föstudagur, september 30, 2005

Mannfjandsamleg sálfræðideild

Sigurður Hólm skrifar:

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, fjallaði á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær um vanda geðsjúkra sem stunda nám við Háskólann. Sigursteinn sagði að háskólanemum væri mun hættari við geðröskunum en öðru ungu fólki. Ein ástæðan er líklega sú að framkoma við nemendur er oft mannfjandsamleg, sérstaklega í deildum eins og læknisfræði, lögfræði og sálfræði. Nú þekki ég ekki til lögfræði- og læknisfræðideilda háskólans en sem fyrrum nemandi í sálfræði get ég því miður staðfest að mannfyrirlitningin lifir góðu lífi í sálfræðideildinni.


Ég hef alltaf haft áhuga á sálfræði og mannlegum samskiptum og þegar ég hóf nám við HÍ í sálfræði hélt ég að sálfræðingar, og þar með sálfræðikennarar, væru allir mannlegir og vinalegir. Eins og svo oft áður hafði ég rangt fyrir mér. Ég held að ég hafi aldrei kynnst eins mörgu hrokafullu og samskiptabækluðu fólki á svo stuttum tíma. Sumir kennararnir kölluðu nemendur sína heimska og fleiri komu fram við nemendur eins og þriðja flokks mannverur. Mér er minnisstætt dæmi þar sem kennari lýsti því yfir í miðjum kennslutíma að einn nemandinn væri “of heimskur” til að stunda nám í sálfræði. Í einu tilviki gerði ég þau mistök að mótmæla þessu ofbeldi. Það var ekki vel séð.

Til að gera langa sögu stutta hætti ég í sálfræði eftir tvö ár (námið tekur þrjú ár). Ein ástæðan var sú að ég þjáðist af þunglyndi á þessum tíma og gat ekki hugsað mér að vera vikunni lengur í þessu umhverfi. Auðvitað voru ekki allir kennarar þarna hrokafullir og leiðinlegir. Þeir voru nokkrir afskaplega vinalegir og hjálpsamir, svo það sé á hreinu.

Ábending Sigursteins á hins vegar meira en rétt á sér. Kennarar við háskóla þurfa, eins og allir aðrir, að gera sér grein fyrir að aðgátar er þörf í nærveru sálar. Maður hefði haldið að kennarar í sálfræði gerðu sér grein fyrir þessu.

Undirritaður stundar nú nám við iðjuþjálfun í Háskólanum á Akureyri.

Klukk og aftur klukk

Þar sem að ég hef alltof mikið að gera er best að láta frestunaráráttuna blóstra og svara loksins klukkinu.

1. Þegar ég var lítil þá fóru foreldrar mínir með mig til Hollands. Mamma mín sagði mér að ég mætti taka með mér eina tösku og setja í hana það sem mér þætti fallegast. Og hvað fannst mér nú fallegast? –Jú auðvitað íslenskt grjót! Þegar móðir mín komst að þessu reyndi hún að útakýra fyrir mér að það væri ekki hægt að flytja grjótið aftur heim og að kannski þætti einhverjum hollenskum krökkum það fallegt (á efri árum dreg ég þetta í efa, held í mesta lagi sé einhvert hollenskt jarðfræðigrey sé á miklum villigötum). Það varð úr að móðir mín losaði fjölskyldun við grjóthlassið en til þess að mótmæla þessum aðgerðum strauk ég út um gluggan og hjólaði í burtu á alltof litla hjólinu mínu.

2. Þrátt fyrir háan aldur og gráðu í sálfræði hlæ ég ennþá að kúkabröndurum.

3. Ég hef lært eftirfarandi um fólk frá öðrum löndum:
a. Ekki kalla 2 metra þýskan dyravörð nasista.
b. Ekki halda skandinavíska kvennréttindaræðu yfir vopnuðum Tyrkja.
c. Ekki reyna að kenna Ítala á farsíman sinn.

