fimmtudagur, maí 26, 2005

Barnum var það, heillin!

Hroðalegt! Hrikalegt! Ég var á leiðinni heim og var að hoppa á milli útvarpsstöðva þegar ég lenti á Létt FM og þar var Hermundur Rósinkrans "talnaspekingur og miðill" að "lesa tölur" einhverrar stelpu. Vanalega fer allt útvarpsblaður inn um eitt eyrað og út um hitt, en mig langaði til að öskra þegar ég heyrði það sem hann sagði við stelpuna. Hann sagði: "Sjöan (sem stelpan átti að "vera") er þannig að hún trúir sumu sem við hana er sagt en efast um annað." NEI, ER ÞAÐ??? Og stelpan jánkaði honum til samlætis, svona "já, einmitt, ég er algjörlega þannig" Er ekki í lagi með fólk?? Eru til öðruvísi manneskjur? Djísús kræst!!

Yndislegur dagur

Skilaði ritgerðinni í gær (vei!) og sofnaði svo dauðþreytt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Vaknaði endurnærð klukkan átta í morgun, vafraði aðeins um á netinu og ákvað svo að hitta Guðnýju vinkonu á kaffihúsi. Ætlaði að fara í strætó en var svo heppin að hitta á Magga Blö sem var að sinna erindum í næsta húsi við mig og fékk far. Við fórum á Vegamót í góðu veðri og sátum þar í góðu yfirlæti. Ég fékk mér flott kjúklingasalat og sötraði með eitthvert jömmí hvítvín sem ég ætla að finna við fyrsta tækifæri í ríkinu. Spjölluðum í marga klukkutíma og svo tók við búðarölt þar sem ég keypti mér útskriftarkjólinn. Kvöldinu verður svo eytt með Birni Leví og í nýjum tölvuleik, heheheh.

Sem sagt, ég gerði ekkert merkilegt í dag, og það er alveg æðislegt!

sunnudagur, maí 22, 2005

Arg, ég er brjáluð

Var að lesa grein í viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Fyrirsögnin er "Stefnumót óræðni og agaðs skipulags". Þar er talað um samstarfs verkfræðinga og einhvers guðfræðisálgreinis. Upphafsorð greinarinnar hljóma svona:

"Ímynd verkfræðinnar er rúðustrikað blað, útreikningar og staðlaðir verkferlar. Ekki mikið svigrúm þar. Guðfræði og sálfræði hafa hins vegar á sér stimpil sveigjanleika, óræðni og endalausrar leitar. Vekur ekki tilfinningu um kalt og agað raunsæi."

ARRRRRRRRRRRRRRRRRG!!!!!!! Hvaða djöfulsins della er þetta?!? Á einhver bévítans sálgreinir að representera sálfræðina? Mikið held ég nú að þetta muni bæta ímynd sálfræðinga á meðal verkfræðinga, eða hitt þó heldur. Óræðni? Leit? ANDSTÆÐA VIÐ RAUNSÆI?!?

Mér er skapi næst að skrifa í blöðin. Hver er með í því?

Frekar ömurlegt svona

Jæja, mér tókst loksins að ná mér í þessa flensu sem allir hafa fengið. Er búin að vera svona hálfsloj síðan á fimmtudaginn. Núna er ég með hausverk og ógleði, og er ekkert í neitt sérstöku stuði til að klára ritgerðina mína. Bömmer :-/

Ahahaha, við lentum enn einu sinni í 16. sæti

Sjá hér.

laugardagur, maí 21, 2005

Hola ur solinni

Saelar dullurnar minar,
eg akvad ad minna a mig hedan ur solinni. Tad er buid ad vera heitt og fint sidan vid komum, og meira ad segja ordinn sma einkabrandari hja fjolskyldunni ad tegar vid forum ut atti ad vera skyjad med koflum herna a Spani i nokkra daga. Tad hefur verid nokkurn veginn heidskyrt alla dagana, tannig ad tad tyrfti greinilega ad kenna islenskum vedurfraedingum spaensku merkinguna! Annars segi eg bara gott, er odum ad na i lit, tannig ad eg verd fin tegar eg kem heim a midvikudaginnn.
Vid heyrumst sidar
Solarbuinn

föstudagur, maí 20, 2005

Synjað um ættleiðingu vegna ofþyngdar

Hafið þið kynnt ykkur þetta mál? Djöfull er ég reið yfir þessu! Mér finnst þetta hreint og klárt mannréttindabrot. Þessi kona er örugglega langtum hæfari til að ala upp barn heldur en margir foreldrar sem enginn skiptir sér af. Og er barnið ekki betur kominn hjá þessari konu en á einhverju bévítans ómagaheimili í Kína?!? Mér er spurn...

