miðvikudagur, september 12, 2007

Kveðjubjór

Sæl, öllsömul.

Ég ætlaði bara að láta vita að ég verð á Café Victor í kvöld (miðvikudag) kl. 7, þannig að þeir sem vilja koma og kveðja mig, eða bara fá sér bjór með mér, eru velkomnir.

Hlakka til að sjá ykkur.
Lilja

miðvikudagur, september 05, 2007

Gullni lundinn

Er þetta ekki aðeins einum of? Fínt og frábært að hér sé kvikmyndahátíð en að kalla verðlaunin gullna lundan er nú eiginlega bara asnalegt. Alveg pínlega augljóst hvað þetta fólk er að reyna að apa eftir Gullna ljóninu í Feneyjum og Gyllta birninum í Berlín. Ég er viss um að The Golden Puffin á eftir að verða jafn eftirsóttur verðlaunagripur og hin dýrin!