4. Ég man ennþá hvað strákurinn sem henti sandi í mig á leikskólanum Kópahvoli heiti fullu nafni. Hann heitir Einar Jónsson.

5. Ég er með einhverskonar neglect syndrom og brýt stundum vinstri helminginn á mér. Ég hef sem sagt brotið vinstri litla putta, vinstri ökklinn á mér er víraður saman eftir Animu-djamm, vinstiri framtönnin mín er einhvers staðar í holræsakerfi Reykjavíkur (nema hún sé komin lengra –hef ekki talað við miðilinn minn nýlega) og yfir vinstri hluta höfðuð kúpunar liggur samangróin sprunga (einhver staðar hjá málstöðvunum...).

Þar hafiði það. Ég klukka Jón Grétar, Binna, Garðar Örn, Ástí og Magga Blö.

Okkur vantar meiri svona blaðamennsku á Íslandi

Rakst inn á síðun Zion.is is og fann þetta. Njótið vel.

Greinin góða

Greinin okkar Kjartans um mannfjandsemi kennara við sálfræðiskor

mánudagur, september 26, 2005

Ný atferlismeðferð við streitu

HÓPEFLI!!

Jæja rottur, ég hef fundið gott námskeið fyrir okkur:

Starfsmenn fyrirtækisins er þeirra verðmætasti auður. Samvinna, samstarf og góð og heilbrigð samskipti starfsmanna einkenna góðan starfsanda sem er jafnframt ávísun á gott gengi og styrkleika fyrirtækja. Hópefling spilar lykilatriði í að innri þroska fyrirtækisins og jafnframt nauðsynlegur þáttur í að viðhalda góðum starfsanda. Hópefli Eskimos byggir á áhrifaríkasta þættinum í hópefli, en það að yfirgefa hið daglega vinnusvæði (hugarumhverfi) og gera eitthvað skemmtilegt og eftirminnanlegt (upplifun og tilfinningar) saman í öðru umhverfi. Slík upplifun skilur eftir sig góðar minningar sem starfsmenn nærast á í langan tíma.Eskimos býður uppá margskonar hópefli og sérhannar lausnir sem endurspegla þörf og markmiðum viðskiptavinarins hverju sinni. Við bjóðum uppá skemmtilega leiki og þrautir ásamt margskonar afþreyingu í bland við fræðilegan fyrirlestur sé þess óskað. • Liðsandauppbygging •
Lausn þrauta sem liðsheild • Uppbygging trausts • Ákvarðanataka • Samskiptahæfileikar • Ættbálkaleikar, “Surrivor” leikir, fjársjóðaleikir, slagurinn um fánann, Bændaleikar, “mistery” leikar og mfl. • Afþreying; fjórhjólaferð, hellaskoðun, jöklaferð, snjósleði, jet ski, paintball, kajak, hestaferð, ísklifur og mfl.

föstudagur, september 23, 2005

Richard Dawkins að koma til landsins!

Alheimsráðstefna guðleysingja í fyrsta sinn á Íslandi. Þar mun Dawkins tala, meðal annarra. Sjá hér.

Enn einn nýliðinn

Jæja, þá er ég líka farin að skrifa hér inná þessa síðu... Það verður samt að viðurkennast strax að ég er með þeim verri bloggurum sem ég veit um. Það vita þessir fimm sem kíkja ennþá reglulega á síðuna mína hehe. Jæja Baldur var svo elskulegur að klukka mig svo ætli það sé ekki best að sinna því...

1) Ég elska sápuóperur! Ég horfi á nágranna, glæstar vonir og einstaka sinnum á leiðarljós... í dag horfði ég t.d. á tregafullan skilnað Libby Kennedy við Ramsey street og sá Eric Forrester keyra í bræði á Deacon Sharp, mjög dramatískt allt saman... Hvað ætli gerist á morgun?

2) Þegar ég var lítil datt ég fram af klettum við fjöruna á Húsavík og ofan í stórgrýtta fjöru því mér og vinkonu minni fannst sniðugt að renna okkur í grasbrekku sem endaði við klettabrúnina... Smart one!!!

