miðvikudagur, janúar 26, 2005

Næturvökur

Enn á ný sit ég hér alein um nótt að reyna að læra, en er ekki að gera það heldur að blogga, lesa blogg, fara í kapla eða sprengjuleit (minesweeper). Af hverju ég er vakandi veit ég ekki, nema bara það að alltaf þegar ég hef minnsta tækifæri til þess sný ég sólarhringnum við. Þetta leiddi meðal annars til þess að ég svaf yfir mig í tíma sem byrjaði kl. 14:40. :-Þ Þetta get ég, því ég er... dadadada... þnnnnjalli mongólídinn!!!

Engin ummæli: