sunnudagur, janúar 09, 2005

Aldrei, aldrei aftur

Ég ætla aldrei, aldrei, ALDREI að innbyrða svona mikið áfengi aftur!!! Fyrir utan það að maður hagar sér eins og vitleysingur, þá fær maður verstu þynnku í heimi. Sem betur fer gat ég nú sofið hana af mér að mestu.

Dagurinn lagaðist svo síðdegis, því við Björn héldum upp á fimm ára afmælið okkar. Það er nú pínu áfangi, ekki satt? Við ákváðum að vera ekkert að vesenast neitt út að borða eða í leikhús, heldur vera bara kósí heima. En, já, nú er Björn bara sofnaður en ég er náttúrulega ekkert syfjuð, enda svaf ég til fjögur. Held að ég snúi mér bara að honum vini mínum Harry Potter. Jámm, ætla að gera það.

Natti, natti.

Heiða

P.S. Baldur, hvernig gekk að ná rauðvíninu úr fötunum þínum? :-/

Engin ummæli: