sunnudagur, janúar 30, 2005

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Drafnir

Hinar ágætu Drafnir hafa bæst á tengiliði kjallararottnanna. Þar má meðal annars lesa hinn mjög svo skemmtilega leirburðartexta sem Heiða Dóra bjó til í síðustu vísindaferð:

Freud er oj oj.
Skinner er winner.
Watson er perri.
Marks er verri.
Nei, ég trúi því ekki, vísaðu í rannsóknir.
Nei, ég trúi því ekki fyrr en ég fæ sannanir.

Fyrir þig, Vaka

Hahaha, ég veit ekki með ykkur, en ég hló eins og vitleysingur að þessu. Hafið hljóðið á tölvunni, samt.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Ég er ekki viss um að Calvin gengi vel hjá Magnúsi í Perranum...


Hafið þetta í huga, pervertarnir ykkar!

Næturvökur

Enn á ný sit ég hér alein um nótt að reyna að læra, en er ekki að gera það heldur að blogga, lesa blogg, fara í kapla eða sprengjuleit (minesweeper). Af hverju ég er vakandi veit ég ekki, nema bara það að alltaf þegar ég hef minnsta tækifæri til þess sný ég sólarhringnum við. Þetta leiddi meðal annars til þess að ég svaf yfir mig í tíma sem byrjaði kl. 14:40. :-Þ Þetta get ég, því ég er... dadadada... þnnnnjalli mongólídinn!!!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Andri...

Farðu nú að skrifa eitthvað, þetta blogg var þín hugmynd. Og þið hin líka, ég nenni þessu ekki alein.

Buhu :'-(

Mig langar í MIT í Cognitive Neuroscience, en það kostar bara svo mikið, og það sækja svo margir um. Buhu... Hér er annars hægt að lesa um prógrammið.

mánudagur, janúar 24, 2005

Tölva lærir að leika sér

Í New Scientist segir meðal annars: "CogVis, developed by scientists at the University of Leeds in Yorkshire, UK, teaches itself how to play the children's game by searching for patterns in video and audio of human players and then building its own "hypotheses" about the game's rules." Hægt er að lesa meira hér.

Rakst á þessa síðu

Skammist ykkar, stelpur, að hafa ekki auglýst þessa síðu ;-)

Þetta er bara nokkuð gott


I am 42% loser. What about you? Click here to find out!

laugardagur, janúar 22, 2005

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Durex-könnunin um kynlífshegðun

Hér má meðal annars lesa að Íslendingar byrja yngstir allra þjóða að stunda kynlíf, og titraraeign er mest hjá íslenskum konum.

Asískur

Svartur

Manga

Api

Kvenlegur

Gamall

Ungur

Baldur venjulegur

Face transformer

Þetta er stórskemmtilegt! Ef þið viljið prófa, ýtið þá á titil þessa pósts. Munið bara að andlitið á fólki verður að snúa beint fram til þess að þetta virki.

sunnudagur, janúar 16, 2005

Rottur fljúga flugvélum

Kjallararotturnar eru ekki einu snjöllu rottur heimsins. Nú hefur tekist af búa til tauganet úr lifandi taugavef (úr rottum) og að kenna netinu að fljúga flugvélum. Magnað.

Skoðið tengilinn í titli póstsins.

Skrýtið gærkvöld

Gærkvöldið var frekar skrýtið, allir eitthvað hálfpirraðir, líklega vegna þess að enginn vissi almennilega hvort þetta kvöld yrði notað í afslöppun eða djamm. Maturinn var aftur á móti prýðilegur, og ég er eiginlega ennþá södd. ;-) Allir kokkar fá hrós fyrir það, og Sigga, mundu eftir að gefa mér uppskriftina af súkkulaðimússinu þínu. Svo sjáumst við öll, vonandi aðeins hressari, á þriðjudaginn. Þangað til, adios!

laugardagur, janúar 15, 2005

kominn á svæðið!

Jæja þé er ég loksins kominn í blogg gírinn. Heiða hleypi mér loksins inná og nú verður ekki aftur snúið. Hér mun ég trylla lýðinn með Cartískri tvíhyggju. Vísa í tíma ,og þá aðallega ótíma, í Guð, engla og helga siði í tengslum við vísindin þegar þeir koma vísindunum ekkert við...... heiða þú verður þá ekki lengur bara trúleysingi heldur líka brjáluð út í mig! (og þá ekki svo góð manneskja? ;p hehe). Næ í rannsóknir úr félagslegu sem benda til jaðarmarktektar á sambandi einhvers sem skiptir engu máli, bendi á réttmæti og áreiðanleika frávarpsprófa og kem með pælingar sem eru svona..... innímér. Því ég er sálfræðinemi sem er svo næmur á svona hluti! Svo þegar allt er komið í óefni tekur binni heimski við og veit ekkert af hveru þið eruð svona brjáluð út í mig því hann lá bara í dvala á meðan binni klári (veit ekki hvort hann verði svo klár lengur) ,,eipaði"( á góðri útlensku frá vestmannaeyjum)!......frábær önn framundan

Og þegar enginn getur stillt sig yfir vitleysunni í mér nota ég bara Sneddann á þetta og segi ,, hvað eru þið að gagnrýna mig eiginlega þegar ég veit ekki sjálfur hvað ég er að segja!" þegiði bara..... ;)
Sjáumst í kvöld ;)

Hér er ein fyrir þig, Andri

Skinner með The Origins of Cognitive Thought.