Ritgerðin

Ljóð eftir Heiðu Maríu og Jóa massa tölvugúru, sungið við lagið "Í skólanum er skemmtilegt að vera".

Ritgerðin,
ó ritgerðin.
Gaman er hana að skrifa.
Að sitj' á rassinum, stynja hátt,
stumr' yfir tölvunni alla nátt.
Samt manni finnst,
samt manni finnst
manni ekkert áfram miða.

[Þetta var nú svona hálfrím þarna í endann, reyndar.]

Scientific breakthrough

Sálfræðingar hafa komist að því að hópamyndun er í Júróvisjónkeppninni. Rannsóknin hefur rosalegt vísindalegt gildi og ég held að rannsakendur fái Nóbelinn fyrir þetta. Sjá hér.

Heiða

P.S. Farið að skrifa eitthvað letingjarnir ykkar.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Er ekki eitthvað skrýtið við það

...að áðan gat ég tengst internetinu í strætó en náði svo ekki sambandi við Háskólanetið á Þjóðarbókhlöðunni?

miðvikudagur, maí 18, 2005

How sad

Árið 1910 (takið eftir, fyrir næstum 100 árum) sagði Yerkes: "Few, if any, sciences are in worse plight than psychology" attributing its "sad plight" to a lack of self-confidence, an absence of agreed-on principles, poor training of psychologists in physical science, and a failure to teach psychology as anything more than a set of bizarre facts or as a branch of philosophy, instead of as a natural science.

HALLÓÓÓ!!! Wake up and smell the coffee! Þetta eru nákvæmlega sömu vandamál og sálfræði glímir við í dag, við höfum ekki framþróast um sentimetra! Tja, allavega ekki meira en svona tvo-þrjá sentimetra.

Streituskalinn

Ég tók þetta af PhD-comics. Ég er núna kringum 7, eitthvað svoleiðis. Býst við að fara upp skalann þegar líður á nóttina (þarf að skila uppkasti til Árna á morgun, hehe). Hvar eruð þið?

1 Enlightenment, post-orgasmic snoozing
2 Extremely chilled, sleepy cuddles
3 Nicely drunk
4 Relaxed
5 Just cruising, pretty calm
6 Slightly worrying about things, pretty normal life state
7 Stressing about things, voicing those stresses to others
7.5 Quite stressed, poor sleep, clenched door,
8 Physical symptoms begin
8.5 Nausea, stress is now so bad that you are unable to take action to address it
9 Feelings of terror, bad physical symptoms
9.5 Extreme stress, panic attacks, heart palpitations, hyperventilation
10 Catatonic, uncontrollable crying, foetal position under the bed covers

mánudagur, maí 16, 2005

Nýr fídus

Bendi á nýja fídusinn hér til hægri á síðunni. Þar getið þið fylgst með vísindafréttum annars vegar og skrifum annarra sála hins vegar. Reyndar bjóða ekki allar síður sálanna upp á slíkan möguleika svo þetta er ekki tæmandi listi.

Langar einhverjum???

Sælar, dúllurnar mínar
Fengu ekki allir póstinn með róðrarkeppninni? Hvernig líst ykkur á að taka þátt, svona til þess að hefja sumarið á algjöru flippi?

Sambland skynjunarsálfræði og þunglyndisrannsókna?

Bwahahahahaha

sunnudagur, maí 15, 2005

laugardagur, maí 14, 2005

"Kaffi"

Ég var mjög syfjuð áðan og ákvað því að hella mér upp á kaffi, svona eins og gengur og gerist. Nú, ég setti vatn í kaffivélina, kaffipoka o.s.frv., fór aðeins á klósettið og ætlaði svo að ná í "kaffið" mitt. Nema hvað að það var ekkert kaffi, bara vatn sem ég hafði látið renna gegnum kaffivélina. Sem sagt, ég var svo þreytt að ég gleymdi að maður á að nota kaffi til að búa til kaffi.

föstudagur, maí 13, 2005

Uppástunga að nýju valnámskeiði

Mér finnst að sálfræðiskor þurfi að fara að huga að meiri tengslum við atvinnulífið og kynna fyrir nemendum hvernig hægt sé að hagnýta sálfræðina. Þess vegna finnst mér að það ætti að bjóða upp á valkúrs sem gæti verið einhvern veginn svona uppbyggður:

-Lesa bók um hagnýtingarmöguleika sálfræði
-Fá sálfræðimenntaða gestafyrirlesara úr atvinnulífinu
-Gera nokkuð stórt lokaverkefni þar sem sálfræðiþekking er hagnýtt, ef til vill í samstarfi við fyrirtæki

Gabríela, þú hlýtur að lesa þetta. Er ekki hægt að koma þessu í kring? Ég veit að það er til svona áfangi í atferlisgreiningu en hvað með hinar undirgreinarnar?

Sumarheiti

Mér finnst alltaf skemmtilegra að strengja sumarheiti en áramótaheiti því þá stendur skólinn ekki í vegi fyrir að ég standi við þau. Þetta ætla ég að gera í sumar:

1. Fara í a.m.k. eina göngu og skoða fallega staði
2. Læra PHP forritun
3. Finna einhverja skemmtilega líkamsrækt til að stunda
4. Spila fullt af tölvuleikjum
5. Elda góðan og hollan mat
6. Gefa mér meiri tíma með Birni Leví
7. Taka almennilega til heima hjá mér
8. Kaupa ný föt
9. Hafa meira samband við vanræktu vini mína
10. Skemmta mér og hafa það gott

Hvað ætlið þið að gera í sumar?

Tölvuleikjamarkaðurinn er að missa af stórum hópi viðskiptavina

Tekið af Misbehaving.net:

Plenty of women gamers

A report from Nielson Entertainment today offers fresh evidence that the games industry is missing a trick by focusing so heavily on the young male gamer. The benchmark study on interactive entertainment found that 39% of gamers are female and that nearly 24% of all gamers are over the age of 40. (Nearly one-quarter of female gamers are aged 13-17, with almost 20 percent aged 25-34 and an additional 19 percent ranging from 35-44.)

The report also confirms that women are more social players:

Overall, active gamers typically spend approximately 5.2 hours playing by themselves with a large proportion also being spent playing socially (3.07 hours per week with friends and family or online). Among females, the split between solo and social game play is even more equitable with younger females 13-17 tending to play more with friends or family (54% of the time) and women 25-34 playing almost as much socially as alone. Males and females 45 and older are markedly different, spending almost all their time (79%) playing alone.

þriðjudagur, maí 10, 2005

* * * * * * = :-)

Samúð Vaka systir mín!

Allavega, þá held ég mér aldrei við efnið, svo ég var að enda við að búa mér til stjörnukerfi. Gef mér stjörnu fyrir hverjar 10 mínútur sem ég læri án þess að fara á netið (já, ég er svona mikill netfíkill) og svo fæ ég broskall ef ég fæ allar stjörnurnar í einum klukkutíma.

En nú er ég að skrifa á netið og ef ég hætti ekki eins og skot fæ ég bara svona semiánægðan kall :-|, svo over and out frá Heiðu.

P.S. Ég er komin með legusár, eða þið vitið alveg eins og legusár nema bara á rassinum af of miklum setum.

AAAAAAAAAAAAAARRRRRRGH!

Úff er að fara í próf á morgun og *snapp* og sympatíska-kerfið á fullu.

Hvaða djöfulsins gloría var það annars að hætta að reykja þremur vikum fyrir próftörn?!!! *snapp* Þetta er ekki til að bæta stressið og nú er ég enn fixaðri á oral-stiginu en nokkru sinni fyrr. Já að vera stressaður oral-karakter er ekkert grín, þetta er svolítið eins og að búa með illa öldum hundi –það eru hár út um allt og búið að naga flesta hluti.

Svo loksins þegar maður sofnar og ætti að fá smá frið frá sjálfum sér –þá hvað? Auðvitað dreymir mig reykingar! Kannski hafði Freud bara rétt fyrir sér *snapp* og maður festist á ákveðnum stigum og dreymir duldar þrár. Hver veit?

Humm... og þó miðað við hvernig hann túlkaði langa sívala hluti eins og sígarettur... vil nú ekki kannast við að vera svo mikill pervert. Nei, Freud getur ekki hafa haft rétt fyrir sér. Ætli kvíðaraskanir *snapp* skýri þetta ekki betur enda er OCDið að blómstra þessa dagana, athuga hvort bíllinn sé örugglega læstur, stroka út undirstrikanir í glósum þangað til að maður nær alveg beinni línu o.s.frv.


Jæja ætla að fara aftur að læra áður *snapp* en ég verð komin með Dreifusar-heilkenni (sjá Selles, P.). Það væri líka verra að falla hjá Urði, sérstaklega þar sem hún er með okkar flottari sálfræðingum. Ekki eins og ónefndur maður sagði um ákveðin áfanga:
„Það ber vott um rökhugsun að falla í ...fræði“ ;)
–ykkur er auðvita frjálst að nota þessa eyðu að vild en ég get víst ekki borið þetta fyrir mig þó ég falli á morgun :(

Ekki einu sinni jaðarmarktekt þrátt fyrir ólínulega aðhvarfsgreiningu!