3) Pabbi minn er mikill skotveiðimaður og þegar ég varð tvítug gaf hann mér byssuleyfi og haglabyssu... Ég er meira að segja ekki svo slæm skytta eða var það allavega ekki síðast þegar ég hafði tíma til að skjóta á leirdúfur, áður en ég byrjaði í sálfræði sem sagt.

4) Ég er mjög myrkfælin og oftar en einu sinni íhugað að sofa með áðurnefnda haglabyssu við rúmið til öryggis... En það dugar ekki að skjóta vampírur og drauga "hmm" svo í staðinn sef ég með hvítlauk og viðarfleyg við rúmið... hehe

5) Ég hef nokkrum sinnum keppt í sing-star og hef aðeins tapað tvisvar en það var fyrir Einari í áramótapartýi og ég var of full til að vita hvenar ég átti að hætta... Annars hef ég alltaf unnið, það er þó ekki vegna einstakra sönghæfileika eða sviðsframkomu heldur vegna þess að ég vel mér rétta keppinauta:) Ég keppti til dæmis við Addó ritara á nýnemakvöldi Animu í fyrra og held að hann hafi fengið svona 30 stig hehe sem lét mig koma alveg einstaklega vel út...

Jæja, vonandi hefur þetta verið fræðandi en ég er sem sagt taugaveiklaður, sjónvarpssjúkur, vitleysingur sem nýtur þess að niðurlægja aðra til að fegra sjálfan sig:) geri aðrir betur!

Ég held að það sé búið að klukka alla svo ég ætla bara að klukka aftur þá sem hafa verið klukkaðir og eru ekki búnir að sinna því... Taki til sín þeir sem vilja Vaka

Kveðja ofan úr Breiðholtinu
Helga Felga

fimmtudagur, september 22, 2005

Gúgg-úú

Jæja mín fyrsta færsla sem rotta.. held ég megi loksins kalla mig rottu þar sem ég er með löggiltan tíma niðrí kjallara núna.. sem fer yfirleitt í það að ræða fimmaura brandara, brund og margt sem ekki er við hæfi hér.... En ég tek áskorun Andra!! og klukka út úr mér 5 staðreyndum um sjálfan mig! ætla samt ekki að gerast svo kræfur að koma þessu á annað fólk!

  1. Ég get ekki haldið á gogg, bjór og talað allt saman í einu, það endar illa
  2. Ég er hættur að taka í vörina nema þegar ég er fullur, er við tölvuna mína eða þegar ég er nýbúinn að borða...
  3. Ég er aðdáandi Þórs Jakobs númer eitt og horfi alltaf á veðurfréttir í þeirri von um að kallinn birtist!
  4. Ég hef mætt á 25 þjóðhátíðir í röð
  5. Ég á Lada Samara árgerð '94 sem er tryllitæki
Jæja.. pís át

Kirkja hins fljúgandi spagettískrímslis


I think we can all agree that it is important for students to hear multiple viewpoints so they can choose for themselves the theory that makes the most sense to them. I am concerned, however, that students will only hear one theory of Intelligent Design. I and many others around the world are of the strong belief that the universe was created by a Flying Spaghetti Monster….

I think we can all look forward to the time when these three theories are given equal time in our science classrooms across the country, and eventually the world; One third time for Intelligent Design, one third time for Flying Spaghetti Monsterism, and one third time for logical conjecture based on overwhelming observable evidence.

Ég var klukkaður

1) Ég mölvaði í mér tennurnar þegar ég var þriggja ára við það að príla upp á stólbak í rúsínuleit

2) Ég batt um svipað leiti skyndilegan endi á ryksugun mömmu með því að klippa á snúruna. Skærin voru ekki með plasthlífum á handfanginu þannig lófinn á mér var þakinn einni stórri blöðru.

