þriðjudagur, desember 27, 2005

The Bastardo Thesis Revisited: 2005

Fyrst að þetta viðburðarríka ár er að verða búið ætla ég að rifja upp bastardo thesis sem ég setti fram í mars eða apríl. Það gengur út á það að þeim mun meiri pati sem maður er - eða þeim mun minni áhuga sem maður sínir stelpum (og kemur illa fram við þær) - þeim mun betur gengur (þeim mun meiri áhuga hafa þær). Bastardo thesis hefur fengið enn meiri stuðning, bæði via "direct replication" og tilraunir í "direct refutation" studdu allar Bastardo Thesis.

Þar sem að vísindin hafa talað, get ég orðið meiri pati enn nokkru sinnum fyrr.

Marktekt!

mánudagur, desember 26, 2005

Gleðilega hátíð!


Ég óska öllum rottum og rottuvinum, nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

föstudagur, desember 23, 2005

gleðileg jól öll.

Jólafríið á Akureyri byrjar ágætlega. Búinn að standa mína plikt í skreytingum og öllu því og er dottinn í það. Þótt ég drekki svo til alla daga fyrir sunnan líka (nema síðustu þrjá mánuði) þá virðist Akureyri vera ótvírætt greinireiti fyrir drykkju hegðun því þetta er eitt af því sem bregst aldrei. Er ekki fyrr kominn norður en ég er dottinn í það. Svona er þetta bara.

Bið að heilsa ykkur öll og vona að þið hafið það gott.

miðvikudagur, desember 21, 2005

þriðjudagur, desember 20, 2005

Tilvitnun dagsins

Svo las ég snilldar grein um hómeópatíu og þann aragrúa af vísindarannsóknum sem hafa verið gerðar á því fyrirbæri. Niðurstaða auðvitað sú að þetta virkar ekki jack shit. Svo voru hómeópatavesalingar að reyna að malda í móinn og spurðu hvernig í ósköpunum vísindamenn vissu að þetta virkaði ekki. Svarið: Through the miracle of counting.

Orri sáli

Vinur álfsins

Vignir Þór Birgisson
Innkaupamaður í grænmeti í HagkaupumVignir verður vinur álfsins að þessu sinni fyrir að kaupa aftur Merry
Christmas epli.

sunnudagur, desember 18, 2005

Heiða mælir með...


Le Tigre er ekki fyrir alla, en vel þess virði að tékka á. Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu; held að tyggjókúluelektrórokkpönk lýsi þessu ágætlega. Tékkið sérstaklega á laginu Deceptacon, það kemur manni í stuðið. Hér er hægt að nálgast myndbandið við lagið, mjög fyndið.

P.S. Allir á myndinni eru konur.

laugardagur, desember 17, 2005

Var að koma heim af djamminu

Tvær pælingar. Er orðið alveg svakalega mikið af smápíkum á djamminu eða er ég bara að eldast? Og er maður leiðinleg tík ef maður þiggur drykk frá gaur (hey, þeir gáfu okkur heila freyðivínsflösku óumbeðnir) en finnst asnalegt að skjóta einhvers staðar inn í samtalið: "Hey, bara svo að láta þig vita að ég á kærasta..."

föstudagur, desember 16, 2005

Hvernig er staðan?

Hvernig er þetta með ykkur, eruð þið öll í prófum? Ég væri nefnilega alveg til í að kíkja út í kvöld, eða bara hittast yfir smá smotterísbjór. Eru allir uppteknir?

fimmtudagur, desember 15, 2005

Apar standa sig stundum betur en börn í rökhugsun

Apar og börn (þriggja til fjögurra ára) horfðu á fólk nota verkfæri til að ná í gotterí ofan í kassa. Kassinn var annað hvort glær eða ógegnsær. Fólkið sem aparnir og börnin fylgdust með gerðu bæði hreyfingar sem skiptu máli til að ná í gottið og hreyfingar sem voru algjört aukaatriði. Til að ná í gottið í ógegnsæja kassanum hermdu bæði apar og börn eftir öllu sem fólkið gerði. Þegar kassinn var glær hermdu apar bara eftir því sem nauðsynlegt var að gera til að ná í gottið. Börnin hermdu aftur á móti enn eftir öllu, líka því sem skipti engu máli.