Vökurottan


...því mitt er fallið, þjáningin og sumarprófið.
Að eilífu operant.

sunnudagur, maí 08, 2005

Para svona að pæla

Flakar maður flak eða flekar maður flak? Og er maður þá flakari eða flagari?

Tindersticks

Ég er loksins að venjast þessari hljómsveit því tónlistin þeirra er ekki auðmeltanleg. Góð í maga samt svona eftir á. Mæli með Curtains disknum þeirra, til að mynda. Andri, þú ættir að fíla þetta, tékkaðu á þessu ef þú hefur ekki gert það nú þegar.

laugardagur, maí 07, 2005

Heiðan búin í prófum

For forever and ever and ever.

Notaði daginn í að slæpast á kaffihúsum borgarinnar, kaupa þrenn pör af eyrnalokkum og sofa. Nú ætla ég að manna mig upp í að hefja skriftir á BA-ritgerð af fullri alvöru.

föstudagur, maí 06, 2005

Góð Greining?

Það verður nú seint sagt um okkar góðu grein að það séu ekki margir vitleysingar í henni. Því miður! Ég er að lesa bók eftir fínan kall að nafni Daniels... fín bók og allt það en á einum stað er hann að segja frá því þegar kennari bað um hjálp hans með erfiðan nemanda. Daniels er Behavioristi eins og allir alvöru sálfræðingar (einn fyrir þig Gabríela ;p hehe) og þessi kennari var búin að láta einhvern skólasálfræðin, sem fékk örugglega gráðuna sína í cherrios pakka, greina krakkann. Örugglega einhver psýkkódynamiker. Jæja krakkinn átti það til að öskra annað slagið. Bara alveg uppúr þurru. Hver haldi þið að greining skólasálfræðingsins hafi verið!
,,Having a need to scream". Jahá þar hafiði það, þetta var ekki Tourette. Nei ,,having a need to scream". Hvering ætli þessi hálfviti mundi greina OCD sjúkling? ,,having a need to check"??? Álfurinn fer greinilega víða. Ég er að spá í að bjóða honum að vera gestafyrirlesari á næsta fundi akademíska hópsins míns.... hann ætti allavega vel heima þarna...
Kv Binni formaður.

ATH ATH Nýtt sálfræðiblogg!

Búið er að stofna nýja sálfræðibloggsíðu (og ótrúlegt en satt stend ég sjálf ekki fyrir henni). Ég er búin að skrá mig á hana, og í raun ykkur líka, kæru kjallararottur, hehe. Veit ekki hvort Anima tekur þá skráningu gilda. En allavega, allir 2. árs sálfræðinemar og upp úr, drífið ykkur að skrá ykkur á salnem.blogspot.com.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Hvað segir það um stöðu sálfræði

...að ég veit meira um hvað er rangt í sálfræði en hvað er rétt?

Heiða - að lesa Perrann

P.S. Krakkar, af því að við erum komnir með svo mikið af lesendum held ég að það þurfi að fara að útskýra ýmsa einkabrandara (dæmi: álfurinn og Azjid). Eða kannski yrði það þá bara ekki lengur fyndið...

mánudagur, maí 02, 2005

Myndagátur

Fyrir Vöku:

Fyrir Andra:

Brain Power!

Ertu að mygla yfir prófunum? Ertu með teflonheila? Þá er BRAIN POWER eitthvað fyrir þig! Minni kvíði! Meiri afköst! Minni þreyta! Þú getur ekki hafnað þessu brjálæðislega tilboði!*--Nú einnig með spínatbragði--


*Of mikil notkun getur valdið höfuðkúpugliðnun.

Heimsóknir og gestabók

Gestabókin er hægra megin á síðunni. Þó nafnið gefið það ekki til kynna þá eiga gestir að skrifa í hana. Skrifið í gestabókina.

Kjallararottur fengu 89 heimsóknir á laugardaginn, sem er ekki slæmt.

sunnudagur, maí 01, 2005

Samsæriskenningar

http://groups.msn.com/psychbusters/psychiatry.msnw

Ég held að þeir sem standi að þessari síðu séu annaðhvort haldnir ofsóknaræði og þurfa því að fá lyfjaskammtinn sinn, eða þá að einhver hafi virkilega slæman húmor.