3) Ég trúði því þegar besti vinnur minn í æsku sagði mér að hann gæti fundið týnda hluti í huganum með því að loka augunum. Svo fóru að renna á mig tvær grímur þegar hann vildi ekki gera það eftir alltof langa leit. Ég bara skildi ekki afhverju hann vildi endilega fara erfiðu leiðina. Ekki fyrr en hann félst á að loka augunum og hluturinn blasti þá við beint fyrir framan okkur.

4) Ég hef hvergi notið meiri kvenhylli en á Raufarhöfn. Konur á öllu aldri.

5) Ég lenti í öðru sæti á Akureyramóti í skák þegar ég var 15 ára.

Ég klukka Helgu, Kjartani Smára, Siggu, Guðfinnu.

Veit efnið af andanum?

Haustið 2005 verður efnt til fyrirlestraraðar um meðvitundina í Háskóla Íslands. Sérfræðingar á ólíkum sviðum munu nálgast viðfangsefnið út frá mismunandi fræðigreinum og kynna nýjustu hugmyndir sínar á aðgengilegan hátt í opnum fyrirlestrum. Frekari upplýsingar eru hér. Fyrsti fyrirlesturinn er 1. október kl. 14:00 í Lögbergi 101.

Ég var klukkaður

Ok, Heiða hér kemur það

1. Ég kunni gleðibankann utan að þegar ég var 8 ára.
2. Ég fór einu sinni heim með 40 konu, þegar ég var svona 18-19, ég fór heim þegar ég áttaði mig á alvöru málsins og hún gaf mér kettling, sem ég fór heim með. Móðir mín varð miður sín yfir heldur misheppnuðum syni og sagði að ég kynni ekki muninn á "kellingu og kettlingi".
3. Ég æfði mark í mörg ár og var mikill frumkvöðull að því sviði, þar sem ég gat bara fleygt mér í hægra hornið.
4. Ég geymdi kíkvaðrat glósur á klósettinu í ár (kom alltaf blúps þegar ég kom að marktektarkaflanum)
5. Ég var einu sinni trúaður, fannst tilfinningagreind æði og þótti heilmikið vit í pýramída Maslows.

Ég klukka Vöku, Baldur, SigrúnuSif, Bogga og Lilju

Tilfinningagreind

Frábær bloggfærsla hjá honum Orra um tilfinningagreind. Svo ég vitni nú í hana:

Rökin eru þessi: Greind spáir ekki fyllilega fyrir um árangur fólks í lífinu. Sumir sem eru greindir gengur ekki vel (af því að þeir eru ekki næs) og sumir sem eru vitlausir gengur vel af því að þeir eru svo næs. Vá, snilld.

miðvikudagur, september 21, 2005

For Women in Sciences, Slow Progress in Academia

Professor of Psychology and Women's Studies Abigail Stewart mentioned in the New York Times for leading UM's effort to increase awareness of sex bias in hiring

From the article:
Mel Hochster, a mathematics professor at Michigan, belongs to a committee of senior science professors that gives workshops for heads of departments and search committees highlighting the findings of numerous studies on sex bias in hiring. For example, men are given longer letters of recommendation than women, and their letters are more focused on relevant credentials. Men and women are more likely to vote to hire a male job applicant than a woman with an identical record. Women applying for a postdoctoral fellowship had to be 2.5 times as productive to receive the same competence score as the average male applicant. When orchestras hold blind auditions, in which they cannot see the musician, 30 percent to 55 percent more women are hired.

Professor Hochster said he was not inclined to join the committee until Abigail Stewart, a professor of psychology and women's studies who is leading Michigan's effort, made a presentation on sex bias to his department.

"I vastly underestimated the problem," Professor Hochster said. "People tend to think that if there's a problem, it's with a few old-fashioned people with old-fashioned ideas. That's not true. Everybody has unconscious gender bias. It shows up in every study."