Sjá hér.

mánudagur, desember 12, 2005

PDI á skjá einum

Já ný þáttaröð er í vinnslu.. Psychological disorder investigation.. Ég og Baldur sem erum bæði executive producers og leikarar í þáttunum erum að fara selja réttinn til skjá eins eða NBC.. erum ekki búnir að ákveða það ennþá...
En þessi þáttur á að verða mjög vinsæll enda erum við með formúlu sem getur ekki klikkað!! Við tökum allt svona "inn í líkama" dæmi úr CSI og yfirfærum það á okkar þátt, nema í stað þess að sjá byssukúlu þeytast í gegnum hold, bein og blóð sjáum við Inn í sálina!! mjög töff!
Baldur mun leika aðalhlutverkið.. og eins og í öllum svona þáttum er aðalgaurinn alvitur og bestur! en alltaf með einhvern galla til að vega upp á mótu (House í House er haltur, Grissom í CSI er heyrnarlaus og John doe er minnislaus og litblindur en veit samt allt!)Við erum reyndar ekki ennþá komnir með galla handa Baldri en það voru uppi hugmyndir um þráláta klósettsetusleikihegðun... henni var ekki mikið fagnað!

Til þess að fá meira áhorf ætlum við að sjálfsögðu að blanda inn í þessa uppskrift, öllum steriotypum og jú bæta inn í uppskriftinni að góðum grínþætti.. því á Baldur að vera mjög feitur og viðbjóðslegur en eiga litla sæta eiginkonu sem Vaka hefur verið fengin til að leika...

Núna erum við með áhorf upp á 70-80 % en til að loka hringnum er spurning um að leyfa fólki kjósa út persónur og eða hafa singstar eða Idol í lok hvers þáttar.. með þessu fáum við alla heimsins bjána til að glápa á líka.. þannig að við erum með pottþétta money making machine.. hverjum langar að fjárfesta??

föstudagur, desember 09, 2005

Stelpustrákar og strákastelpur

You Are 40% Boyish and 60% Girlish

You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch.
Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes.
You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them.
You're just you. You don't try to be what people expect you to be.

IPECAP

IPECAP heitir efnið sem ég var að tala við þig um Baldur.. og hérna er vídjóið..
já það er til vont fólk í þessum heimi..

Hérna er svo family guy útgáfan

Úff, ái

Það er greinilegt að það er ekki nýtt fyrirbæri að fjarlægja hárvöxt af líkamanum (linkur hér að ofan)

þriðjudagur, desember 06, 2005

Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?

Krakkar, ég er enn eina ferðina komin í eitthvað dilemma um hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Viljið þið gera mér greiða og segja ykkar skoðun á hvað ég eigi að fara í og af hverju?

mánudagur, desember 05, 2005

Nýju fötin keisarans hvað?

Já ef maður ætlar að vera alvöru kapitalisti þá er best að fara bara alla leið með það er það ekki????
Græða bara nógu mikið á því hversu vel er búið að markaðssetja sjálfstraustið..höldum áfram að selja sjálfstraustið það virðist óþrjótandi lind. Bókaform er snjallt og svo mætti gefa út nokkra hljóðdiska líka og í framhaldi af því útvarpsþætti og nokkur viðtöl í, Kastljósi, Sirrý og þess háttar. Kýlum á það. Vöntun á sjálfstrausti er auðvitað undirrót alls þess sem miður fer hjá manni. Ekki víst að fólk sem er orðið örvæntingarfullt eftir því sem það telur sig vanta..nefnilega sjálfstraust..myndi sjá í gegnum það þó það væri selt í kössum, í vökvaformi eða í lofttæmdum umbúðum.
En bíðum við, er það ekki einmitt þannig? Er ekki prótínsjeik, lífrænar ólífur og eðal lambasteik, Calvin Klein, og ný klipping allt til þess fallið að fólki finnist eitthvað um sjálft sig. Að það sé svolítið betra, svolítið merkilegra, svolítið heilsusamlegra eða hvað sem verða vill í meira magni. Þegar einn kallinn enn var komin á jeppa sagði mamma heitin: "æi vesalingurinn er hann nú að framlengja sjálfstraustinu eina ferðina !". Er ekki stanslaust verið að selja okkur sjálfstraust?
Er það ekki líka svolítið vafasamur munaður að halda að bara vegna þess að maður hefur áttað sig á nokkrum hugtökum alþýðusálfræðinnar að maður sé svolítið betri, svolítið meiri, klárari og gáfaðri en þeir sem kaupa sjálfstraust án málalenginga eða í formi sjálfshjálparbóka? Þið vitið hjá sumum eflist sjálfstraustið heilmikið við að elda fiskibollur í dós með bleikri sósu. Það kostaði, mig að minnsta kosti, töluvert meira að stunda nám í sálfræði til fjögurra ára en því sem fiskibollur í dós kosta. Er ég þá með meira sjálfstraust en sá sem eldaði fiskibollurnar? Ef við vitum svo vel hvað sjálfstraust er hvað er þá annars falskt sjálfstraust? Heldur maður þá bara að maður hafi trú á sjálfum sér eða telja aðrir manni trú um að maður hafi það? Ef það liggur svona ljóst fyrir hvað sjálfstraust er af hverju erum við þá alltaf að reyna að kaupa það ? Af hverju er svona auðvelt að nota það til að manipulera og græða? Það sem ég er að reyna að segja er sennilega að til er það fólk sem hefur mikla trú á sjálfu sér án þess að hafa hugmynd um að það sé haldið því sem menn kalla "sjálfstraust" og líka þeir sem vita allt um hvað það merkir en eiga sáralítið af því. Að sjálfsögðu gengur fólki betur sem hefur trú á sjálfu sér og er jákvætt. Það er fáránlegt að halda öðru fram.
Það sem er ekki í lagi er að sjálfstraust sé meðhöndlað sem söluvarningur og að ágóði hljótist þar af. Hvað eru annars þessar sjálfstraustsrannsóknir? Hvað fær menn til að gera rannsóknir á áhrifum sjáfstrausts á líðan fólks og árangur í lífinu? Heimska bara? Haldiði það virkilega? Hvað með ENINGA MENINGA ALLA VANTAR PENINGA; MONEY MAKES THE WORLD GO AROUND; MONEY MONEY MONEY...er þetta ekki bara hönd Mídasar konungs? Komið með gullið? Gemmér nokkrar tilvitnanir í sjálfan mig og ég skrifa hvað sem er! Rannsókn til sölu kostar eina tölu! Neeeiii think again.
Gróðahyggjan er allsráðandi vitið til. Og ekki koma með eitthvað survial of the fittest, Hobbískt kjaftæði. Við vitum það ef við erum á annað borð að hugsa eitthvað, að það er ekki frumhvati mannsins óháð öllu öðru að bjarga eigin skinni. Hvar værum við í alvöru, mannkynið ef svo hefði verið. Hreint út sagt þá erum við ekki með nógu beittar tennur til þess að það eitt hafi tryggt afkomu okkar að vilja bara bjarga eigin rassi. Við komumst af vegna þess að við höfum (höfðum????) samkennd. Já þið heyrðuð rétt og ég nennekki að hlusta á neitt hugtakakjaftæði um það. Það þýðir að sá mekkanismi hefur valist úr. Við erum greindar verur (með higher cognition if you like). Hæfileiki okkar til að komast af er hæfileiki okkar til að lifa í hóp og finna til samkenndar með öðrum. Hvað haldiði annars að hafi skeð hjá honum Hitler? Var samkenndarstöðin í honum í lagi? Voru spegilfrumurnar hans að virka? Það er eitthvað að þeim sem ekki hafa hæfileika til að hugsa um neitt nema sjálfan sig. Til eru ýmis nöfn yfir það, einhverfa, narsissíska, sósíópati eða sykkópati, ruddi, egoisti eða eins og gengur og gerist (kapitalisk m.s. pigs) fólk með sjálfhverfu í eins miklu mæli og það kemst upp með án þess að hinir fatti það. Hobbes og Freud höfðu rangt fyrir sér um eðli mannsins. Hann Freud kallinn má samt eiga það (ásamt öðrum) að lýsingin hans á (eigin) super-ego er mjög góð. Í daglegu tali er það kallað einfaldlega eigingirni, sjálfselska, sjálfhverfa, sérhlífni, sjálfumgleði, hroki og sitthvað fleira. Út úr henni kemur síðan græðgin, óheiðarleiki, lygin og allt það sem kemur sér illa fyrir aðra en vel fyrir mann sjálfan, í það minnsta í skamman tíma. Var samkenndinni til að skipta hjá Freud eða var hann súperegó kókaínhaus með brenglaðar hugmyndir um eigið ágæti? Var heilinn í honum að funkera eðlilega? Í gróðahyggjunni eiga þessar hræringar líka heima. Vandinn er ekki að við skiljum ekki hvað sjálfstraust þýðir heldur að allir eru að reyna að kaupa það og selja það. Reynið ekki að segja mér að umhyggja fyrir fólki samrýmist gróða- og markaðshyggju í neinum skilningi. Ef P ber umhyggju fyrir X þýðir það að P vill X vel og sjá honum farnast vel en ekki eiga alla peningana hans óháð því hvað verður um X. Það er ekkert til sem heitir umhyggja kapitalistans fyrir öðrum.