Boð og bönn fyrir matarboðið

Well, krakkar, nú er kominn tími til að leggja ykkur reglurnar fyrir matarboðið, eða "knytkalaset", eins og það hljómar á sænsku. Vantar eiginlega rétt orð fyrir þetta á íslensku, samskotsboð gæti þetta hugsanlega heitið.

1) Til þess að forðast það að það verði of mikill eða of lítill matur er best að miða við að hver einstaklingur eða par komi með jafnmikinn mat og hann/það getur borðað sjálfur/sjálft.

2) Hver einstaklingur/par kemur með það að drekka sem hentar réttinum sínum. Þeir sem ætla ekki að drekka áfengi koma bara með gos eða eitthvað annað sniðugt.

3) Allir stjóta svo saman, allir éta, drekka og gleðjast.

4) Það er ekkert gaman að fara alltaf í bæinn, ég segi heimapartý í þetta skiptið.

Eitthvað fleira?

föstudagur, janúar 14, 2005

Jæja litlu rottur

Ætlið þið ekki að fara að bæta við einhverjum skemmtilegum tenglum? Ég er orðin þreytt á að skoða bara mína eigin. Leiðbeiningar eru í öðrum pósti hér fyrir neðan.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Post-Cognitivism

Post-Cognitivism á Wikipedia
Nokkuð áhugaverð grein um sama efni

Kristni

Ég er ekki kristin manneskja í þeim skilningi að ég trúi því að Jesús sé sonur Guðs. Ég trúi aftur á móti á þá heimspeki og þá siðfræði sem Jesús boðaði. Þegar ég fermdist valdi ég mér vers úr Biblíunni til þess að fara eftir í lífinu. Ég valdi mér gullnu regluna: "Allt það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." Pabbi minn sagði alltaf eitthvað á þá leið að það skipti ekki mestu máli að vera trúuð manneskja, heldur að vera góð manneskja. Og það vona ég að allir reyni að vera.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

POST-COGNITIVIST PSYCHOLOGY CONFERENCE 2005

Þetta virðist vera áhugaverð ráðstefna. Mig langar virkilega að fara. Ætli það sé hægt að fá styrk til þess? Kannski ég tali við Árna?

Þetta er vefur ráðstefnunnar.
Þetta er smá umfjöllun um hana á Usenet-hópunum.

Hversu öruggur er vafrinn þinn?

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Internet Explorer vafrinn hefur ýmsa mjög alvarlega öryggisgalla, svo alvarlega að hver sem er getur fengið aðgang að tölvum þar sem vafrinn er í notkun ef manneskjan kann eitthvað fyrir sér.

Hér geturðu athugað hversu öruggur vafrinn þinn er.

Ýmsir aðrir vafrar en Internet Explorer eru til, þar á meðal Firefox og Opera, sem er hægt að hala niður ókeypis.

Hér geturðu halað niður Firefox.
Hér geturðu halað niður Opera.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Breytingar á síðunni

Eins og þið sjáið er ég búin að íslenska megnið af síðunni. Hef samt ekki fundið leið til þess að breyta þessum "contributors". Það verður bara að standa eins og það er.

Ég er líka búin að bæta inn nokkrum tenglum. Allir pennar geta bætt inn tenglum. Þið loggið ykkur inn á kjallararottubloggið og veljið síðan flipann sem á stendur "Template". Þar leitið þið að svona merki <...!--Hér byrjar tenglasvæðið-->. Eftir þetta merki megið þið setja inn tengla (en plís hafið þá í stafrófsröð). Hermið bara eftir uppsetningunni hjá mér, en basically er þetta:

<...li><...a href="http://www.veffang.is">Nafn á síðu<.../a><.../li>

ATH: Punktarnir (...) eiga ekki að vera með, ég verð bara að hafa þá núna svo að þetta birtist ekki sem alvöru tengill á síðunni.

Þegar þið eruð búin að breyta kóðanum þarf að vista hann (hnappur fyrir neðan skrifsvæðið) og endurútgefa bloggið (republish blog, hnappur birtist þegar búið er að vista).

OK?

Aldrei, aldrei aftur

Ég ætla aldrei, aldrei, ALDREI að innbyrða svona mikið áfengi aftur!!! Fyrir utan það að maður hagar sér eins og vitleysingur, þá fær maður verstu þynnku í heimi. Sem betur fer gat ég nú sofið hana af mér að mestu.

Dagurinn lagaðist svo síðdegis, því við Björn héldum upp á fimm ára afmælið okkar. Það er nú pínu áfangi, ekki satt? Við ákváðum að vera ekkert að vesenast neitt út að borða eða í leikhús, heldur vera bara kósí heima. En, já, nú er Björn bara sofnaður en ég er náttúrulega ekkert syfjuð, enda svaf ég til fjögur. Held að ég snúi mér bara að honum vini mínum Harry Potter. Jámm, ætla að gera það.

Natti, natti.

Heiða

P.S. Baldur, hvernig gekk að ná rauðvíninu úr fötunum þínum? :-/