In the last three years, the mathematics department, regarded as one of the best in the country, has hired two women with tenure and promoted one associate professor to tenure, Professor Hochster said, bringing the number of tenured women to 6, out of a total of 64 tenured and tenure-track professors. Two more women are on a tenure track.

sunnudagur, september 18, 2005

Dr. Mezmer's World of Bad Psychology

Skrýtin síða, en nokkuð áhugaverð. Þar er meðal annars að finna "Mezmer's Guide to Love, Sex, and Carburetor Repair", "Dr. Mezmer is now the #1 web site on the planet Gorn!!", "Mezmer's Big Bad Book of Behaviorism" og "Meditation, Britney Spears, and a Knock-knock joke".

Plebbi!!!

Ég var núna að koma úr skírnarveislu hjá Vöku litlu sem ég mætti OF SEINT í!!! Ég sem sagt misti af skírninni sjálfri! Og af hverju? -af því að ég var að gimpast niðri í kjallara Odda og gleymdi mér. Er hægt að vera meiri fáviti?!

Ég skammast mín alveg niður í rassgat fyrir þetta klúður!!!
-en er jafnframt að springa úr monti yfir því að eitt best heppnaða barn í þessum heimi skuli heita Vaka :D

Hvernig bætir maður fyrir svona?
Kaupir eitthvað dýrt?
Gengur í þjóðkirkjuna?
Gefur út barnapössunar ávísun með óútfylltum gildistíma?

Einhverjar hugmyndir?

laugardagur, september 17, 2005

Þú ert'ann

Guðfinna klukkaði mig, sem og Ásdís Ómars (hey, ég ætlaði að klukka þig!) sem þýðir að ég þarf að skrifa fimm tilgangslausa fróðleiksmola um mig. Here goes:

1. Í grunnskóla var einn strákur sem kallaði mig alltaf ryðgaða ljósku (og mér fannst það ekki fyndið).
2. Mér finnst gott að borða saman mjólk og lakkrís.
3. Ég átti hamstur sem hét Mjallhvít, en hún dó þegar ég var úti í Svíþjóð. Hún var því geymd í frystikistunni í meira en ár, ásamt mosasýnum frá föður mínum.
4. Í menntaskóla var ég á kafi í stjörnuspeki, sem var meira að segja eitt af atriðunum sem ollu því að ég valdi að fara í sálfræði! :-/
5. Ég er Harry Potter aðdáandi nr. 1 :)

Hér með klukka ég Olgu, Orra, Jóa , Sallý og Andra Fannar.

fimmtudagur, september 15, 2005

Niels Bohr og skeifan

Þessi litla saga barst mér í morgun og mér finnst hún góð. Sel hana þó ekki dýrari en ég keypti eins og gefur að skilja.
Niels Bohr fékk gesti í heimsókn—eðlisfræðinga—á sveitasetur sitt þar sem hann hafði hengt skeifu yfir innganginn í húsið. Þegar eðlisfræðingarnir sáu þetta varð einum þeirra að orði, “Þú trúir þó varla á þetta?” Bohr brást við með því að segja, “Nei, nei, alls ekki, en þeir segja mér að það virki eigi að síður.”

fimmtudagur, september 08, 2005

þar fór það

Þessi dularfulli póstur frá Heiðu Maríu olli því ekki að var pottur brotinn heldur eitt prinsipp....aldrei blogg...hvur svosem veit af hverju var ríghaldið í það prinsipp þá er það að minnsta kosti farið nú. Í einhverri mynd. En ég hef samt aldrei farið í Perluna þó ég muni kannski ekki glögglega af hverju ég er á móti því.
Takk fyrir heimboðið á síðuna Heiða.

þriðjudagur, september 06, 2005

Ættu rottur að fara e-t saman?

Ég var að spá hvort kjallararottur og sálrottuvinir þeirra ættu að kíkja saman, t.d. í sumarbústað á næstunni.

Hvað finnst ykkur um það?

mánudagur, september 05, 2005

True Christian Kidz Page

Hey kids! It's me, your pal, Jesus! Me and God love you so much just like Daddy and Mommy do! I died on the cross for you!!! I love you that much! Now you have to believe in me, or else! (True Christian Kids Page)