geta bætt inn tenglum. Þið loggið ykkur inn á kjallararottubloggið og veljið síðan flipann sem á stendur "Template". Þar leitið þið að svona merki <...!--Hér byrjar tenglasvæðið-->. Eftir þetta merki megið þið setja inn tengla (en plís hafið þá í stafrófsröð). Hermið bara eftir uppsetningunni hjá mér, en basically er þetta:

<...li><...a href="http://www.veffang.is">Nafn á síðu<.../a><.../li>

ATH: Punktarnir (...) eiga ekki að vera með, ég verð bara að hafa þá núna svo að þetta birtist ekki sem alvöru tengill á síðunni.

Þegar þið eruð búin að breyta kóðanum þarf að vista hann (hnappur fyrir neðan skrifsvæðið) og endurútgefa bloggið (republish blog, hnappur birtist þegar búið er að vista).

OK?

Aldrei, aldrei aftur

Ég ætla aldrei, aldrei, ALDREI að innbyrða svona mikið áfengi aftur!!! Fyrir utan það að maður hagar sér eins og vitleysingur, þá fær maður verstu þynnku í heimi. Sem betur fer gat ég nú sofið hana af mér að mestu.

Dagurinn lagaðist svo síðdegis, því við Björn héldum upp á fimm ára afmælið okkar. Það er nú pínu áfangi, ekki satt? Við ákváðum að vera ekkert að vesenast neitt út að borða eða í leikhús, heldur vera bara kósí heima. En, já, nú er Björn bara sofnaður en ég er náttúrulega ekkert syfjuð, enda svaf ég til fjögur. Held að ég snúi mér bara að honum vini mínum Harry Potter. Jámm, ætla að gera það.

Natti, natti.

Heiða

P.S. Baldur, hvernig gekk að ná rauðvíninu úr fötunum þínum? :-/

laugardagur, janúar 08, 2005

djamm í gær

þrjár rottur voru á djamminu saman í gær - og á sneplunum eins og venjulega. Okkur virðist ómögulegt að vera passleg (erum það reyndar á milli 1 til 4 bjórs). Jæja hvernig sem fer, þá sáu rotturnar ljótasta og leiðinlegsta fólk Íslands í bænum í gær. Svona í alvörunni, hvað var málið? Var bæjarkvöld hjá einhverri stofnun?

Já, og rotturnar voru: Andri, Heiða og Vaka (og reyndar systir hennar með, en hún er ekki rotta). Við byrjuðum á vegamótum en enduðu á victor, sem er kannski frekar sorglegt, en við vissum ekki af neinu öðrum stað sem var opinn (nenntum reyndar ekki að labba þetta langt).

Það gerðist ekkert markvert fyrir rotturnar þetta kvöld, Andri og Vaka fór einmanna heim eins og venjulega og Heiða rétt náði að staulast heim til sín (ekki einmanna, því kærastinn beið þar). Andri er drepast í hnéskeljunum eftir misheppnað stökk undir vatnsdraslið hjá Hlölla, og svo eru reyndar nærbuxur hans enn fastar í rassgatinu á honum eftir óteljandi "girða sig mjög mikið" brandara - aðrir hlógu þannig ...

Ætli gerist eitthvað markvert í lífi rotta í kvöld?

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Kjallararottur

Velkomin á blogg síðu kjallararottanna. Kjallararottur eru fólk sem ver óhemju tíma í kjallara Odda og er rjóminn af íslenskum háskólastúdentum....ef ekki íslendingum almennt. Á þessari síðu munu þau reflectera og endurspegla sínar skynjanir, það er, hvernig þeim líður INN í sér.