föstudagur, desember 02, 2005

Metsölubók fyrir næstu jól

Næstu jól ætla ég að gefa út bók sem verður metsölubók:

"Lykillinn að hamingju, fullnægingum, heilsu og framúrskarandi árangri"

Ég gef út nokkra punkta núna:
* Það sem skiptir mestu máli er að vera með gott sjálfstraust. Maður byggir upp jákvæða sjálfsmynd með jákvæðu sjálfstali.
* Ástæða þess að fólki líður illa eða gengur illa er vegna þess að það er með neikvætt viðhorf.
* Ástæða þess að sumir fá ekki fullnægingu er vegna neikvæðs viðhorfs.

Í stað þess að hugsa: "hvað gerði ég illa" hugsaðu þess í stað "hvað gerði ég vel".

Sjálfsstraust, einsog allar rannsóknir benda til, spá fyrir um góðan námsárangur, farsælt einkalíf og framúrskarandi árangur í vinnu. Það er sko ekki þannig að þeir sem læra mest eða vinna mest sem ná árangri, heldur þeir sem hafa mikið sjálfstraust.

Sjálfstraust tengist persónuleika, en er ekki hið sama. Persónuleiki getur verið neikvæður í undirmeðvitundinni en það má breyta ómeðvituðum hugsunum með því að hugsa ekki um þær, nema þá jákvætt. Þessi jákvæða hugsun endurspeglast svo í tjáskiptum og þeirri orku sem að einstaklingurinn gefur frá sér.

Þessar nýju rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar - sýna að þeir sem ná árangri í náminu og vinnunni eru þeir sem hugsa jákvætt. Það eru ekki atburður sem gera menn óhamingjusama heldur hvernig þeir túlka þá - þeir sem eru sorgmæddir vegna ástvinamissis, sambandsslita eða þjóðarmorða hafa bara neikvætt viðhorf.

Ég verð með eftirfarandi námskeið á næstunni:
1. Leiðtogahugsun, sjálfstraust og mannauðsstjórnun: Lykilatriði í persónuleika leiðtoga og hvernig sjálfsímyndin endurspeglast í stjórnunarstíl.
2. Sjálfstraust og vinnan: Ástæðan fyrir því að þér líður illa í vinnunni tengist ekki launum, framkomu yfirmanna eða hversu drepleiðinlegt starfið er, heldur viðhorfi þínu.
3. Sjálfstraust og námið: Notaðu jákvæða orku til að hafa áhrif á minnið. Einnig verður farið ítarlega yfir að vera jákvæður í prófum.