laugardagur, september 17, 2005

Þú ert'ann

Guðfinna klukkaði mig, sem og Ásdís Ómars (hey, ég ætlaði að klukka þig!) sem þýðir að ég þarf að skrifa fimm tilgangslausa fróðleiksmola um mig. Here goes:

1. Í grunnskóla var einn strákur sem kallaði mig alltaf ryðgaða ljósku (og mér fannst það ekki fyndið).
2. Mér finnst gott að borða saman mjólk og lakkrís.
3. Ég átti hamstur sem hét Mjallhvít, en hún dó þegar ég var úti í Svíþjóð. Hún var því geymd í frystikistunni í meira en ár, ásamt mosasýnum frá föður mínum.
4. Í menntaskóla var ég á kafi í stjörnuspeki, sem var meira að segja eitt af atriðunum sem ollu því að ég valdi að fara í sálfræði! :-/
5. Ég er Harry Potter aðdáandi nr. 1 :)

Hér með klukka ég Olgu, Orra, Jóa , Sallý og Andra Fannar.

Engin ummæli: